Skólastjórar funda vegna sundferða dæmds barnaníðings nadine guðrún yaghi skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Foreldrar barna í Kópavogi voru ósáttir við að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í sundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjórir skólastjórar í grunnskólum í Kópavogi hafa fundað með forstöðumanni Salalaugar vegna óánægju foreldra með að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í skólasundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur. Sigurður Ingi Þórðarson, sem stundum hefur verið kallaður Siggi hakkari, var í fyrra dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Hann hefur undanfarið sést í Salalauginni en hann gengur nú laus með ökklaband. Hann hefur aðeins afplánað um þriðjung af dómi sínum. „Um leið og ég vissi af þessu fór ég strax að kanna málið og óskaði þá eftir fundi. Við urðum strax öll sammála um að hittast og fara yfir það hvað við getum gert til að tryggja öryggi barnanna,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, en hann átti fyrst fund með bæjaryfirvöldum og forstöðumanni laugarinnar á miðvikudaginn. Degi síðar funduðu skólastjórar hinna þriggja skólanna með Hafsteini. Á fundunum var ákveðið að fylgst yrði með öllum hópum í skólasundi en ekki aðeins þeim yngstu eins og verið hefur. Þá mun fylgdarmaður fara út með börnunum í baðklefa. Auk þess var ákveðið að herða gæslu í sundlauginni. „Við erum að bæta við starfsmönnum og þannig verða fleiri að fylgjast með. Það verða fleiri starfsmenn á okkar vegum og þá er sundlaugin líka að herða gæsluna hjá sér,“ segir Hafsteinn og bætir við að það sama muni gilda um hina skólana. Mál Sigga hakkara Kópavogur Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Sigurður Ingi Þórðarson hefur sést í Versalalaug þar sem börn í Salaskóla sækja skólasund. 24. ágúst 2016 14:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Fjórir skólastjórar í grunnskólum í Kópavogi hafa fundað með forstöðumanni Salalaugar vegna óánægju foreldra með að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í skólasundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur. Sigurður Ingi Þórðarson, sem stundum hefur verið kallaður Siggi hakkari, var í fyrra dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Hann hefur undanfarið sést í Salalauginni en hann gengur nú laus með ökklaband. Hann hefur aðeins afplánað um þriðjung af dómi sínum. „Um leið og ég vissi af þessu fór ég strax að kanna málið og óskaði þá eftir fundi. Við urðum strax öll sammála um að hittast og fara yfir það hvað við getum gert til að tryggja öryggi barnanna,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, en hann átti fyrst fund með bæjaryfirvöldum og forstöðumanni laugarinnar á miðvikudaginn. Degi síðar funduðu skólastjórar hinna þriggja skólanna með Hafsteini. Á fundunum var ákveðið að fylgst yrði með öllum hópum í skólasundi en ekki aðeins þeim yngstu eins og verið hefur. Þá mun fylgdarmaður fara út með börnunum í baðklefa. Auk þess var ákveðið að herða gæslu í sundlauginni. „Við erum að bæta við starfsmönnum og þannig verða fleiri að fylgjast með. Það verða fleiri starfsmenn á okkar vegum og þá er sundlaugin líka að herða gæsluna hjá sér,“ segir Hafsteinn og bætir við að það sama muni gilda um hina skólana.
Mál Sigga hakkara Kópavogur Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Sigurður Ingi Þórðarson hefur sést í Versalalaug þar sem börn í Salaskóla sækja skólasund. 24. ágúst 2016 14:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Sigurður Ingi Þórðarson hefur sést í Versalalaug þar sem börn í Salaskóla sækja skólasund. 24. ágúst 2016 14:04