Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2016 19:45 Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Eggertsson á kornakrinum í nítján stiga hita í dag. Þeir eru orðnir bleikir akrarnir undir Eyjafjöllum og svo gott hefur sumarið verið að á Þorvaldseyri gátu bændurnir hafið kornskurð í síðustu viku. Við stýrið á kornskurðarvélinni er Ólafur Eggertsson en kornrækt hefur verið stunduð á Þorvaldseyri samfellt frá árinu 1960 og aldrei brugðist. Þetta sumar virðist þó ætla að verða það besta. „Svona í minningunni, þá held ég að ef við náum öllu korni inn með þessu áframhaldi, þá verður þetta bara alger toppur,“ segir Ólafur. Hann reiknar með að fá um 200 tonna uppskeru af byggi og um helmingurinn fer til manneldis, í brauðgerð og ölgerð. Ólafur er annars ekki óvanur því að ná korninu í hús um miðjan september. Nú sé kornsláttur um það bil hálfum mánuði eða þremur vikum fyrr en oft áður. Vorið hafi verið mjög hagstætt og raunar allt sumarið frábært. Þá muni mjög mikið um þessa hitadaga nú í ágúst. Frá Þorvaldseyri í dag.Stöð 2/Einar Árnason.Þorvaldseyri stendur beint undir eldgíg Eyjafjallajökuls en þegar eldgosið stóð sem hæst fyrir sex árum var hér svartamyrkur af ösku. Nú er bjart yfir. -Þú vilt ekki bara segja að þetta sé besta sumarið sem þú hefur upplifað hér undir Eyjafjöllum? „Eigum við ekki bara að segja það. Sjáið bara hvað þetta er dásamlegt. Fjöllin græn upp í topp og jökullinn, sem blasir yfir með öskuna, hefur bara gert góða hluti fyrir þessa jörð og jarðirnar hér í kring. Það er frjósamara landið, greinilega.“ Já, fosfórinn í öskunni hefur bætt jarðveginn. „Torleystur fosfór hér í jörðinni ætti að nægja í 50-60 ár og það er einmitt það sem kornið þarf,“ segir bóndinn á Þorvaldseyri. Tengdar fréttir Þorvaldseyri: Bestu túnin þar sem mesta askan féll Heyskapur hófst undir Eyjafjöllum í dag, viku síðar en í fyrra. Bóndinn á Þorvaldseyri segir öskuna spara sér mikinn áburð og bestu túnin séu þar sem mesta askan féll. 15. júní 2011 18:46 Eðjan eins og flæðandi steypa Almannavarnir segja afar mikilvægt að fólk virði bannsvæði við Eyjafjallajökul. Hætta er á að eðjuflóð falli víða við jökulinn vegna mikillar úrkomu á svæðinu. Aurflóð sem helst líktist flæðandi steypu féll í farvegi Svaðbælisár í dag. 19. maí 2010 18:37 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Eins og komið sé í land dauðans „Þar sem þetta er verst er eins og verið sé að koma inn í land dauðans,“ segir Ólafía Aðalsteinsdóttir, starfsmaður útibúaþjónustu Landsbankans, um þær aðstæður sem mættu sjálfboðaliðum í hreinsunarstarfi undir Eyjafjöllum í vikunni. Hún segir að víða megi sjá gras og annan gróður stinga sér upp úr öskunni, en annars staðar sé stemningin eins og eftir kjarnorkusprengingu. Ekki sjáist annað en svart og grátt í umhverfinu. 29. maí 2010 02:00 Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira
Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Eggertsson á kornakrinum í nítján stiga hita í dag. Þeir eru orðnir bleikir akrarnir undir Eyjafjöllum og svo gott hefur sumarið verið að á Þorvaldseyri gátu bændurnir hafið kornskurð í síðustu viku. Við stýrið á kornskurðarvélinni er Ólafur Eggertsson en kornrækt hefur verið stunduð á Þorvaldseyri samfellt frá árinu 1960 og aldrei brugðist. Þetta sumar virðist þó ætla að verða það besta. „Svona í minningunni, þá held ég að ef við náum öllu korni inn með þessu áframhaldi, þá verður þetta bara alger toppur,“ segir Ólafur. Hann reiknar með að fá um 200 tonna uppskeru af byggi og um helmingurinn fer til manneldis, í brauðgerð og ölgerð. Ólafur er annars ekki óvanur því að ná korninu í hús um miðjan september. Nú sé kornsláttur um það bil hálfum mánuði eða þremur vikum fyrr en oft áður. Vorið hafi verið mjög hagstætt og raunar allt sumarið frábært. Þá muni mjög mikið um þessa hitadaga nú í ágúst. Frá Þorvaldseyri í dag.Stöð 2/Einar Árnason.Þorvaldseyri stendur beint undir eldgíg Eyjafjallajökuls en þegar eldgosið stóð sem hæst fyrir sex árum var hér svartamyrkur af ösku. Nú er bjart yfir. -Þú vilt ekki bara segja að þetta sé besta sumarið sem þú hefur upplifað hér undir Eyjafjöllum? „Eigum við ekki bara að segja það. Sjáið bara hvað þetta er dásamlegt. Fjöllin græn upp í topp og jökullinn, sem blasir yfir með öskuna, hefur bara gert góða hluti fyrir þessa jörð og jarðirnar hér í kring. Það er frjósamara landið, greinilega.“ Já, fosfórinn í öskunni hefur bætt jarðveginn. „Torleystur fosfór hér í jörðinni ætti að nægja í 50-60 ár og það er einmitt það sem kornið þarf,“ segir bóndinn á Þorvaldseyri.
Tengdar fréttir Þorvaldseyri: Bestu túnin þar sem mesta askan féll Heyskapur hófst undir Eyjafjöllum í dag, viku síðar en í fyrra. Bóndinn á Þorvaldseyri segir öskuna spara sér mikinn áburð og bestu túnin séu þar sem mesta askan féll. 15. júní 2011 18:46 Eðjan eins og flæðandi steypa Almannavarnir segja afar mikilvægt að fólk virði bannsvæði við Eyjafjallajökul. Hætta er á að eðjuflóð falli víða við jökulinn vegna mikillar úrkomu á svæðinu. Aurflóð sem helst líktist flæðandi steypu féll í farvegi Svaðbælisár í dag. 19. maí 2010 18:37 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Eins og komið sé í land dauðans „Þar sem þetta er verst er eins og verið sé að koma inn í land dauðans,“ segir Ólafía Aðalsteinsdóttir, starfsmaður útibúaþjónustu Landsbankans, um þær aðstæður sem mættu sjálfboðaliðum í hreinsunarstarfi undir Eyjafjöllum í vikunni. Hún segir að víða megi sjá gras og annan gróður stinga sér upp úr öskunni, en annars staðar sé stemningin eins og eftir kjarnorkusprengingu. Ekki sjáist annað en svart og grátt í umhverfinu. 29. maí 2010 02:00 Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira
Þorvaldseyri: Bestu túnin þar sem mesta askan féll Heyskapur hófst undir Eyjafjöllum í dag, viku síðar en í fyrra. Bóndinn á Þorvaldseyri segir öskuna spara sér mikinn áburð og bestu túnin séu þar sem mesta askan féll. 15. júní 2011 18:46
Eðjan eins og flæðandi steypa Almannavarnir segja afar mikilvægt að fólk virði bannsvæði við Eyjafjallajökul. Hætta er á að eðjuflóð falli víða við jökulinn vegna mikillar úrkomu á svæðinu. Aurflóð sem helst líktist flæðandi steypu féll í farvegi Svaðbælisár í dag. 19. maí 2010 18:37
Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51
Eins og komið sé í land dauðans „Þar sem þetta er verst er eins og verið sé að koma inn í land dauðans,“ segir Ólafía Aðalsteinsdóttir, starfsmaður útibúaþjónustu Landsbankans, um þær aðstæður sem mættu sjálfboðaliðum í hreinsunarstarfi undir Eyjafjöllum í vikunni. Hún segir að víða megi sjá gras og annan gróður stinga sér upp úr öskunni, en annars staðar sé stemningin eins og eftir kjarnorkusprengingu. Ekki sjáist annað en svart og grátt í umhverfinu. 29. maí 2010 02:00
Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19