Viðskipti innlent

Fara á yfir fjárfestingasögu aðstandenda einkaspítala í Mosfellsbæ

ingvar haraldsson skrifar
Henri Middeldorp, stjórnarformaður MCPB, og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, handsöluðu samkomulag um lóð fyrir einkaspítala fyrr í sumar.
Henri Middeldorp, stjórnarformaður MCPB, og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, handsöluðu samkomulag um lóð fyrir einkaspítala fyrr í sumar.
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að láta skoða stöðu og fjárfestingasögu aðstandenda fyrirhugaðs einkaspítala í bænum. Kanna á hvort bæjaryfirvöldum hafi verið gefnar réttar upplýsingar um verkefnið.

Mosfellsbær samdi um að leigja félaginu MCPB ehf. lóð undir einkarekinn spítala og hótel við land Sólvalla nærri Hafravatni. Fela á endurskoðendum bæjarins eða öðrum ábyrgum aðila að kanna hvort upp gefnar upplýsingar um verkefnið séu réttar.

Sigrún H. Pálsdóttir, fulltrúi Íbúa­hreyfingarinnar í bæjarráði, gagnrýnir að gerður hafi verið samningur við MCPB fyrr í sumar án þess að fjárhagslegir burðir félagsins hafi verið kannaðir. Of seint væri að fara í slíka athugun nú þar sem búið væri að semja um leigu á lóðinni.

Íslenskir aðilar hættu við aðkomu að verkefninu fyrir tveimur vikum þar sem Hollendingurinn Henri Middeldorp, forsvarsamaður verkefnisins, var ekki tilbúinn að upplýsa hvaða fjárfestar stæðu að því.

Fulltrúar Samfylkingarinnar viður­kenndu í bókun fyrir bæjarstjórn þann 17. ágúst að undirbúa hefði átt málið betur áður en gengið var til samninga. Þeir telja þó hagsmuni bæjarins tryggða með fyrirvörum í samningnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×