Viðskipti innlent

Rekstur 27 stærstu sveitarfélaganna versnar milli ára

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Veikleikamerkjum fjölgaði milli ára.Taka skal fram að veikleikamerkin eru alfarið mat Greiningardeildar Arion banka. Dæmi um veikleikamerki er ef íbúum fækkar milli ára og ef skuldahlutfall er yfir 150 prósent.
Veikleikamerkjum fjölgaði milli ára.Taka skal fram að veikleikamerkin eru alfarið mat Greiningardeildar Arion banka. Dæmi um veikleikamerki er ef íbúum fækkar milli ára og ef skuldahlutfall er yfir 150 prósent. mynd/greiningardeild arion
Almennt má segja að rekstur 27 stærstu sveitarfélaga landsins hafi harnað á síðasta ári þrátt fyrir batnandi skuldastöðu. Þetta er meðal niðurstaðna sem má finna í samantekt greiningardeildar Arion banka um akomu og fjárhagsstöðu sveitarfélaganna.

Úrtak greiningardeildarinnar nær til sveitarfélaga sem telja 1.500 íbúa eða fleiri. Í greiningunni var stuðst við A- og B-hluta sveitarfélaganna.

Stóran hluta erfiðleikanna má rekja til launahækkana í kjölfar nýrra kjarasamninga. Útsvarshlutfall sveitarfélaga er í mörgum tilfellum í lögbundnu hámarki og geta til að auka tekjur takmarkaðar.

Tíu sveitarfélög skiluðu tapi á rekstrarárinu 2015 samanborið við fjögur árið á undan. Heilt yfir skiluðu þau hagnaði en sé litið til vegins meðaltals var um taprekstur að ræða. Munar þar mestu um fimm milljarða halla Reykjavíkurborgar.

Samkvæmt lögum ber sveitarfélögum að halda heildarskuldum og skuldbindingum undir 150 prósentum af reglulegum tekjum. Sem stendur er skuldastaða sveitarfélaganna nú að vegnu meðaltali í 117,8 prósentum samanborið við 120,6 prósent árið áður. Skuldaviðmiðið lækkar hjá öllum sveitarfélögunum nema tveimur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×