Gæluverkefni koma niður á grunnþjónustu við borgarbúa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. ágúst 2016 19:00 Borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Reykjavík gagnrýnir harðlega boðaðan niðurskurð í rekstri leikskóla Reykjavíkurborgar. Hann segir að meirihlutinn verði að hætta að sinna gæluverkefnum og einbeita sér að því að styrkja innviði og grunnþjónustu við borgarbúa. Núverandi meiri hluti Reykjavíkurborgar réðst í metnaðarfullar breytingar á skóla- og frístundastarfi í Reykjavík árið 2011 og í markmiðum breytinganna segir meðal annars; „Markmið með sameiningu sviða sem þjóna börnum og ungmennum í námi og frístundum er:Að tryggja heildstæða þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.Að stuðla að sameiginlegri stefnumótun leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva í hverfum borgarinnar og auka þverfaglegt samstarf.Að efla yfirsýn yfir málaflokkinn og auka hagkvæmni í rekstri starfseininga.“ Sem sagt hagræðing til að ná fram sparnaði. En annað virðist hafa komið á daginn. Undanfarin ár hafa einkenns af niðurskurði og aftur niðurskurði. Botninum virðist svo hafa verið náð fyrir helgi þegar leikskólastjórnendum á höfuðborgarsvæðinu var boðaður en meiri niðurskurður. „Þá eru það 7 milljónir sem ég þarf að taka með mér,“ segir Guðrún Sólveig Vignisdóttir, leikskólastjóri á Leikskólanum Rauðhól. Sjö milljónir sem þú þarf að skera niður þá?„Já,“ segir Guðrún. Og hvernig ætlaru að gera það?„Ég bara veit það ekki,“ sagði Guðrún Sólveig í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson, fréttamann, í Kvöldfréttum Svöðvar 2 í gær. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að þessar breytingar meirihlutans á skóla- og frístundasviði hafi ekki skilað neinum árangri frá því að þær voru gerðar árið 2011. „Mér hefur aldrei verið sýnt fram á það að þessar breytingar hafi skilað því sem að var stefnt. Þær ollu hinsvegar miklu uppnámi í kerfinu. Við misstum hæft starfsfólk og annað sem okkur hefur verið bætt ennþá. Við erum hrædd um að þær skili ekki alveg þeim árangri sem að er stefnt.“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kjartan gangrýnir harðlega þær hagræðingaraðgerðir sem boðaðar hafa verið og segir meira verið að hugsa um eigin gæluverkefni. „Áherlsan er að fá peninga í gæluverkefni meirihlutans og þá líður grunnþjónustan fyrir eins og við sjáum í tilviki skólarekstursins í borginni,“ segir Kjartan. Og gæluverkefnin sem Kjartan nefnir eru af ýmsum toga. „Ég get nefnt þrengingu Grensásvegar, ég get nefnt viðbyggingu við Borgarbókasafn Reykjavíkur niður í bæ sem er ekki brýn þörf fyrir og skáli út í Nauthólsvík. En þá er eitthvað sem víkur í staðinn og þá er það grunnþjónustan eins og leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili,“ segir Kjartan. Í síðustu viku var tilkynnt um jákvæðar tölur í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar og skýtur það svolítið skökku við miðað við þá aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru hjá leikskólum borgarinnar. „Hvernig sem maður lítur á uppgjörið eða síðasta ársreikning þá sjáum við bara að rekstur borgarinnar er í vanda, og við sjáum það líka að það er mikil vandi í grunnþjónustunni sem við viljum reka sómasamlega. það þýðir einfaldlega að menn þurfa að taka þennan rekstur í gegn og byrja síðan á því að borga niður skuldir borgarinnar sem eru miklar en líka að styrkja grunnþjónstuna þar sem þess þarf og það þarf ér í skólarekstrinum,“ segir Kjartan. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Reykjavík gagnrýnir harðlega boðaðan niðurskurð í rekstri leikskóla Reykjavíkurborgar. Hann segir að meirihlutinn verði að hætta að sinna gæluverkefnum og einbeita sér að því að styrkja innviði og grunnþjónustu við borgarbúa. Núverandi meiri hluti Reykjavíkurborgar réðst í metnaðarfullar breytingar á skóla- og frístundastarfi í Reykjavík árið 2011 og í markmiðum breytinganna segir meðal annars; „Markmið með sameiningu sviða sem þjóna börnum og ungmennum í námi og frístundum er:Að tryggja heildstæða þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.Að stuðla að sameiginlegri stefnumótun leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva í hverfum borgarinnar og auka þverfaglegt samstarf.Að efla yfirsýn yfir málaflokkinn og auka hagkvæmni í rekstri starfseininga.“ Sem sagt hagræðing til að ná fram sparnaði. En annað virðist hafa komið á daginn. Undanfarin ár hafa einkenns af niðurskurði og aftur niðurskurði. Botninum virðist svo hafa verið náð fyrir helgi þegar leikskólastjórnendum á höfuðborgarsvæðinu var boðaður en meiri niðurskurður. „Þá eru það 7 milljónir sem ég þarf að taka með mér,“ segir Guðrún Sólveig Vignisdóttir, leikskólastjóri á Leikskólanum Rauðhól. Sjö milljónir sem þú þarf að skera niður þá?„Já,“ segir Guðrún. Og hvernig ætlaru að gera það?„Ég bara veit það ekki,“ sagði Guðrún Sólveig í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson, fréttamann, í Kvöldfréttum Svöðvar 2 í gær. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að þessar breytingar meirihlutans á skóla- og frístundasviði hafi ekki skilað neinum árangri frá því að þær voru gerðar árið 2011. „Mér hefur aldrei verið sýnt fram á það að þessar breytingar hafi skilað því sem að var stefnt. Þær ollu hinsvegar miklu uppnámi í kerfinu. Við misstum hæft starfsfólk og annað sem okkur hefur verið bætt ennþá. Við erum hrædd um að þær skili ekki alveg þeim árangri sem að er stefnt.“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kjartan gangrýnir harðlega þær hagræðingaraðgerðir sem boðaðar hafa verið og segir meira verið að hugsa um eigin gæluverkefni. „Áherlsan er að fá peninga í gæluverkefni meirihlutans og þá líður grunnþjónustan fyrir eins og við sjáum í tilviki skólarekstursins í borginni,“ segir Kjartan. Og gæluverkefnin sem Kjartan nefnir eru af ýmsum toga. „Ég get nefnt þrengingu Grensásvegar, ég get nefnt viðbyggingu við Borgarbókasafn Reykjavíkur niður í bæ sem er ekki brýn þörf fyrir og skáli út í Nauthólsvík. En þá er eitthvað sem víkur í staðinn og þá er það grunnþjónustan eins og leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili,“ segir Kjartan. Í síðustu viku var tilkynnt um jákvæðar tölur í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar og skýtur það svolítið skökku við miðað við þá aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru hjá leikskólum borgarinnar. „Hvernig sem maður lítur á uppgjörið eða síðasta ársreikning þá sjáum við bara að rekstur borgarinnar er í vanda, og við sjáum það líka að það er mikil vandi í grunnþjónustunni sem við viljum reka sómasamlega. það þýðir einfaldlega að menn þurfa að taka þennan rekstur í gegn og byrja síðan á því að borga niður skuldir borgarinnar sem eru miklar en líka að styrkja grunnþjónstuna þar sem þess þarf og það þarf ér í skólarekstrinum,“ segir Kjartan.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira