Erlent

Sextíu féllu í sprengjuárás í Jemen

Atli Ísleifsson skrifar
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni.
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Vísir/AFP
Sextíu manns hið minnsta féllu í sjálfsvígssprengjuárás við herstöð í jemensku hafnarborginni Aden í morgun.

Árásin beindist að þjálfunarstöð hersveita sem berjast fyrir Abedrabbo Mansour Hadi, forseta landsins.

Í frétt BBC segir að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Ófriðurinn í Jemen hefur nú staðið í nærri hálft annað ár þar sem stjórnarher Hadi, sem nýður stuðnings Sáda, hefur barist við uppreisnarsveitir Húta sem ráða meðal annars yfir höfuðborginni Sanaa.

Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 6.600 manns hafi fallið í stríðinu og hafa 2,5 milljónir manna neyðst til að flýja heimili sín.

Stríðandi fylkingar verið jákvæð í garð nýrrar áætlunar Bandaríkjastjórnar sem er ætlað að binda enda á stríðið. Áætlunin felur meðal annars í sér að uppreisnarmenn Húta hörfi frá höfuðborginni Sana og myndun þjóðstjórnar.


Tengdar fréttir

Erfið byrjun friðarviðræðna

Ekkert samkomulag náðist um dagskrá friðarviðræðna stríðandi fylkinga í Jemen á fundi í gær. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa alls um 6.500 fallið í borgarastyrjöldinni í landinu, þar af um 3.000 óbreyttir borgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×