Viðskipti innlent

Önnur Búlla opnuð í Berlín

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tommi's Burger Joint opnaði fyrst í Berlín fyrir tveimur árum.
Tommi's Burger Joint opnaði fyrst í Berlín fyrir tveimur árum. Vísir/Baldur Kristjánsson
Stefnt er að opnun annarrar Hamborgarabúllu Tómasar, eða Tommi’s Burger Joint, í Berlín þann 1. október. Þetta staðfestir Tómas Andrés Tómasson, eigandi Hamborgarabúllu Tómasar. Um er að ræða níunda útibú Búllunnar erlendis.

„Það verður opnað í Róm núna 15. september, það er ein Búlla til að byrja með. Síðan verður opnuð önnur í Berlín þann 1. október,“ segir Tómas. Stefnt var að opnun staðarins í Róm í maí en þær áætlanir hafa eitthvað tafist.

Sjá einnig: Búllan opnar í Róm

Hamborgarabúllan opnaði fyrstu Búllu sína erlendis í London árið 2013 og fyrsti staðurinn var opnaður í Berlín fyrir tveimur árum. Nú eru einnig Búllur í Kaupmannahöfn, Ósló, Malmö og Árósum.


Tengdar fréttir

Hvar er besti borgarinn?

Þegar brestur á með helgi er klassískt og gott að tríta bæði munn og maga með góðum hamborgara. Fréttablaðið leitaði á náðir nokkurra álitsgjafa til þess að freista þess að varpa ljósi á hvar besta borgara landsins er að finna.

Búllan opnar í Róm

Stefnt er að því að opna nýtt útibú Hamborgarabúllu Tómasar í Róm í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×