Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. ágúst 2016 18:30 Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. Búvörsamningar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra gerðu við bændur eru háðir staðfestingu löggjafans. Þannig verður þingið að samþykkja samninga og þær lagabreytingar sem samningarnir byggjast á eigi þeir að öðlast gildi. Á síðasta kjörtímabili reyndi ríkið tvisvar að semja við bændur án árangurs. Árin 2009 og 2012. Niðurstaðan var framlenging eldri samninga. Atvinnuveganefnd Alþingis hittist á fundi nú síðdegis í dag til að ræða breytingar á forsendum nýrra búvörusamninga en forystumenn nefndarinnar hafa verið fara yfir breytingarnar í allt sumar með hagsmunaaðilum. Ef löggjafinn ræðst í meiriháttar breytingar á forsendum nýrra búvörusamninga þarf að leggja þá aftur fyrir bændur til undirritunar. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir að þær breytingar sem nefndin sé með á borðinu rúmist innan nýju samninganna og hann segist vonast til þess að hægt sé að ljúka málinu í sátt á Alþingi. Eitt af því sem hefur verið harðlega gagnrýnt í nýjum búvörusamningum er ákvæði í samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar sem kveður á um hækkun tolla á innfluttum ostum. Þetta mun skerða val neytenda, til dæmis draga úr framboði á geitaosti og festa í sessi einokun Mjólkursamsölunnar.Verður þetta fellt út? „Þetta er eitt af þeim atriðum sem eru til skoðunar ásamt fleiru. Það er ekki tímabært að segja hvernig við nálgumst lausnir á því en þetta er það sem nefndin mun fara vel yfir næstu daga. Og ég geri mér vonir um að við náum saman að einhverju leyti allavega. Í mínum huga er grundvallaratriði að um landbúnaðarframleiðsluna í landinu gildi víðtækari sátt en við sáum í umræðum um málið í vor,“ segir Jón Gunnarsson.La Cabrette frá Rians er franskur geitaostur sem hefur verið seldur í íslenskum matvöruverslunum. Verðið á honum mun hækka enn meira verði nýir búvörusamningar samþykktir í óbreyttri mynd. Þess skal getið að þegar tollar á geitaost eins og þennan eru annars vegar er verndarandlagið ekki til því það er ekkert framleitt af íslenskum geitasmurosti eins og þessum. Þessi ostur þykir góður ofan á baguette með hunangi og klettasalati, svo dæmi sé tekið.Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir löggjafann hafa rúmt svigrúm til að gera breytingar og hann segir sáttatón í bændum. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna. Sindri segir eðlilegt að það sé framboð á sérvöru eins og geitaosti en nýju búvörusamningarnir takmarka mjög framboð á honum með hærri tollum á allan innfluttan ost.365/ÞÞEn geta bændur hugsað sér að lækka eða afnema tolla á innfluttan ost í samningum um starfsskilyrði nautgriparæktar? „Við höfum talið mjög mikilvægt að það sé horft málið heildrænt. Við höfum gagnrýnt þá miklu opnun sem er á innflutningi osta í þessum tollasamningi Íslands og ESB þar sem ekki er tekið tillit til stærðar markaðanna. Við höfum hins vegar sagt varðandi sérosta, eins og upprunatengda osta og sérosta eins og geitaost að ef við getum ekki framleitt vöruna þá sé eðlilegt að það sé framboð á henni hér á landi. Jafnframt að skoðað verði hvernig hægt sé að flytja hana inn með sem auðveldustum hætti,“ segir Sindri. Þessi ummæli um geitaost eru athyglisverð því samningur um starfsskilyrði nautgriparæktar í nýjum búvörusamningum mun sannarlega hækka verðið á geitaostinum því hann gerir ráð fyrir hærri tollum á alla osta. Þess má geta af mjög lítið framboð er af afurðum úr íslenskri geitamjólk en íslenski geitastofninn er raunar í útrýmingarhættu. Reynt er að sporna gegn þessu í nýgerðum búvörusamningum með stuðningi við geitarækt. Geitur bárust hingað til lands með landnámsmönnum, eins og kýr, hestar, hænur, kindur og hundar og hefur stofninn ekki blandast örðum geitastofnum í rúm þúsund ár. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. Búvörsamningar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra gerðu við bændur eru háðir staðfestingu löggjafans. Þannig verður þingið að samþykkja samninga og þær lagabreytingar sem samningarnir byggjast á eigi þeir að öðlast gildi. Á síðasta kjörtímabili reyndi ríkið tvisvar að semja við bændur án árangurs. Árin 2009 og 2012. Niðurstaðan var framlenging eldri samninga. Atvinnuveganefnd Alþingis hittist á fundi nú síðdegis í dag til að ræða breytingar á forsendum nýrra búvörusamninga en forystumenn nefndarinnar hafa verið fara yfir breytingarnar í allt sumar með hagsmunaaðilum. Ef löggjafinn ræðst í meiriháttar breytingar á forsendum nýrra búvörusamninga þarf að leggja þá aftur fyrir bændur til undirritunar. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir að þær breytingar sem nefndin sé með á borðinu rúmist innan nýju samninganna og hann segist vonast til þess að hægt sé að ljúka málinu í sátt á Alþingi. Eitt af því sem hefur verið harðlega gagnrýnt í nýjum búvörusamningum er ákvæði í samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar sem kveður á um hækkun tolla á innfluttum ostum. Þetta mun skerða val neytenda, til dæmis draga úr framboði á geitaosti og festa í sessi einokun Mjólkursamsölunnar.Verður þetta fellt út? „Þetta er eitt af þeim atriðum sem eru til skoðunar ásamt fleiru. Það er ekki tímabært að segja hvernig við nálgumst lausnir á því en þetta er það sem nefndin mun fara vel yfir næstu daga. Og ég geri mér vonir um að við náum saman að einhverju leyti allavega. Í mínum huga er grundvallaratriði að um landbúnaðarframleiðsluna í landinu gildi víðtækari sátt en við sáum í umræðum um málið í vor,“ segir Jón Gunnarsson.La Cabrette frá Rians er franskur geitaostur sem hefur verið seldur í íslenskum matvöruverslunum. Verðið á honum mun hækka enn meira verði nýir búvörusamningar samþykktir í óbreyttri mynd. Þess skal getið að þegar tollar á geitaost eins og þennan eru annars vegar er verndarandlagið ekki til því það er ekkert framleitt af íslenskum geitasmurosti eins og þessum. Þessi ostur þykir góður ofan á baguette með hunangi og klettasalati, svo dæmi sé tekið.Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna segir löggjafann hafa rúmt svigrúm til að gera breytingar og hann segir sáttatón í bændum. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna. Sindri segir eðlilegt að það sé framboð á sérvöru eins og geitaosti en nýju búvörusamningarnir takmarka mjög framboð á honum með hærri tollum á allan innfluttan ost.365/ÞÞEn geta bændur hugsað sér að lækka eða afnema tolla á innfluttan ost í samningum um starfsskilyrði nautgriparæktar? „Við höfum talið mjög mikilvægt að það sé horft málið heildrænt. Við höfum gagnrýnt þá miklu opnun sem er á innflutningi osta í þessum tollasamningi Íslands og ESB þar sem ekki er tekið tillit til stærðar markaðanna. Við höfum hins vegar sagt varðandi sérosta, eins og upprunatengda osta og sérosta eins og geitaost að ef við getum ekki framleitt vöruna þá sé eðlilegt að það sé framboð á henni hér á landi. Jafnframt að skoðað verði hvernig hægt sé að flytja hana inn með sem auðveldustum hætti,“ segir Sindri. Þessi ummæli um geitaost eru athyglisverð því samningur um starfsskilyrði nautgriparæktar í nýjum búvörusamningum mun sannarlega hækka verðið á geitaostinum því hann gerir ráð fyrir hærri tollum á alla osta. Þess má geta af mjög lítið framboð er af afurðum úr íslenskri geitamjólk en íslenski geitastofninn er raunar í útrýmingarhættu. Reynt er að sporna gegn þessu í nýgerðum búvörusamningum með stuðningi við geitarækt. Geitur bárust hingað til lands með landnámsmönnum, eins og kýr, hestar, hænur, kindur og hundar og hefur stofninn ekki blandast örðum geitastofnum í rúm þúsund ár.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira