Bankarnir fagna lækkun stýrivaxta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 13:18 Hrafn Steinarsson og Ingólfur Bender Vísir Sérfræðingar hjá Arion banka og Íslansbanka telja að lækkun stýrivaxta Seðlabankans sé jákvæð þróun. Lækkunin getur haft margvísleg áhrif, meðal annars á viðskipti við útlönd og vexti íbúðalána. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,25%. Horfur eru á að hagvöxtur verði meiri í ár en áður var spáð í maí, og gert er ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa margvísleg áhrif á hagkerfið í heild. Ein af þeim leiðum sem vextirnir snúa að fjárhagslegum hag almennings er að hafa áhrif á markaðsvexti. Stýrivextir eru þeir vextir sem Seðlabankinn leggur á útlán til banka og lánastofnana. Lækkun stýrivaxta veitir svo bönkum og lánastofnunum aukið svigrúm til að lækka lán gagnvart sínum viðskiptavinum. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að halda verðlagi stöðugu og sem næst verðbólgumarkmiði, sem er 2,5%. Í júlí mældist verðbólga 1,1% og hefur hún ekki mælst minni frá ársbyrjun 2015.Möguleg áhrif á íbúðalánavexti Lækkun stýrivaxta getur haft áhrif á lánavexti, en svo þarf ekki að vera. „Þetta mun einungis hafa áhrif á lán ef þetta verður varanleg lækkun á vaxtastigi,“ segir Hrafn Steinarsson, hagfræðingur í greiningu Arion Banka, í samtali við Vísi. „Kjör á íbúðalánum ráðast til lengri tíma litið af vaxtarófinu á skuldabréfamarkaði. Þetta getur því haft áhrif á lánakjör til lengri tíma litið.“ „Við sjáum það glögglega í dag að tiltölulega mikil hreyfing hefur verið á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum til skemmri og lengri tíma. Þetta myndar að vissu leyti ákveðinn grunn fyrir þá vexti sem almenningur er að taka íbúðarlán á þannig að við sjáum strax einhver áhrif þar,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Síðan hefur þetta líka áhrif á eignaverð, eða húsnæðisverð. Verð eigna verður fyrir áhrifum af þróun stýrivaxta. Nú þegar við sjáum að þetta komi til með að lækka, þá er það líklegt til að auka eftirspurn eftir þessum eignum og hækka þær í verði.“Aukin trú á stöðugleika Stýrivextir hafa einnig áhrif á vaxtamun gagnvart útlöndum og á gengi krónunnar. „Við sjáum kannski engin umtalsverð áhrif af þvi núna innan þessara hafta en þau verða miklu sýnilegri þegar við förum út í að aflétta þessum höftum meira eins og fyrirhugað er núna í einhverjum skrefum,“ segir Ingólfur. Bæði Ingólfur og Hrafn telja lækkun stýrivaxta af hinu góða. „Markmiðið er að halda verðbólgu sem næst verðbólgumarkmiðinu. Það sem er jákvætt er að markaðurinn virðist vera að trúa því í auknum mæli að þeim takist það,“ segir Ingólfur. „Það er að vissu leyti nýmæli hér á landi. Eftir allar efnahagssveiflur hér á landi í fortíð var náttúrulega afskaplega lítil trú á því að verðbólga myndi haldast stöðug í lengri tíma, og nálægt verðbólgumarkmiðinu. Nú virðist vera kominn aðeins betri grundvöllur fyrir það og það er til hagsbóta, ekki bara fyrir heimilin heldur fyrirtæki og alla í landinu.“Íslandsbanki sendi út stutt myndband til útskýringar eftir blaðamannafund Seðlabankans í morgun og má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Sérfræðingar hjá Arion banka og Íslansbanka telja að lækkun stýrivaxta Seðlabankans sé jákvæð þróun. Lækkunin getur haft margvísleg áhrif, meðal annars á viðskipti við útlönd og vexti íbúðalána. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,25%. Horfur eru á að hagvöxtur verði meiri í ár en áður var spáð í maí, og gert er ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa margvísleg áhrif á hagkerfið í heild. Ein af þeim leiðum sem vextirnir snúa að fjárhagslegum hag almennings er að hafa áhrif á markaðsvexti. Stýrivextir eru þeir vextir sem Seðlabankinn leggur á útlán til banka og lánastofnana. Lækkun stýrivaxta veitir svo bönkum og lánastofnunum aukið svigrúm til að lækka lán gagnvart sínum viðskiptavinum. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að halda verðlagi stöðugu og sem næst verðbólgumarkmiði, sem er 2,5%. Í júlí mældist verðbólga 1,1% og hefur hún ekki mælst minni frá ársbyrjun 2015.Möguleg áhrif á íbúðalánavexti Lækkun stýrivaxta getur haft áhrif á lánavexti, en svo þarf ekki að vera. „Þetta mun einungis hafa áhrif á lán ef þetta verður varanleg lækkun á vaxtastigi,“ segir Hrafn Steinarsson, hagfræðingur í greiningu Arion Banka, í samtali við Vísi. „Kjör á íbúðalánum ráðast til lengri tíma litið af vaxtarófinu á skuldabréfamarkaði. Þetta getur því haft áhrif á lánakjör til lengri tíma litið.“ „Við sjáum það glögglega í dag að tiltölulega mikil hreyfing hefur verið á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum til skemmri og lengri tíma. Þetta myndar að vissu leyti ákveðinn grunn fyrir þá vexti sem almenningur er að taka íbúðarlán á þannig að við sjáum strax einhver áhrif þar,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Síðan hefur þetta líka áhrif á eignaverð, eða húsnæðisverð. Verð eigna verður fyrir áhrifum af þróun stýrivaxta. Nú þegar við sjáum að þetta komi til með að lækka, þá er það líklegt til að auka eftirspurn eftir þessum eignum og hækka þær í verði.“Aukin trú á stöðugleika Stýrivextir hafa einnig áhrif á vaxtamun gagnvart útlöndum og á gengi krónunnar. „Við sjáum kannski engin umtalsverð áhrif af þvi núna innan þessara hafta en þau verða miklu sýnilegri þegar við förum út í að aflétta þessum höftum meira eins og fyrirhugað er núna í einhverjum skrefum,“ segir Ingólfur. Bæði Ingólfur og Hrafn telja lækkun stýrivaxta af hinu góða. „Markmiðið er að halda verðbólgu sem næst verðbólgumarkmiðinu. Það sem er jákvætt er að markaðurinn virðist vera að trúa því í auknum mæli að þeim takist það,“ segir Ingólfur. „Það er að vissu leyti nýmæli hér á landi. Eftir allar efnahagssveiflur hér á landi í fortíð var náttúrulega afskaplega lítil trú á því að verðbólga myndi haldast stöðug í lengri tíma, og nálægt verðbólgumarkmiðinu. Nú virðist vera kominn aðeins betri grundvöllur fyrir það og það er til hagsbóta, ekki bara fyrir heimilin heldur fyrirtæki og alla í landinu.“Íslandsbanki sendi út stutt myndband til útskýringar eftir blaðamannafund Seðlabankans í morgun og má sjá myndbandið hér fyrir neðan.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira