Viðskipti innlent

WOW stefnir á að ráða 250 til sín á næsta ári

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Vísir/vilhelm
Flugfélagið WOW air hefur fjölgað starfsmönnum um yfir fjögur hundruð á síðastliðnum tólf mánuðum.

Þá ætlar félagið að ráða að minnsta kosti tvö hundruð og fimmtíu manns til viðbótar á næstu tólf mánuðum.

Þetta staðfestir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Gangi áætlanir flugfélagsins eftir hefur það bætt við sig yfir sex hundruð og fimmtíu starfsmönnum á næsta ári.

„Starfsfólki í þjónustuveri og í öðrum deildum WOW air fjölgar í takt við fjölgun farþega okkar,“ segir Svanhvít.

Greint var frá því í maí að WOW air hefði skrifað undir samning við bandarísku flugvélaleiguna Air Lease Corporation og hefði nýlega fengið þrjár nýjar farþegaþotur til viðbótar í flota sinn.

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

28 tíma seinkun á flugi WOW til Dublin

Bilun kom upp í leiguflugvél. Farþegar biðu í sex tíma í Keflavík áður en þeim var tjáð að töfin yrði lengri en gert var ráð fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×