Viðskipti innlent

Harma núll prósent kynja­fjöl­breyti­leika meðal for­stjóra kaup­hallar­fyrir­tækja

Atli Ísleifsson skrifar
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu harmar í yfirlýsingu að núll prósent kynjafjölbreytileiki sé nú meðal forstjóra kauphallarfyrirtækja.

Greint var frá því í morgun að stjórn VÍS og Sigrún Ragna Ólafsóttir, forstjóri félagsins, hafi í gær komist að samkomulagi um að hún léti af störfum hjá félaginu. Jakob Sigurðsson hefur verið ráðinn í stað Sigrúnar Rögnu.

Í tilkynningu frá FKA segir að þetta sé verulegt umhugsunarefni fyrir atvinnulífið að nú hafi eina konan sem stýrt hafi fyrirtæki innan Kauphallar látið af störfum. Vilji félagið beina þeim tilmælum til eigenda hlutabréfa á hlutabréfamarkaði, svo sem lífeyrissjóða og annarra á markaði, að varðveita markmið atvinnulífsins að byggja upp fjölbreytan stjórnendahóp.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður FKA, segir að um leið og hún óski Jakobi Sigurðssyni til hamingju með nýja starfið þá beini hún þeim tilmælum til hans og annarra forstjóra og stjórnenda að byggja upp fjölbreytan og öflugan stjórnendahóp. „Það er verulegt umhugsunarefni fyrir atvinnulífið hversu einsleitur forstjórahópur landsins er,“ segir Þórdís Lóa.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×