Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Atli ísleifsson skrifar 25. ágúst 2016 14:35 Við Reykjavíkurtjörn. Vísir/GVA Almennur rekstur Reykjavíkurborgar sem fjármagnaður er af skatttekjum skilaði 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagræðingarvinna og hærri skatttekjur skiluðu borginni þessum afgangi, að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Í heildina var áformað að ná fram 604 mkr hagræðingu borgarsjóðs á fyrri hluta ársins en aðgerðir skiluðu um 611 mkr hagræðingu.“ Í tilkynningunni segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 490 milljónir króna en áætlun gert ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 300 milljónir króna á tímabilinu. „Niðurstaðan er því 790 mkr. betri en gert var ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstaða skýrist að stærstum hluta af hærri skatttekjum, sem voru 554 mkr hærri en áætlun gerði ráð fyrir og hagræðingarvinnu á fagsviðum borgarinnar sem skiluðu 611 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 844 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 281 mkr eða 563 mkr betri en áætlun gerði ráð fyrir.“Halli á fjárhagslegum samskiptum borgar við ríkiðDagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ánægjulegt að sjá að sú hagræðingarvinna sem lagt var í skili sér. „Þá er líka gott að sjá að tekjur Reykvíkinga eru að aukast því það sýna hærri skatttekjur borgarinnar. Hins vegar verðum við að halda þétt um taumana því það má lítið út af bera í rekstrinum.“ segir Dagur. „Jafnframt er halli á fjárhagslegum samskiptum okkar við ríkið því miður áfram staðreynd og mikilvægt að fá bætt þar úr.“Helstu breytingarÍ tilkynningunni segir að rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, hafi verið jákvæð um 10.561 milljónir króna en áætlanir gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 5.300 milljónir. „Rekstrarniðurstaðan er því 5.261 mkr betri en gert var ráð fyrir. Helstu ástæður fyrir þessu má rekja annars vegar til hærri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða hf. og hins vegar lægri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna hagstæðrar gengisþróunar og lægri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 9.504 mkr sem er 622 mkr betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok tímabils 530.751 mkr, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 298.599 mkr og eigið fé var 232.152 mkr en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.897mkr. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar fer hækkandi og er nú 43,7% en var 42,9% um síðustu áramót. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða, Eignasjóð og Bílastæðasjóð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Jörundar ehf.,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Almennur rekstur Reykjavíkurborgar sem fjármagnaður er af skatttekjum skilaði 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagræðingarvinna og hærri skatttekjur skiluðu borginni þessum afgangi, að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Í heildina var áformað að ná fram 604 mkr hagræðingu borgarsjóðs á fyrri hluta ársins en aðgerðir skiluðu um 611 mkr hagræðingu.“ Í tilkynningunni segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 490 milljónir króna en áætlun gert ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 300 milljónir króna á tímabilinu. „Niðurstaðan er því 790 mkr. betri en gert var ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstaða skýrist að stærstum hluta af hærri skatttekjum, sem voru 554 mkr hærri en áætlun gerði ráð fyrir og hagræðingarvinnu á fagsviðum borgarinnar sem skiluðu 611 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 844 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 281 mkr eða 563 mkr betri en áætlun gerði ráð fyrir.“Halli á fjárhagslegum samskiptum borgar við ríkiðDagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ánægjulegt að sjá að sú hagræðingarvinna sem lagt var í skili sér. „Þá er líka gott að sjá að tekjur Reykvíkinga eru að aukast því það sýna hærri skatttekjur borgarinnar. Hins vegar verðum við að halda þétt um taumana því það má lítið út af bera í rekstrinum.“ segir Dagur. „Jafnframt er halli á fjárhagslegum samskiptum okkar við ríkið því miður áfram staðreynd og mikilvægt að fá bætt þar úr.“Helstu breytingarÍ tilkynningunni segir að rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, hafi verið jákvæð um 10.561 milljónir króna en áætlanir gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 5.300 milljónir. „Rekstrarniðurstaðan er því 5.261 mkr betri en gert var ráð fyrir. Helstu ástæður fyrir þessu má rekja annars vegar til hærri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða hf. og hins vegar lægri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna hagstæðrar gengisþróunar og lægri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 9.504 mkr sem er 622 mkr betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok tímabils 530.751 mkr, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 298.599 mkr og eigið fé var 232.152 mkr en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.897mkr. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar fer hækkandi og er nú 43,7% en var 42,9% um síðustu áramót. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða, Eignasjóð og Bílastæðasjóð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Jörundar ehf.,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira