Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 12:45 Anna Margrét fór yfir stöðu mála á Facebook síðu sinni í gær. Vísir/Vilhelm „Ég er búin að vera leikskólastjóri í fimmtán ár núna fyrsta september, og það hefur aldrei verið svona eins og síðasta vetur og það sem af er þessu ári,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir í samtali við Vísi. Anna Margrét er leikskólastjóri Nóaborgar og segir fjárhagstöðu leikskóla í Reykjavík afar slæma. Hún birti á Facebook síðu sinni pistil þar sem hún fer yfir stöðu mála. „Fyrir rúmar 30.000 krónur á dag á ég að sjá 100 manns fyrir morgunmat, ávaxtastund, hádegisverði og síðdegishressingu. Bara fiskurinn kostar til dæmis um 24.000 og þá er allt annað eftir,“ segir í færslunni. „Það hefur aldrei verið góðæri í leikskólanum og alltaf hefur þurft að forgangsraða og horfa í hverja einustu krónu. Bara það að endurnýja dýnur fyrir börnin getur sett fjármálin í uppnám, undarlegt hljóð í þvottavélinni getur kallað fram kvíðakast og maður fær samviskubit við það að senda starfsfólkið í Góða hirðinn til að kaupa leikefni.“ „Undantekningarlítið hef ég hlakkað til að fara í vinnuna á hverjum einasta degi og talið mig vera heppna að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast í heimi. Síðasti vetur og það sem af er þessu ári er erfiðasta tímabil sem ég hef átt í mínu starfi og ég skrifa það nánast að öllu leyti á þann meirihluta sem nú stjórnar borginni,“ segir í færslu Önnu Margrétar.Anna Margrét ÓlafsdóttirÞörf á róttækum aðgerðum „Ég get ekki boðið mér, starfsfólki mínu né börnunum í leikskólanum mínum upp á annan svona álagsvetur, við eigum öll svo miklu betra skilið. Ég studdi þennan meirihluta til valda og hafði mikla trú á honum en það traust fer þverrandi með hverjum deginum sem líður.“ „Það er deginum ljósara að þetta ástand gengur ekki upp og verður borgin að horfast í augu við það að þjónustan við börnin mun skerðast og starfsfólk mun hverfa til annarra starfa. Veikindi starfsmanna hafa aukist á þessu ári og má eflaust rekja það a.m.k. að hluta til til aukins álags. Skóli án aðgreiningar er stefnan og er ég hlynnt henni en hún kostar pening og harkalegur niðurskurður í sérkennslu bitnar illa á þeim sem síst mega við því.“ „Það þarf að gera eitthvað róttækt í skólamálunum og það strax, áður en það verður of seint.“Aldrei verið góðæri í leikskólum Í samtali við Vísi sagðist Anna Margrét hafa tekið saman gögn um niðurskurð og sent til borgaryfirvalda. „Árið 2008 var gert ráð fyrir 2.900 krónum á ári fyrir kennslugögn fyrir hvert barn. Nú er það um 1.800 krónur á barn og hefur sú upphæði haldist óbreytt í krónum að minnsta kosti frá árinu 2011. Þetta á að duga til að kaupa öll leikefni, leikföng, bækur, skriffæri, liti, málningu, lím og annað. Þetta er semsagt 1800 krónur á ári á hvert barn. Þetta er allt svona. Endurnýjun og viðhald búnaðar var árið 2015 51 prósent af því sem það var 2008. Það er ennþá verið að skera niður.“ „Kreppan var jólin miðað við þetta, það er bara þannig. Það gekk alveg í kreppunni, samt hefur aldrei verið góðæri í leikskólunum og alltaf þurft að spá í hverri einustu krónu sem hefur farið út. Aldrei neitt bruðl, aldrei neitt svigrúm til að gera neitt svoleiðis,“ segir Anna Margrét. Ekki náðist í fulltrúa Reykjavíkurborgar við gerð fréttarinnar. Facebook færslu Önnu Margrétar má lesa í heild hér fyrir neðan. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
„Ég er búin að vera leikskólastjóri í fimmtán ár núna fyrsta september, og það hefur aldrei verið svona eins og síðasta vetur og það sem af er þessu ári,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir í samtali við Vísi. Anna Margrét er leikskólastjóri Nóaborgar og segir fjárhagstöðu leikskóla í Reykjavík afar slæma. Hún birti á Facebook síðu sinni pistil þar sem hún fer yfir stöðu mála. „Fyrir rúmar 30.000 krónur á dag á ég að sjá 100 manns fyrir morgunmat, ávaxtastund, hádegisverði og síðdegishressingu. Bara fiskurinn kostar til dæmis um 24.000 og þá er allt annað eftir,“ segir í færslunni. „Það hefur aldrei verið góðæri í leikskólanum og alltaf hefur þurft að forgangsraða og horfa í hverja einustu krónu. Bara það að endurnýja dýnur fyrir börnin getur sett fjármálin í uppnám, undarlegt hljóð í þvottavélinni getur kallað fram kvíðakast og maður fær samviskubit við það að senda starfsfólkið í Góða hirðinn til að kaupa leikefni.“ „Undantekningarlítið hef ég hlakkað til að fara í vinnuna á hverjum einasta degi og talið mig vera heppna að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast í heimi. Síðasti vetur og það sem af er þessu ári er erfiðasta tímabil sem ég hef átt í mínu starfi og ég skrifa það nánast að öllu leyti á þann meirihluta sem nú stjórnar borginni,“ segir í færslu Önnu Margrétar.Anna Margrét ÓlafsdóttirÞörf á róttækum aðgerðum „Ég get ekki boðið mér, starfsfólki mínu né börnunum í leikskólanum mínum upp á annan svona álagsvetur, við eigum öll svo miklu betra skilið. Ég studdi þennan meirihluta til valda og hafði mikla trú á honum en það traust fer þverrandi með hverjum deginum sem líður.“ „Það er deginum ljósara að þetta ástand gengur ekki upp og verður borgin að horfast í augu við það að þjónustan við börnin mun skerðast og starfsfólk mun hverfa til annarra starfa. Veikindi starfsmanna hafa aukist á þessu ári og má eflaust rekja það a.m.k. að hluta til til aukins álags. Skóli án aðgreiningar er stefnan og er ég hlynnt henni en hún kostar pening og harkalegur niðurskurður í sérkennslu bitnar illa á þeim sem síst mega við því.“ „Það þarf að gera eitthvað róttækt í skólamálunum og það strax, áður en það verður of seint.“Aldrei verið góðæri í leikskólum Í samtali við Vísi sagðist Anna Margrét hafa tekið saman gögn um niðurskurð og sent til borgaryfirvalda. „Árið 2008 var gert ráð fyrir 2.900 krónum á ári fyrir kennslugögn fyrir hvert barn. Nú er það um 1.800 krónur á barn og hefur sú upphæði haldist óbreytt í krónum að minnsta kosti frá árinu 2011. Þetta á að duga til að kaupa öll leikefni, leikföng, bækur, skriffæri, liti, málningu, lím og annað. Þetta er semsagt 1800 krónur á ári á hvert barn. Þetta er allt svona. Endurnýjun og viðhald búnaðar var árið 2015 51 prósent af því sem það var 2008. Það er ennþá verið að skera niður.“ „Kreppan var jólin miðað við þetta, það er bara þannig. Það gekk alveg í kreppunni, samt hefur aldrei verið góðæri í leikskólunum og alltaf þurft að spá í hverri einustu krónu sem hefur farið út. Aldrei neitt bruðl, aldrei neitt svigrúm til að gera neitt svoleiðis,“ segir Anna Margrét. Ekki náðist í fulltrúa Reykjavíkurborgar við gerð fréttarinnar. Facebook færslu Önnu Margrétar má lesa í heild hér fyrir neðan.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent