Enginn frekari niðurskurður hjá leikskólunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2016 18:45 Borgarstjóri segir að enginn frekari niðurskurður sé framundan hjá leikskólum í Reykjavík. Hann segist skilja langvarandi þreyttu leikskólastjórnenda vegna niðurskurðar undanfarinna ára en með viðsnúningi sem hefur orðið í rekstri borgarinnar sé nú hægt að fara í sókn. Undanfarið hefur verið greint frá því hversu alvarleg staða er komin upp í rekstri leikskóla í Reykjavíkurborgar með síendurteknum niðurskurði undanfarin ár og er svo komið að leikskólastjórar hafa nóg og íhugi margir þeirra uppsagnir vegna stöðunnar. Meirihlutinn gerðir breytingar á rekstri leik og grunnskóla árið 2011 með stofnun skóla- og frístundasviðs og sameiningu leik- og grunnskóla og frístundaheimila víða um borg. Verkefnið var mjög viðamikið. Þessi breyting fól í sér þó nokkra áhættu og á endanum fékk innriendurskoðun Reykjavíkurborgar ráðgjafafyrirtæki til þess að gera óháða úttekt á stofnun skóla- og frístundasviðs og sameiningu grunnskólanna. Í skýrslu sem fyrirtækið skilaði af sér árið 2014, fengu breytingarnar algjöra falleinkun. Í skýrslunni segir meðal annars að fagleg markmið voru allan tímann óskýr. „Við höfum einfaldlega dregið lærdóm af þeirri skýrslu og nýtum það núna þegar við erum að taka ákvarðanir. Ég mundi nú fullyrða það að það er að þær breytingar og þær ákvarðanir sem hafa verið teknar síðar um sameiningar að það hafi gengið betur,” segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Hefur verið skoðað að vinda ofan af af þeim sameiningum sem voru gerðar á sínum tíma? „Nei það hefur ekki verið mikið í umræðunni og útaf fyrir sig enginn sem hefur lagt það til,“ segir Dagur. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þá forgangsröðun verkefna sem meirihlutinn hefur sett sér og í stað þess að byggja frekar upp innviði innan stofnanna Reykjavíkuborgar sé frekar hugað að eigin gæluverkefnum. „Ég get nefnt þrenginu Grensásvegar, ég get nefnt viðbyggingu við borgarbókasafnið niður í bæ sem er ekki þörf fyrir, skáli út í Nauthólsvík,“ sagði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Dagur segir að forgangsröðunin sé rétt. „Sparnaðurinn er minnstur á grunnþjónustunni og síðan þetta stóra hagræðingarverkefni sem er að skila árangri núna að það er ekki síst til þess að geta bætt síðar í þegar við höfum náð utan um reksturinn í þeim þáttum sem skipta mestu máli,” segir Dagur Varðandi boðaðan niðurskurð hjá leikskólum í borginni segir Dagur að launhækkanir hafi tekið í og því þurfi að skera niður í öðrum kostnaði. „Ég skil að það sé langvarandi þreyta eftir niðurskurðarárin. það kom kannski á óvart að það þyrfti áfram að vera með hagræðingur og ég skil vel að það sé óþreyja eftir skilaboðum frá okkur um nákvæmlega hvernig við munum standa að nýrri sókn í leikskólamálum en það fer að koma að því,“ segir Dagur.Mun boðaður niðurskurður koma til framkvæmda? „það er enginn frekari niðurskurður á leikskólunum fyrirhugaður það er frekar það að við stefnum í sókn,“ segir Dagur. Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Staðan á leikskólum aldrei verið jafn slæm Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu 26. ágúst 2016 18:30 Gæluverkefni koma niður á grunnþjónustu við borgarbúa Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn verði að hætta að sinna gæluverkefnum 27. ágúst 2016 19:00 Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: Allar svona ábendingar teknar mjög alvarlega Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segist skilja að fólk sé orðið langeygt eftir auknum fjármunum. 26. ágúst 2016 19:15 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Sjá meira
Borgarstjóri segir að enginn frekari niðurskurður sé framundan hjá leikskólum í Reykjavík. Hann segist skilja langvarandi þreyttu leikskólastjórnenda vegna niðurskurðar undanfarinna ára en með viðsnúningi sem hefur orðið í rekstri borgarinnar sé nú hægt að fara í sókn. Undanfarið hefur verið greint frá því hversu alvarleg staða er komin upp í rekstri leikskóla í Reykjavíkurborgar með síendurteknum niðurskurði undanfarin ár og er svo komið að leikskólastjórar hafa nóg og íhugi margir þeirra uppsagnir vegna stöðunnar. Meirihlutinn gerðir breytingar á rekstri leik og grunnskóla árið 2011 með stofnun skóla- og frístundasviðs og sameiningu leik- og grunnskóla og frístundaheimila víða um borg. Verkefnið var mjög viðamikið. Þessi breyting fól í sér þó nokkra áhættu og á endanum fékk innriendurskoðun Reykjavíkurborgar ráðgjafafyrirtæki til þess að gera óháða úttekt á stofnun skóla- og frístundasviðs og sameiningu grunnskólanna. Í skýrslu sem fyrirtækið skilaði af sér árið 2014, fengu breytingarnar algjöra falleinkun. Í skýrslunni segir meðal annars að fagleg markmið voru allan tímann óskýr. „Við höfum einfaldlega dregið lærdóm af þeirri skýrslu og nýtum það núna þegar við erum að taka ákvarðanir. Ég mundi nú fullyrða það að það er að þær breytingar og þær ákvarðanir sem hafa verið teknar síðar um sameiningar að það hafi gengið betur,” segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Hefur verið skoðað að vinda ofan af af þeim sameiningum sem voru gerðar á sínum tíma? „Nei það hefur ekki verið mikið í umræðunni og útaf fyrir sig enginn sem hefur lagt það til,“ segir Dagur. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þá forgangsröðun verkefna sem meirihlutinn hefur sett sér og í stað þess að byggja frekar upp innviði innan stofnanna Reykjavíkuborgar sé frekar hugað að eigin gæluverkefnum. „Ég get nefnt þrenginu Grensásvegar, ég get nefnt viðbyggingu við borgarbókasafnið niður í bæ sem er ekki þörf fyrir, skáli út í Nauthólsvík,“ sagði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Dagur segir að forgangsröðunin sé rétt. „Sparnaðurinn er minnstur á grunnþjónustunni og síðan þetta stóra hagræðingarverkefni sem er að skila árangri núna að það er ekki síst til þess að geta bætt síðar í þegar við höfum náð utan um reksturinn í þeim þáttum sem skipta mestu máli,” segir Dagur Varðandi boðaðan niðurskurð hjá leikskólum í borginni segir Dagur að launhækkanir hafi tekið í og því þurfi að skera niður í öðrum kostnaði. „Ég skil að það sé langvarandi þreyta eftir niðurskurðarárin. það kom kannski á óvart að það þyrfti áfram að vera með hagræðingur og ég skil vel að það sé óþreyja eftir skilaboðum frá okkur um nákvæmlega hvernig við munum standa að nýrri sókn í leikskólamálum en það fer að koma að því,“ segir Dagur.Mun boðaður niðurskurður koma til framkvæmda? „það er enginn frekari niðurskurður á leikskólunum fyrirhugaður það er frekar það að við stefnum í sókn,“ segir Dagur.
Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Staðan á leikskólum aldrei verið jafn slæm Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu 26. ágúst 2016 18:30 Gæluverkefni koma niður á grunnþjónustu við borgarbúa Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn verði að hætta að sinna gæluverkefnum 27. ágúst 2016 19:00 Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: Allar svona ábendingar teknar mjög alvarlega Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segist skilja að fólk sé orðið langeygt eftir auknum fjármunum. 26. ágúst 2016 19:15 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Sjá meira
Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45
Staðan á leikskólum aldrei verið jafn slæm Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu 26. ágúst 2016 18:30
Gæluverkefni koma niður á grunnþjónustu við borgarbúa Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn verði að hætta að sinna gæluverkefnum 27. ágúst 2016 19:00
Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: Allar svona ábendingar teknar mjög alvarlega Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segist skilja að fólk sé orðið langeygt eftir auknum fjármunum. 26. ágúst 2016 19:15