Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: Allar svona ábendingar teknar mjög alvarlega Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 19:15 Leikskólastjóri Nóaborgar, lýsti yfir áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar á Facebook síðu sinni í gær. Grafík/Garðar Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segist vona að ekki komi til frekari hagræðinga í skólamálum á næsta ári. Hann segist skilja þá stöðu sem leikskólastjórar eru í og segir borgaryfirvöld meðvituð um að bæta þurfi hag leikskóla. Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar, lýsti yfir áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Stóra málið er auðvitað þetta að borgin er í fyrsta lagi búin að vera að setja mikinn pening í að hækka launin inni á skólunum, leikskólum og frístundinni. Það liggja nokkrir milljarðar í því í kjarasamningum og síðan höfum við þá af þeim sökum haft minna fjármagn til að setja í annan rekstrarkostnað. Til að mæta því var auðvitað farið í þessar hagræðingaraðgerðir,“ segir Skúli í samtali við Vísi.Sársaukafullar ákvarðanir verið nauðsynlegar Skúli segir að nauðsynlegt hafi verið að taka ýmsar sársaukafullar ákvarðanir um sparnað. „Við höfum samt reynt, og ég tel að okkur hafi tekist það, að láta það koma mest niður á stjórnendahliðinni, miðlægu starfseminni. Sparað í húsnæðiskostnaði, tekið til í innkaupunum og svo framvegis. Þannig að það sé minnst tekið af starfseminni sjálfri. En auðvitað hef ég skilning á því að núna erum við nýlega komin út úr hruni þar sem var mikill niðurskurður og fólk er eðlilega orðið langeygt eftir því að það sé gefið í. Að það séu settir inn auknir peningar í hluti sem voru skornir niður á sínum tíma.“ Skúli segir jafnframt að fréttir gærdagsins. um að almennur rekstur borgarinnar skili 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins, sýni að borgin sé á réttri leið. „En við tökum mjög alvarlega allar svona ábendingar og Anna Margrét er auðvitað mikill reynslubolti, mikill fagmaður, og ég hef fullan skilning á því að staða hennar og annara í hennar stöðu er auðvitað mjög vandasöm, við þessar aðstæður. Og við erum mjög meðvituð um það að við þurfum að bæta í þarna um leið og hagur vænkast,“ segir Skúli. Skúli segist vona að ekki komi til frekari, eða sambærilegri hagræðingar á næsta ári. „Það kemur í ljós þegar við vinnum fjárhagsáætlun fyrir 2017. Hún er í vinnslu núna og verður þá birt í október. Þannig að það styttist í það að menn sjái til lands í því.“ Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Borgarstjóri segir áfram halla á fjárhagslegum samskiptum borgarinnar við ríkið og mikilvægt sé að fá bætt þar úr. 25. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Fleiri fréttir Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Sjá meira
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segist vona að ekki komi til frekari hagræðinga í skólamálum á næsta ári. Hann segist skilja þá stöðu sem leikskólastjórar eru í og segir borgaryfirvöld meðvituð um að bæta þurfi hag leikskóla. Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar, lýsti yfir áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Stóra málið er auðvitað þetta að borgin er í fyrsta lagi búin að vera að setja mikinn pening í að hækka launin inni á skólunum, leikskólum og frístundinni. Það liggja nokkrir milljarðar í því í kjarasamningum og síðan höfum við þá af þeim sökum haft minna fjármagn til að setja í annan rekstrarkostnað. Til að mæta því var auðvitað farið í þessar hagræðingaraðgerðir,“ segir Skúli í samtali við Vísi.Sársaukafullar ákvarðanir verið nauðsynlegar Skúli segir að nauðsynlegt hafi verið að taka ýmsar sársaukafullar ákvarðanir um sparnað. „Við höfum samt reynt, og ég tel að okkur hafi tekist það, að láta það koma mest niður á stjórnendahliðinni, miðlægu starfseminni. Sparað í húsnæðiskostnaði, tekið til í innkaupunum og svo framvegis. Þannig að það sé minnst tekið af starfseminni sjálfri. En auðvitað hef ég skilning á því að núna erum við nýlega komin út úr hruni þar sem var mikill niðurskurður og fólk er eðlilega orðið langeygt eftir því að það sé gefið í. Að það séu settir inn auknir peningar í hluti sem voru skornir niður á sínum tíma.“ Skúli segir jafnframt að fréttir gærdagsins. um að almennur rekstur borgarinnar skili 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins, sýni að borgin sé á réttri leið. „En við tökum mjög alvarlega allar svona ábendingar og Anna Margrét er auðvitað mikill reynslubolti, mikill fagmaður, og ég hef fullan skilning á því að staða hennar og annara í hennar stöðu er auðvitað mjög vandasöm, við þessar aðstæður. Og við erum mjög meðvituð um það að við þurfum að bæta í þarna um leið og hagur vænkast,“ segir Skúli. Skúli segist vona að ekki komi til frekari, eða sambærilegri hagræðingar á næsta ári. „Það kemur í ljós þegar við vinnum fjárhagsáætlun fyrir 2017. Hún er í vinnslu núna og verður þá birt í október. Þannig að það styttist í það að menn sjái til lands í því.“
Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Borgarstjóri segir áfram halla á fjárhagslegum samskiptum borgarinnar við ríkið og mikilvægt sé að fá bætt þar úr. 25. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Fleiri fréttir Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Sjá meira
Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45
Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Borgarstjóri segir áfram halla á fjárhagslegum samskiptum borgarinnar við ríkið og mikilvægt sé að fá bætt þar úr. 25. ágúst 2016 14:35