Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2016 09:00 Ugla segist vera ýmsu vön en aldrei hafa séð slíkt magn hatursummæla. Fox/Skjáskot Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og kærastið hennar, Fox Fisher, hafa birt hatursummæli í þeirra garð í myndasafni á Facebook. Ugla og Fox eru bæði trans aðgerðarsinnar. Fox stofnaði ásamt vini sínum síðuna My Genderation, sem ætlað var að framleiða og birta heimildarefni um málefni transfólks. Ugla hefur nýlega gengið til liðs við hann í þeirri vinnu. Þau hafa birt nokkur myndbönd saman, bæði á YouTube rás Fox og síðu My Genderation. Í kjölfar þess að síða á vegum Huffington Post, HuffPost Queer Voices, deildi myndbandi frá þeim á Facebook, hafa þau séð birt gríðarlegt magn af hatursfullum ummælum í sinn garð. Myndbandið sem um ræðir fjallar um hvað kynsegin einstaklingar geti kallað maka sína, ef þeim finnst orðið kærasti eða kærasta ekki eiga við. „Fólk sem er kynsegin er fólk sem upplifir sig ekki sem karl né konu og finnst þeirra kynvitund falla utan kynjabásanna tveggja,“ segir Ugla Stefanía í samtali við Vísi. Aðspurð segist Ugla yfirleitt kalla Fox „kæró“ í daglegu tali, en að orðið kærast sé ef til vill formlegra, sem ókynjað orð yfir maka. Skjáskot af fyrrnefndri færslu fékk dreifingu á Facebook síðu The Cringe Channel og í ummælum við færsluna hefur fólk látið í sér heyra. Þar hafa birst fleiri þúsund athugasemdir, sem flestar eru gerðar til að smána og gera grín að Uglu og Fox. „Við höfum fengið þúsundir hatursfullra athugasemda á hinum ýmsu stöðum, einungis fyrir að búa til myndbönd um ást og það að vera kynsegin,“ segir Ugla.Myndasafn Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan.Sneru vörn í sókn Ugla Stefanía segist vera ýmsu vön, en að hún hafi aldrei séð hatur af þessari stærðargráðu í sinn garð fyrr. „Þetta er ekkert sem ég hef ekki séð áður og var ekki að búast við, þetta er bara svo rosalega mikið allt í einu. Ég hef aldrei upplifað svona massíft í einum rikk . Ég hef upplifað alls konar kjaftæði en af því að þetta er komið á svo stóran miðil þá eru svo margir sem hafa aðgang að því og þá eru viðbrögðin margfaldari og fleiri að segja eitthvað.“ Ugla og Fox gátu þó slegið vörn í sókn vegna þess að þau voru nýbúin að útbúa nýtt atriði fyrir My Genderation, þar sem þau gerðu grín að fólki með fordóma gagnvart transfólki. „Við vorum búin að taka það upp áður en þetta gerðist allt. Þannig að þetta kom einhvern veginn á besta mögulega tíma, að vera búin að gera þetta myndband. Þetta var bara tilbúið sem svar við öllu sem var að gerast, sem segir samt hversu fyrirsjáanlegt þetta er. Þetta átti svo vel við, en var ekkert planað sem beint svar við því.“ Ugla segir ummælin skipta þúsundum og að hún hafi eingöngu getað safnað nokkrum saman í fljótu bragði til að birta. „Þetta er svo ógeðslega mikið af kommentum að ég verð að grisja eitthvað, annars verð ég bara að þessu í allan dag.“ Myndband Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og kærastið hennar, Fox Fisher, hafa birt hatursummæli í þeirra garð í myndasafni á Facebook. Ugla og Fox eru bæði trans aðgerðarsinnar. Fox stofnaði ásamt vini sínum síðuna My Genderation, sem ætlað var að framleiða og birta heimildarefni um málefni transfólks. Ugla hefur nýlega gengið til liðs við hann í þeirri vinnu. Þau hafa birt nokkur myndbönd saman, bæði á YouTube rás Fox og síðu My Genderation. Í kjölfar þess að síða á vegum Huffington Post, HuffPost Queer Voices, deildi myndbandi frá þeim á Facebook, hafa þau séð birt gríðarlegt magn af hatursfullum ummælum í sinn garð. Myndbandið sem um ræðir fjallar um hvað kynsegin einstaklingar geti kallað maka sína, ef þeim finnst orðið kærasti eða kærasta ekki eiga við. „Fólk sem er kynsegin er fólk sem upplifir sig ekki sem karl né konu og finnst þeirra kynvitund falla utan kynjabásanna tveggja,“ segir Ugla Stefanía í samtali við Vísi. Aðspurð segist Ugla yfirleitt kalla Fox „kæró“ í daglegu tali, en að orðið kærast sé ef til vill formlegra, sem ókynjað orð yfir maka. Skjáskot af fyrrnefndri færslu fékk dreifingu á Facebook síðu The Cringe Channel og í ummælum við færsluna hefur fólk látið í sér heyra. Þar hafa birst fleiri þúsund athugasemdir, sem flestar eru gerðar til að smána og gera grín að Uglu og Fox. „Við höfum fengið þúsundir hatursfullra athugasemda á hinum ýmsu stöðum, einungis fyrir að búa til myndbönd um ást og það að vera kynsegin,“ segir Ugla.Myndasafn Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan.Sneru vörn í sókn Ugla Stefanía segist vera ýmsu vön, en að hún hafi aldrei séð hatur af þessari stærðargráðu í sinn garð fyrr. „Þetta er ekkert sem ég hef ekki séð áður og var ekki að búast við, þetta er bara svo rosalega mikið allt í einu. Ég hef aldrei upplifað svona massíft í einum rikk . Ég hef upplifað alls konar kjaftæði en af því að þetta er komið á svo stóran miðil þá eru svo margir sem hafa aðgang að því og þá eru viðbrögðin margfaldari og fleiri að segja eitthvað.“ Ugla og Fox gátu þó slegið vörn í sókn vegna þess að þau voru nýbúin að útbúa nýtt atriði fyrir My Genderation, þar sem þau gerðu grín að fólki með fordóma gagnvart transfólki. „Við vorum búin að taka það upp áður en þetta gerðist allt. Þannig að þetta kom einhvern veginn á besta mögulega tíma, að vera búin að gera þetta myndband. Þetta var bara tilbúið sem svar við öllu sem var að gerast, sem segir samt hversu fyrirsjáanlegt þetta er. Þetta átti svo vel við, en var ekkert planað sem beint svar við því.“ Ugla segir ummælin skipta þúsundum og að hún hafi eingöngu getað safnað nokkrum saman í fljótu bragði til að birta. „Þetta er svo ógeðslega mikið af kommentum að ég verð að grisja eitthvað, annars verð ég bara að þessu í allan dag.“ Myndband Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan
Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira