Kynlausir klefar í allar sundlaugar borgarinnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 12:37 Þegar eru svokallaðir kynlausir klefar í Árbæjarlaug, Grafarvogslaug og Laugardalslaug. Vísir/Reykjavíkurborg Til stendur að koma upp svokölluðum kynlausum klefum í öllum sundlaugum Reykjavíkurborgar, að sögn Þórgnýs Thorodssen, formanns íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir klefana hafa gefið góða raun. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar tók á síðasta fundi sínum bréf frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um kynlausa klefa og klósett. Þórgnýr segir að samstaða hafi náðst um að kynlausum klefum verði komið upp í öllum sundlaugum borgarinnar, en nú þegar eru slíkir klefar í Laugardalslaug, Árbæjarlaug og Grafarvogslaug. „Þar eru einstaklingsklefar í boði og hafa gefist mjög vel. Þannig að þeir sem þurfa á þeim að halda, af hverjum þeim sökum sem þar kunna að vera, geta þá fengið að nota þá klefa. Þessi tillaga í raun snýr að því að halda áfram á þessari braut; að þegar tækifæri gefast að koma þá upp einstaklingsklefum,” segir Þórgnýr og bætir við að nú sé verið að skoða að setja upp slíka klefa í Sundhöllinni. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar minni háttar. „Kostnaðurinn er óverulegur þegar þetta er gert með öðrum verkum. Þannig að tillagan lýtur í raun að því að taka mið af þessum þörfum í hönnun, þannig að þetta er gert í flúkti við önnur verkefni og þar af leiðandi er nokkuð auðvelt að bregðast við þessu” Kynlausir klefar eru líkt og Þórgnýr bendir á einstaklingsklefar, en aðspurður segir hann þá ekki einungis sérsniðna að transfólki. „Þeim var fyrst komið upp til að bregðast við þörfum þess sem er til dæmis í hjólastól en transfólk hefur eitthvað nýtt þessa klefa en minna en kannski við höfum vonað. Kannski vegna þess að það fólk hefur ekki verið nægilega meðvitað um tilvist þessara klefa í þeirra hópi. Við höfum komið þeim skilaboðum áleiðis hins vegar. Síðan eru þarna líka foreldrar með börn sem eru með einhvers konar sérþarfir, sem annars þyrftu að vera í sínum kynklefa. Þannig að það eru ýmsir hópar sem geta nýtt þessa klefa,” segir Þórgnýr. Sundlaugar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Til stendur að koma upp svokölluðum kynlausum klefum í öllum sundlaugum Reykjavíkurborgar, að sögn Þórgnýs Thorodssen, formanns íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir klefana hafa gefið góða raun. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar tók á síðasta fundi sínum bréf frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um kynlausa klefa og klósett. Þórgnýr segir að samstaða hafi náðst um að kynlausum klefum verði komið upp í öllum sundlaugum borgarinnar, en nú þegar eru slíkir klefar í Laugardalslaug, Árbæjarlaug og Grafarvogslaug. „Þar eru einstaklingsklefar í boði og hafa gefist mjög vel. Þannig að þeir sem þurfa á þeim að halda, af hverjum þeim sökum sem þar kunna að vera, geta þá fengið að nota þá klefa. Þessi tillaga í raun snýr að því að halda áfram á þessari braut; að þegar tækifæri gefast að koma þá upp einstaklingsklefum,” segir Þórgnýr og bætir við að nú sé verið að skoða að setja upp slíka klefa í Sundhöllinni. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar minni háttar. „Kostnaðurinn er óverulegur þegar þetta er gert með öðrum verkum. Þannig að tillagan lýtur í raun að því að taka mið af þessum þörfum í hönnun, þannig að þetta er gert í flúkti við önnur verkefni og þar af leiðandi er nokkuð auðvelt að bregðast við þessu” Kynlausir klefar eru líkt og Þórgnýr bendir á einstaklingsklefar, en aðspurður segir hann þá ekki einungis sérsniðna að transfólki. „Þeim var fyrst komið upp til að bregðast við þörfum þess sem er til dæmis í hjólastól en transfólk hefur eitthvað nýtt þessa klefa en minna en kannski við höfum vonað. Kannski vegna þess að það fólk hefur ekki verið nægilega meðvitað um tilvist þessara klefa í þeirra hópi. Við höfum komið þeim skilaboðum áleiðis hins vegar. Síðan eru þarna líka foreldrar með börn sem eru með einhvers konar sérþarfir, sem annars þyrftu að vera í sínum kynklefa. Þannig að það eru ýmsir hópar sem geta nýtt þessa klefa,” segir Þórgnýr.
Sundlaugar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira