Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Jakob Bjarnar skrifar 11. ágúst 2016 20:18 Helena heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar en slæmar fréttir bárust henni frá íslenskum dómsstólum í dag. „Ég er að reyna að halda i vonina en það gengur ekki vel,“ segir Helena Brynjólfsdóttir. Hún flúði til Íslands frá Noregi með dótturson sinn eftir að hin alræmda norska barnaverndarnefnd hafði ákveðið að drengurinn yrði vistaður meðal vandalausra. Helena segir að öll rök hennar og fjölskyldunnar hafi verið hunsuð í málinu. Í dag var Helenu kynntur í Hæstaréttar úrskurður þess efnis að henni er synjuð ósk um sálfræðimeðferð á barninu, en Helena fór fram á að til þess bær matsmaður legði á það mat hvernig það kynni að orka andlega á drenginn ef hann yrði sendur til vandalausra Norðmanna.Helena lýsti því skilmerkilega fyrir Vísi hvernig hún tók sig til og flúði til Íslands með drenginn, en hún er nú eftirlýst í Noregi. Málið er hið athyglisverðasta.Óskiljanlegt af hverju Norðmenn eru svo áfjáðir í drenginnÚrskurðurinn í dag er ekki til þess fallinn að auka bjartsýni hjá Helenu að það takist að halda drengnum innan fjölskyldunnar. „Þetta lítur ekki vel út,“ segir Helena og bætir því við að Vilborg Snævarr lögfræðingur, sem vinnur fyrir Barnaverndaryfirvöld í Noregi, hafi verið afar hörð í horn að taka og dælt fyrir dóminn skýrslum frá barnaverndaryfirvöldum sem Helena telur að hafi ekki komið því nema óbeint við hvort vert væri að fá sálfræðimatið.Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli, segir Helena.Helena segist ekki almennilega vita hvert framhaldið verður, líkast til verður tekið fyrir í héraðsdómi í næstu viku hvort drengurinn verður framseldur til Noregs í hendur barnayfirvöldum. „Það er erfitt að berjast við heila stofnun og óskiljanlegt af hverju Noregur vill drenginn svona mikið.“Engin hjálp frá ráðuneytinuHelena bar þá von í brjósti að innanríkisráðuneytið gæti verið henni innan handar, en hún tilkynnti ráðuneytinu þegar um komu sína. En, þar hefur litla sem enga hjálp verið að fá. Helena segist miklu frekar það svo vera að þeir standi með norskum barnaverndaryfirvöldum en sér. Til að mynda hafi ráðuneytið ekki einu sinni nefnt það svo mikið sem nefnt það svo mikið sem einu orði að hún þyrfti að fá lögmann sérfróðan á þessu sviði. „Nú verð ég að finna einhvern sem á roð í Vilborgu. Nei, þar hefur enginn boðið neina hjálp. Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli,“ segir Helena sem heldur dauðahaldi í þá veiku von að drengurinn fái að vera innan fjölskyldunnar. Tengdar fréttir Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Innlent Fleiri fréttir Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Sjá meira
„Ég er að reyna að halda i vonina en það gengur ekki vel,“ segir Helena Brynjólfsdóttir. Hún flúði til Íslands frá Noregi með dótturson sinn eftir að hin alræmda norska barnaverndarnefnd hafði ákveðið að drengurinn yrði vistaður meðal vandalausra. Helena segir að öll rök hennar og fjölskyldunnar hafi verið hunsuð í málinu. Í dag var Helenu kynntur í Hæstaréttar úrskurður þess efnis að henni er synjuð ósk um sálfræðimeðferð á barninu, en Helena fór fram á að til þess bær matsmaður legði á það mat hvernig það kynni að orka andlega á drenginn ef hann yrði sendur til vandalausra Norðmanna.Helena lýsti því skilmerkilega fyrir Vísi hvernig hún tók sig til og flúði til Íslands með drenginn, en hún er nú eftirlýst í Noregi. Málið er hið athyglisverðasta.Óskiljanlegt af hverju Norðmenn eru svo áfjáðir í drenginnÚrskurðurinn í dag er ekki til þess fallinn að auka bjartsýni hjá Helenu að það takist að halda drengnum innan fjölskyldunnar. „Þetta lítur ekki vel út,“ segir Helena og bætir því við að Vilborg Snævarr lögfræðingur, sem vinnur fyrir Barnaverndaryfirvöld í Noregi, hafi verið afar hörð í horn að taka og dælt fyrir dóminn skýrslum frá barnaverndaryfirvöldum sem Helena telur að hafi ekki komið því nema óbeint við hvort vert væri að fá sálfræðimatið.Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli, segir Helena.Helena segist ekki almennilega vita hvert framhaldið verður, líkast til verður tekið fyrir í héraðsdómi í næstu viku hvort drengurinn verður framseldur til Noregs í hendur barnayfirvöldum. „Það er erfitt að berjast við heila stofnun og óskiljanlegt af hverju Noregur vill drenginn svona mikið.“Engin hjálp frá ráðuneytinuHelena bar þá von í brjósti að innanríkisráðuneytið gæti verið henni innan handar, en hún tilkynnti ráðuneytinu þegar um komu sína. En, þar hefur litla sem enga hjálp verið að fá. Helena segist miklu frekar það svo vera að þeir standi með norskum barnaverndaryfirvöldum en sér. Til að mynda hafi ráðuneytið ekki einu sinni nefnt það svo mikið sem nefnt það svo mikið sem einu orði að hún þyrfti að fá lögmann sérfróðan á þessu sviði. „Nú verð ég að finna einhvern sem á roð í Vilborgu. Nei, þar hefur enginn boðið neina hjálp. Þetta er tilfinning eins og að bíða eftir því frá lækni hvort manneskja lifir eða deyr, bara sorgarferli,“ segir Helena sem heldur dauðahaldi í þá veiku von að drengurinn fái að vera innan fjölskyldunnar.
Tengdar fréttir Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Innlent Fleiri fréttir Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Sjá meira
Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24