Breytingar á stjórnarskránni lagðar fram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2016 11:07 Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi rumvarp til laga um breytingar á stjórnarskránni. Vísir/Stefán Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskránni. Um er að ræða tillögu að breytingu sem Stjórnarskrárnefnd lagði til fyrr á árinu. Leggur forsætisráðherra fram breytingarnar í eigin nafni. Frumvörpin sem stjórnarskrárnefnd lagði fram eru þrjú. Þau fjalla um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda og liggja þessar tillögur nú fyrir Alþingi í formi frumvarps til laga um breytingu á stjórnarskránni.Sjá einnig: Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðsluLagt er meðal annars til að fimmtán prósent kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi en undanskilin ákvæðinu eru fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra.Vísir/StefánÞá er einnig sett fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Samkvæmt frumvarpinu mun ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og að verndin skuli grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.Sjá einnig: Kemur ekki til greina að afgreiða frumvörp um stjórnarskráNefndarmenn í stjórnarskrárnefnd voru ekki á einu máli um það að hve miklu leyti athugasemdir sem fram komu við samráð kölluðu á breytingar á frumvarpsdrögunum og einungis voru gerðar þær breytingar sem allir nefndarmenn gátu fallist á. Hefur forsætisráðherra nú lagt fram þessar tillögur á þingi en fyrr í sumar sagði hann slíkt stæði til.Þegar tillögurnar voru lagðar fram voru nefndarmenn stjórnarskrárnefndar í vafa um hvort frumvörp nefndarinnar sem afhent voru kæmu nokkurn tíma til umræðu á Alþingi. Þá sagði Birgitta Jónsdóttir Pírati að ekki kæmi til greina að afgreiða þessar breytingar fyrir kosningar sem haldnar verða í haust. Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33 Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18 Kemur ekki til greina að afgreiða frumvörp um stjórnarskrá á sumarþingi Þingmaður Pírata segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að setja lengur á valdastólum. 9. júlí 2016 16:19 Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskránni. Um er að ræða tillögu að breytingu sem Stjórnarskrárnefnd lagði til fyrr á árinu. Leggur forsætisráðherra fram breytingarnar í eigin nafni. Frumvörpin sem stjórnarskrárnefnd lagði fram eru þrjú. Þau fjalla um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda og liggja þessar tillögur nú fyrir Alþingi í formi frumvarps til laga um breytingu á stjórnarskránni.Sjá einnig: Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðsluLagt er meðal annars til að fimmtán prósent kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi en undanskilin ákvæðinu eru fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra.Vísir/StefánÞá er einnig sett fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Samkvæmt frumvarpinu mun ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og að verndin skuli grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.Sjá einnig: Kemur ekki til greina að afgreiða frumvörp um stjórnarskráNefndarmenn í stjórnarskrárnefnd voru ekki á einu máli um það að hve miklu leyti athugasemdir sem fram komu við samráð kölluðu á breytingar á frumvarpsdrögunum og einungis voru gerðar þær breytingar sem allir nefndarmenn gátu fallist á. Hefur forsætisráðherra nú lagt fram þessar tillögur á þingi en fyrr í sumar sagði hann slíkt stæði til.Þegar tillögurnar voru lagðar fram voru nefndarmenn stjórnarskrárnefndar í vafa um hvort frumvörp nefndarinnar sem afhent voru kæmu nokkurn tíma til umræðu á Alþingi. Þá sagði Birgitta Jónsdóttir Pírati að ekki kæmi til greina að afgreiða þessar breytingar fyrir kosningar sem haldnar verða í haust.
Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33 Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18 Kemur ekki til greina að afgreiða frumvörp um stjórnarskrá á sumarþingi Þingmaður Pírata segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að setja lengur á valdastólum. 9. júlí 2016 16:19 Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33
Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18
Kemur ekki til greina að afgreiða frumvörp um stjórnarskrá á sumarþingi Þingmaður Pírata segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að setja lengur á valdastólum. 9. júlí 2016 16:19
Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00