Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. ágúst 2016 08:00 Aðalmeðferð í máli Angelo hófst í gær. vísir/ernir Angelo Uyleman, 29 ára gamall Hollendingur sem ákærður er fyrir að hafa flutt rúmlega 20 kíló af sterkum fíkniefnum til Íslands í bíl með Norrænu í september í fyrra, breytti framburði sínum fyrir dómi í gær frá því sem hann sagði hjá lögreglu. Þar kvaðst hann hafa vitað af fíkniefnunum en neitaði því í gær.Móðir Angelo vitni í málinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum, Hollendingi og tveimur Íslendingum, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær og heldur áfram í dag og á morgun. Angelo var ekki viðstaddur lengi en fór og hitti móður sína, sem kom til landsins í gær. Hún er vitni í málinu og kemur fyrir dóm í dag.Með þroska á við 12 ára barn Málið hefur vakið athygli þar sem Angelo er greindarskertur. Hinn Hollendingurinn staðfesti fyrir dómi að hann hafi sagt við skýrslutöku hjá lögreglu á sínum tíma að Angelo væri ófær um að fara einn til Íslands vegna þroskaskerðingar en hann væri með þroska á við 12 ára barn. Þess vegna hafi hann verið beðin um að fara með Angelo til Íslands. Þá bar hann fyrir sig að hann hafi talið Angelo vera að flytja peninga til Íslands en ekki fíkniefni. Angelo sagði fyrir dómi í gær að hann hafi átt að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í „fallega ferð til Íslands“ með þrjá pakka sem hann hafi ekki vitað hvað væri í. Það hafi verið hollenskur maður sem bað hann að fara í ferðina en hann hafi ekki grunað að neitt væri í ólagi fyrr en hann var handtekinn.Var að deyja úr stressi Saksóknari spurði Angelo hvers vegna framburður hans fyrir dómi hefði breyst varðandi vitneskju um fíkniefnin. Hann sagði þá: „Ég hef sagt þetta vegna þess að ég var að deyja úr stressi og hausinn á mér var í rugli en núna er ég miklu rólegri og veit betur hvað var að gerast.“ Angelo kom fyrst til Íslands með Norrænu þann 22. september 2015 ásamt hollenskri konu. Tveimur dögum síðar skildi hann bílinn eftir og fór aftur til Hollands. Um viku síðar kom hann aftur ásamt hollenska manninum. Þeir voru handteknir í kjölfarið. Erfitt reyndist að hafa uppi á konunni og er hún því ekki sakborningur í málinu.Yfirgaf aldrei bílinn Í skýrslutöku af lögreglumanni, sem fylgdi bílnum sem Angelo keyrði við komu til landsins, kom fram að bílinn hefði verið stöðvaður í nokkur skipti á leiðinni frá Norrænu. Angelo hafi farið út úr bílnum í nokkur skipti til að taka myndir, þar á meðal af Skógarfossi, en konan hafi alltaf beðið í bílnum. Angelo sagði að hún hafi ekki viljað skoða neitt og að hún hafi viljað drífa sig. Hann hafi hins vegar viljað taka myndir.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja. Hann dvaldi á gistiheimili en var sendur burt. Honum hefur ekki verið útvegað nýtt húsnæði. Angelo er greindarskertur og er ákærður fyrir fíkniefnasmygl. 13. júlí 2016 06:00 Fundu sakborning í fíkniefnamáli Hollensk kona hefur fengið stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem er fyrir dómi hér á landi. 8. júní 2016 06:00 Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48 Sakhæfur þrátt fyrir mikla skerðingu Hollendingurinn Angelo Uyleman er sakhæfur þrátt fyrir verulega greindarskerðingu 7. júní 2016 06:00 Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Angelo Uijleman er í farbanni og fær fjórtán þúsund krónur í vasapening á viku. 9. júní 2016 08:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Angelo Uyleman, 29 ára gamall Hollendingur sem ákærður er fyrir að hafa flutt rúmlega 20 kíló af sterkum fíkniefnum til Íslands í bíl með Norrænu í september í fyrra, breytti framburði sínum fyrir dómi í gær frá því sem hann sagði hjá lögreglu. Þar kvaðst hann hafa vitað af fíkniefnunum en neitaði því í gær.Móðir Angelo vitni í málinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum, Hollendingi og tveimur Íslendingum, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær og heldur áfram í dag og á morgun. Angelo var ekki viðstaddur lengi en fór og hitti móður sína, sem kom til landsins í gær. Hún er vitni í málinu og kemur fyrir dóm í dag.Með þroska á við 12 ára barn Málið hefur vakið athygli þar sem Angelo er greindarskertur. Hinn Hollendingurinn staðfesti fyrir dómi að hann hafi sagt við skýrslutöku hjá lögreglu á sínum tíma að Angelo væri ófær um að fara einn til Íslands vegna þroskaskerðingar en hann væri með þroska á við 12 ára barn. Þess vegna hafi hann verið beðin um að fara með Angelo til Íslands. Þá bar hann fyrir sig að hann hafi talið Angelo vera að flytja peninga til Íslands en ekki fíkniefni. Angelo sagði fyrir dómi í gær að hann hafi átt að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í „fallega ferð til Íslands“ með þrjá pakka sem hann hafi ekki vitað hvað væri í. Það hafi verið hollenskur maður sem bað hann að fara í ferðina en hann hafi ekki grunað að neitt væri í ólagi fyrr en hann var handtekinn.Var að deyja úr stressi Saksóknari spurði Angelo hvers vegna framburður hans fyrir dómi hefði breyst varðandi vitneskju um fíkniefnin. Hann sagði þá: „Ég hef sagt þetta vegna þess að ég var að deyja úr stressi og hausinn á mér var í rugli en núna er ég miklu rólegri og veit betur hvað var að gerast.“ Angelo kom fyrst til Íslands með Norrænu þann 22. september 2015 ásamt hollenskri konu. Tveimur dögum síðar skildi hann bílinn eftir og fór aftur til Hollands. Um viku síðar kom hann aftur ásamt hollenska manninum. Þeir voru handteknir í kjölfarið. Erfitt reyndist að hafa uppi á konunni og er hún því ekki sakborningur í málinu.Yfirgaf aldrei bílinn Í skýrslutöku af lögreglumanni, sem fylgdi bílnum sem Angelo keyrði við komu til landsins, kom fram að bílinn hefði verið stöðvaður í nokkur skipti á leiðinni frá Norrænu. Angelo hafi farið út úr bílnum í nokkur skipti til að taka myndir, þar á meðal af Skógarfossi, en konan hafi alltaf beðið í bílnum. Angelo sagði að hún hafi ekki viljað skoða neitt og að hún hafi viljað drífa sig. Hann hafi hins vegar viljað taka myndir.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja. Hann dvaldi á gistiheimili en var sendur burt. Honum hefur ekki verið útvegað nýtt húsnæði. Angelo er greindarskertur og er ákærður fyrir fíkniefnasmygl. 13. júlí 2016 06:00 Fundu sakborning í fíkniefnamáli Hollensk kona hefur fengið stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem er fyrir dómi hér á landi. 8. júní 2016 06:00 Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48 Sakhæfur þrátt fyrir mikla skerðingu Hollendingurinn Angelo Uyleman er sakhæfur þrátt fyrir verulega greindarskerðingu 7. júní 2016 06:00 Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Angelo Uijleman er í farbanni og fær fjórtán þúsund krónur í vasapening á viku. 9. júní 2016 08:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja. Hann dvaldi á gistiheimili en var sendur burt. Honum hefur ekki verið útvegað nýtt húsnæði. Angelo er greindarskertur og er ákærður fyrir fíkniefnasmygl. 13. júlí 2016 06:00
Fundu sakborning í fíkniefnamáli Hollensk kona hefur fengið stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem er fyrir dómi hér á landi. 8. júní 2016 06:00
Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. 10. ágúst 2016 11:48
Sakhæfur þrátt fyrir mikla skerðingu Hollendingurinn Angelo Uyleman er sakhæfur þrátt fyrir verulega greindarskerðingu 7. júní 2016 06:00
Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Angelo Uijleman er í farbanni og fær fjórtán þúsund krónur í vasapening á viku. 9. júní 2016 08:00