Erlent

Portúgali líklegasti arftaki Ban Ki-moon

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Antonio Gutierres
Antonio Gutierres Vísir/Getty
Fyrrum forsætisráðherra Portúgal, Antonio Gutierres, er talinn vera líklegasti arftaki Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir að niðurstöður leynilegrar atkvæðagreiðslu í Öryggisráðinu urðu ljósar.

Tíu frambjóðendur eru eftir og hafa hin fimmtán ríki Öryggisráðsins kosið um þá í þrjú skipti en kosið verður þangað til þau komast að sameiginlegri niðurstöðu.

Þurfa ríkin að greiða atkvæði um hvern og einn frambjóðenda með því að segja já, nei, eða hlutlaus.

Í síðustu atkvæðagreiðslu hlaut Gutieress ellefu jákvæð atkvæði, þrjú neikvæð og eitt hlutlaust en hann var einnig efstur eftir aðra atkvæðagreiðsluna sem fram fór fyrr í ágúst.

Ban Ki-moon mun láta af embætti í lok ársins og mun þá nýr framkvæmdastjóri taka við. Reiknað er með að Öryggisráðið muni klára atkvæðagreiðsluna í október. Þá mun Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna taka við áður en gengið verður frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×