Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Ástæðan fyrir því að einungis fastráðnir fá síurnar er mikill kostnaður. Vinnumarkaður Fastráðnir flugliðar hjá Icelandair eru einu flugliðar félagsins sem fá sérútbúnar heyrnasíur til að deyfa hávaða um borð í vélunum. Þetta staðfestir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Nýliðar fá ekki heyrnarsíur. Í vikunni var greint frá auknum veikindum starfsmanna Icelandair og að gripið hafi verið til umfangsmikilla aðgerða vegnn málsins. Og Axel F. Sigurðsson, trúnaðarlæknir Icelandair, hefur sagt að verið væri að skoða hvers vegna veikindi hefðu aukist undanfarna mánuði.Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair.Flugliðar hafa greint frá því að mikill munur væri á því að fljúga með nýjustu vél félagsins og eldri vélum flotans. Hávaði um borð í nýjustu vél Icelandair er sagður minni og loftið betra. Sigríður Ása útskýrir að töluvert ferli fylgi því að fá síurnar, þar sem hver sía er smíðuð sérstaklega í Svíþjóð. Eftir ferlið þarf hver starfsmaður að mæta í mælingu svo hægt sé að mæla hvort vinnuumhverfið skaði í raun heyrn starfsmanna. „Ástæðan fyrir því að einungis fastráðnir fái síurnar er mikill kostnaður á bak við þetta verkefni, en á meðan unnið er að rannsóknum í tengslum við síurnar er nærtækast að taka þá flugliða sem hafa verið að fljúga til lengri tíma,“ segir hún og bætir við að ástæðan sé sú að heyrnarskemmdir mælist ekki á þeim örfáu mánuðum sem hlutastarfsmaður er við störf.“ Sigríður Ása viðurkennir að best væri að nýir starfsmenn sem prófi sig áfram í þessum bransa fengju einnig heyrnasíur. „En þar sem þetta verkefni er stórt og kostnaðarsamt var ákveðið að fara hægt og rólega í það.“ Sigríður Ása segir einnig að ekki megi gleyma því að allir þeir sem byrja að fljúga finni fyrir því að vinnuumhverfið er allt öðruvísi en á jörðinni. Flugliðar vinni í minna súrefni en hreyfi sig töluvert mikið. Algengt sé að nýir flugliðar geti fundið fyrir vægri flugveiki og vanlíðan. Kvartanir yfir hávaða um borð í flugvélum flota Icelandair hafa borist flugfélaginu sjálfu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir þó engar formlegar kvartanir hafa borist stofuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira
Vinnumarkaður Fastráðnir flugliðar hjá Icelandair eru einu flugliðar félagsins sem fá sérútbúnar heyrnasíur til að deyfa hávaða um borð í vélunum. Þetta staðfestir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Nýliðar fá ekki heyrnarsíur. Í vikunni var greint frá auknum veikindum starfsmanna Icelandair og að gripið hafi verið til umfangsmikilla aðgerða vegnn málsins. Og Axel F. Sigurðsson, trúnaðarlæknir Icelandair, hefur sagt að verið væri að skoða hvers vegna veikindi hefðu aukist undanfarna mánuði.Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair.Flugliðar hafa greint frá því að mikill munur væri á því að fljúga með nýjustu vél félagsins og eldri vélum flotans. Hávaði um borð í nýjustu vél Icelandair er sagður minni og loftið betra. Sigríður Ása útskýrir að töluvert ferli fylgi því að fá síurnar, þar sem hver sía er smíðuð sérstaklega í Svíþjóð. Eftir ferlið þarf hver starfsmaður að mæta í mælingu svo hægt sé að mæla hvort vinnuumhverfið skaði í raun heyrn starfsmanna. „Ástæðan fyrir því að einungis fastráðnir fái síurnar er mikill kostnaður á bak við þetta verkefni, en á meðan unnið er að rannsóknum í tengslum við síurnar er nærtækast að taka þá flugliða sem hafa verið að fljúga til lengri tíma,“ segir hún og bætir við að ástæðan sé sú að heyrnarskemmdir mælist ekki á þeim örfáu mánuðum sem hlutastarfsmaður er við störf.“ Sigríður Ása viðurkennir að best væri að nýir starfsmenn sem prófi sig áfram í þessum bransa fengju einnig heyrnasíur. „En þar sem þetta verkefni er stórt og kostnaðarsamt var ákveðið að fara hægt og rólega í það.“ Sigríður Ása segir einnig að ekki megi gleyma því að allir þeir sem byrja að fljúga finni fyrir því að vinnuumhverfið er allt öðruvísi en á jörðinni. Flugliðar vinni í minna súrefni en hreyfi sig töluvert mikið. Algengt sé að nýir flugliðar geti fundið fyrir vægri flugveiki og vanlíðan. Kvartanir yfir hávaða um borð í flugvélum flota Icelandair hafa borist flugfélaginu sjálfu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir þó engar formlegar kvartanir hafa borist stofuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira