Segja fullyrðingar Önnu Sigurlaugar um ítarupplýsingar ósannar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 14:57 Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja, aftur, það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. Ritstjóri Reykjavík Media, fyrrverandi fréttamaður Reykjavík Media, ritstjórar Kastljóss og fréttamaður og framleiðandi sænska þáttarins Uppdrag Granskning neita því að hafa fengið í hendurnar ítarupplýsingar um eignarhaldsfélagið Wintris í aðdraganda umfjöllunar um félagið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hlutaðeigandi aðilum. Í viðtali við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist í Morgunblaðinu í dag sagði hún að eftir viðtal við eiginmann hennar, þar sem Wintris bar á góma, hafi þau sent upplýsingar til umræddra aðila. Þar hefði verið um að ræða ítarleg gögn sem útskýrðu hvernig í pottinn væri búið.Sjá einnig:Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ „Sigmundur vildi vaða strax í sjónvarpsmennina og óheiðarlega framgöngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirðingar sjónvarpsmannanna hefðu verið rangar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þátturinn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okkur,“ segir Anna Sigurlaug í viðtalinu. Í svari fréttafólksins, sem birt var á Facebook, kemur fram að rétt sé að þeim hjónum hafi verið sendur ítarlegur spurningalisti. Fréttafólkinu hafi borist svör sem öll áttu það sameiginlegt að svara ekki þeim hlutum sem spurt var um.Þetta er í annað sinn sem umræddir fréttamenn svara slíkum ásökunum forsætisráðherrahjónanna fyrrverandi. Sigmundur Davíð bar slíkar ásakanir á torg á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í upphafi júnímánaðar. „Við fórum í það næstu tvær vikurnar að afla gagnanna fyrir þess menn. Alltaf var reynt að svara þeim spurningum sem þeir vildu fá. Svo kom á daginn að þetta snerist aldrei um að afla upplýsinga. Þetta snerist um að halda mér uppteknum í tvær til þrjár vikur. Það var búið að skrifa handritið fyrir framan og búið að æfa það hvernig mætti láta viðtalið líta sem verst út,“ sagði Sigmundur Davíð við það tilefni. Þá svöruðu þeir sem komu að gerð þáttarins ásökunum einnig. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk því margítrekuð tækifæri til að útskýra aðkomu sína og eiginkonu sinnar að aflandsfélaginu Wintris Inc, sem hann kaus að gera ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig birtu aðilarnir tölvupóstssamskipi sem þeir áttu í við aðstoðarmann Sigmundar Davíðs. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Ritstjóri Reykjavík Media, fyrrverandi fréttamaður Reykjavík Media, ritstjórar Kastljóss og fréttamaður og framleiðandi sænska þáttarins Uppdrag Granskning neita því að hafa fengið í hendurnar ítarupplýsingar um eignarhaldsfélagið Wintris í aðdraganda umfjöllunar um félagið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hlutaðeigandi aðilum. Í viðtali við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist í Morgunblaðinu í dag sagði hún að eftir viðtal við eiginmann hennar, þar sem Wintris bar á góma, hafi þau sent upplýsingar til umræddra aðila. Þar hefði verið um að ræða ítarleg gögn sem útskýrðu hvernig í pottinn væri búið.Sjá einnig:Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ „Sigmundur vildi vaða strax í sjónvarpsmennina og óheiðarlega framgöngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirðingar sjónvarpsmannanna hefðu verið rangar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þátturinn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okkur,“ segir Anna Sigurlaug í viðtalinu. Í svari fréttafólksins, sem birt var á Facebook, kemur fram að rétt sé að þeim hjónum hafi verið sendur ítarlegur spurningalisti. Fréttafólkinu hafi borist svör sem öll áttu það sameiginlegt að svara ekki þeim hlutum sem spurt var um.Þetta er í annað sinn sem umræddir fréttamenn svara slíkum ásökunum forsætisráðherrahjónanna fyrrverandi. Sigmundur Davíð bar slíkar ásakanir á torg á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í upphafi júnímánaðar. „Við fórum í það næstu tvær vikurnar að afla gagnanna fyrir þess menn. Alltaf var reynt að svara þeim spurningum sem þeir vildu fá. Svo kom á daginn að þetta snerist aldrei um að afla upplýsinga. Þetta snerist um að halda mér uppteknum í tvær til þrjár vikur. Það var búið að skrifa handritið fyrir framan og búið að æfa það hvernig mætti láta viðtalið líta sem verst út,“ sagði Sigmundur Davíð við það tilefni. Þá svöruðu þeir sem komu að gerð þáttarins ásökunum einnig. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk því margítrekuð tækifæri til að útskýra aðkomu sína og eiginkonu sinnar að aflandsfélaginu Wintris Inc, sem hann kaus að gera ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig birtu aðilarnir tölvupóstssamskipi sem þeir áttu í við aðstoðarmann Sigmundar Davíðs.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50