

Framhjáhöld
Það er margt misjafnt sem gerist í lífi okkar og eftir á hefðum við viljað missa af því fæstu. Þó er sumt undanskilið. Til dæmis hef ég í mínu starfi kynnst mörgu góðu og skynsömu fólki sem hefur haldið framhjá maka sínum og er orðið ljóst að framhjáhöld eru ekki í þeim flokki aðstæðna sem fólk hefði nú þrátt fyrir allt ekki viljað fara á mis við: Ekki hefði ég viljað missa af framhjáhaldinu, er setning sem ég hef enn ekki heyrt af vörum nokkurrar persónu. Hvers vegna?
Líklega vegna þess að eftir á uppgötvum við, ef við höldum framhjá, að við höfum ýtt af stað atburðarás sem við getum ekki stjórnað og varðar m.a. heilsu maka okkar. Fólk heldur framhjá af ýmsum ástæðum en það gerir það ekki vegna þess að þau eru vondar manneskjur og vilji valda skaða.
Framhjáhöld gerast til dæmis vegna hégóma, forvitni, ástarkenndar, greddu, sjálflægni, ævintýra- eða hefndarþrár og stundum bara af ósvífni í bland við ölvímu. En enginn sem heldur framhjá ætlar sér að ögra heilsu maka síns og setja hana í áhættuflokk. Þó er það einmitt það sem gerist í flestum tilvikum og er kannski það erfiða í þessu öllu.
Við erum spendýr. Spendýr pissa í hornin og marka sér svæði og í eðli þeirra er ekkert rými fyrir tryggðarof. Spendýrið í okkur fyrirgefur ekki framhjáhald. Þess vegna er þetta svo flókið, tekur mikið á og kostar tíma sem allir aðilar máls hefðu viljað verja betur.
Skoðun

Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Forvarnir á ferð
Erlingur Sigvaldason skrifar

Vertu meðbyr mannúðar
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Fegurð sem breytir skólum
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation
Marianne Elisabeth Klinke skrifar

Verður Frelsið fullveldinu að bráð?
Anton Guðmundsson skrifar

Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun?
Ólafur Stephensen skrifar

Mataræði í stóra samhengi lífsins
Birna Þórisdóttir skrifar

Hvað varð um loftslagsmálin?
Kamma Thordarson skrifar

Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum
Inga Sæland skrifar

Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims
Snorri Másson skrifar

Ég kýs Magnús Karl sem rektor
Bylgja Hilmarsdóttir skrifar

Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni
Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda?
Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Lífið gefur engan afslátt
Davíð Bergmann skrifar

Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ
Árni Guðmundsson skrifar

Vitskert veröld
Einar Helgason skrifar

Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur
Arnar Sigurðsson skrifar

Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands
Eva Jörgensen skrifar

Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja
Friðrik Árnason skrifar

Nýjar ráðleggingar um mataræði
María Heimisdóttir skrifar

Börn með fjölþættan vanda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands
Clive Stacey skrifar

Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði?
Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar

Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti
Najlaa Attaallah skrifar

Heilinn okkar og klukka lífsins
Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar

Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum
Arna Magnea Danks skrifar

Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands
Herdís Sveinsdóttir skrifar