Bakábyrgð vegna LSR verður þungt högg árið 2030 Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. ágúst 2016 19:08 Ríkissjóður mun verða fyrir þungu höggi árið 2030 þegar sjóður B-deildar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) tæmist og ríkissjóður þarf að fjármagna sjóðinn með 13 milljarða króna árlegum greiðslum. Fjárlaganefnd Alþingis vill hefja innborganir sem fyrst. Þá vill nefndin hraða hækkun eftirlaunaaldurs úr 67 árum í 70 ár. Í áætlun um fjármál ríkisins fyrir árin 2017-2021 eru áform um að hefja að nýju innborganir til LSR en það hefur ekki verið gert síðan fyrir bankhrunið. Innborganirnar eru bráðnauðsynlegar vegna skuldbindinga B-deildar sjóðsins sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir en lögbundin iðgjöld duga engan veginn fyrir skuldbindingum deildarinnar. Í árslok 2015 námu áfallnar skuldbindingar í heild 756 milljörðum króna en á móti vega sérstakar innborganir ríkissjóðs og vextir af þeim sem nema 247 milljörðum króna. Nettó ógreiddar skuldbindingar nema því 509 milljörðum króna. Í óbirtu áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um áætlun í ríkisfjármálum kemur fram sú afstaða meirihlutans að í næsta fjárlagafrumvarpi verði að finna greinargott yfirlit um stöðu þessara mála. Síðan segir: „Nýta þarf jákvæða stöðu ríkisfjármála til þess að auka innborganir vegna B-deildarinnar þannig að þær verði a.m.k. 10 milljarðar kr. árlega. Það er nauðsynlegt til þess að draga úr því höggi sem ríkissjóður verður fyrir árið 2030 þegar sjóður deildarinnar tæmist og ríkissjóður þarf þá að fjármagna sjóðinn með 13 milljarða kr. árlegum greiðslum vegna bakábyrgðar til að byrja með, til viðbótar öðrum 13 milljörðum kr. vegna lífeyrishækkana eftirlaunaþega.“Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis.„Þetta eru áunnin réttindi sem eru stjórnarskrárbundin og eign sjóðfélaga. Þannig að við komumst ekkert hjá því að greiða þessar skuldbindingar. Það er ekkert annað að gera en að gera langtímaáætlun um hvernig eigi að greiða þetta niður. Því ef við bíðum til 2030 þá verður þetta ansi mikið högg,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögum verður almennur eftirlaunaaldur hækkaður úr 67 árum upp í 70 ár, en gert er ráð fyrir að samtals líði 24 ár áður en hækkunin tekur gildi að fullu. Meirihluti fjárlaganefndar telur að þetta sé alltof langur tími og full ástæða sé til að ná þessari óhjákvæmilegu og nauðsynlegu breytingu á mun skemmri tíma. „Ég held að 15 ár sé ágætis aðlögunartími. Svo það sé tekið fram þá hefur þetta ekki áhrif á það fólk sem er komið á lífeyri eða er að fara á lífeyri. Þetta snýr frekar að kynslóðinni minni. Þjóðfélagið okkar er að breytast. Fólk lifir miklu lengur. Þeim sem eru 67 ára og eldri mun fjölga um helming á næstu árum. Þessi lífeyrisaldur sem við erum með núna var ekki fundinn upp á síðustu öld heldur þarsíðustu öld. Sem betur fer lifir fólk lengur og getur starfað lengur og við eigum að láta fyrirkomulagið taka mið af því,“ segir Guðlaugur Þór. Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Ríkissjóður mun verða fyrir þungu höggi árið 2030 þegar sjóður B-deildar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) tæmist og ríkissjóður þarf að fjármagna sjóðinn með 13 milljarða króna árlegum greiðslum. Fjárlaganefnd Alþingis vill hefja innborganir sem fyrst. Þá vill nefndin hraða hækkun eftirlaunaaldurs úr 67 árum í 70 ár. Í áætlun um fjármál ríkisins fyrir árin 2017-2021 eru áform um að hefja að nýju innborganir til LSR en það hefur ekki verið gert síðan fyrir bankhrunið. Innborganirnar eru bráðnauðsynlegar vegna skuldbindinga B-deildar sjóðsins sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir en lögbundin iðgjöld duga engan veginn fyrir skuldbindingum deildarinnar. Í árslok 2015 námu áfallnar skuldbindingar í heild 756 milljörðum króna en á móti vega sérstakar innborganir ríkissjóðs og vextir af þeim sem nema 247 milljörðum króna. Nettó ógreiddar skuldbindingar nema því 509 milljörðum króna. Í óbirtu áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um áætlun í ríkisfjármálum kemur fram sú afstaða meirihlutans að í næsta fjárlagafrumvarpi verði að finna greinargott yfirlit um stöðu þessara mála. Síðan segir: „Nýta þarf jákvæða stöðu ríkisfjármála til þess að auka innborganir vegna B-deildarinnar þannig að þær verði a.m.k. 10 milljarðar kr. árlega. Það er nauðsynlegt til þess að draga úr því höggi sem ríkissjóður verður fyrir árið 2030 þegar sjóður deildarinnar tæmist og ríkissjóður þarf þá að fjármagna sjóðinn með 13 milljarða kr. árlegum greiðslum vegna bakábyrgðar til að byrja með, til viðbótar öðrum 13 milljörðum kr. vegna lífeyrishækkana eftirlaunaþega.“Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis.„Þetta eru áunnin réttindi sem eru stjórnarskrárbundin og eign sjóðfélaga. Þannig að við komumst ekkert hjá því að greiða þessar skuldbindingar. Það er ekkert annað að gera en að gera langtímaáætlun um hvernig eigi að greiða þetta niður. Því ef við bíðum til 2030 þá verður þetta ansi mikið högg,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögum verður almennur eftirlaunaaldur hækkaður úr 67 árum upp í 70 ár, en gert er ráð fyrir að samtals líði 24 ár áður en hækkunin tekur gildi að fullu. Meirihluti fjárlaganefndar telur að þetta sé alltof langur tími og full ástæða sé til að ná þessari óhjákvæmilegu og nauðsynlegu breytingu á mun skemmri tíma. „Ég held að 15 ár sé ágætis aðlögunartími. Svo það sé tekið fram þá hefur þetta ekki áhrif á það fólk sem er komið á lífeyri eða er að fara á lífeyri. Þetta snýr frekar að kynslóðinni minni. Þjóðfélagið okkar er að breytast. Fólk lifir miklu lengur. Þeim sem eru 67 ára og eldri mun fjölga um helming á næstu árum. Þessi lífeyrisaldur sem við erum með núna var ekki fundinn upp á síðustu öld heldur þarsíðustu öld. Sem betur fer lifir fólk lengur og getur starfað lengur og við eigum að láta fyrirkomulagið taka mið af því,“ segir Guðlaugur Þór.
Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira