Viðskipti innlent

Heiðrún Lind nýr framkvæmdastjóri SFS

Sæunn Gísladóttir skrifar
Heiðrún Lind Marteinsdóttir hefur starfað á lögmannsstofunni LEX frá árinu 2007.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir hefur starfað á lögmannsstofunni LEX frá árinu 2007.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, gengið var frá ráðningunni á stjórnarfundi SFS sem í dag. 

Eins og Vísir greindi frá hætti Kolbeinn Árnason sem framkvæmdastjóri SFS í byrjun apríl og tók sæti í stjórn LBI, gamla Landsbankans. Frá þeim tíma hefur formaður stjórnar SFS, Jens Garðar Helgason, gengt stöðu framkvæmdastjóra. 

Heiðrún Lind lauk lagaprófi árið 2007 og hefur starfað hjá LEX lögmannsstofu óslitið frá árinu 2007, fyrst sem fulltrúi og síðar sem eigandi. Hún hefur að meginstefnu veitt ráðgjöf á sviði samkeppnis-, verktaka- og útboðsréttar, auk alhliða ráðgjafar til fyrirtækja og sveitarfélaga. Hún lauk prófi í verðbréfaviðskiptum árið 2013.

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tilkynnt var um ráðningu Heiðrúnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×