Viðskipti innlent

Hlutabréf rjúka upp eftir vaxtalækkun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,5 prósent í dag.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,5 prósent í dag. Vísir
Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands hefur hækkað verulega í morgun í kjölfar þess að peningastefnunefnd tilkynnti að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósent. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,5 prósent það sem af er degi.

Sjá einnig: Seðlabankinn lækkar stýrivexti um hálft prósentustig.

Gengi hlutabréfa allra skráðra fyrirtækja á Aðallista Kauphallarinnar hefur hækkað í dag. Mest er hækkunin á hlutabréfum Eikar eða 4,1 prósent í 115 milljón króna viðskiptum. Hlutabréf í Vís hafa svo hækkað um 4,01 prósent í 165 milljón króna viðskiptum.

Mest hafa viðskipti verið með bréf Icelandair Group. Hlutabréfin hafa hækkað um 2,79 prósent í 450 milljón króna viðskiptum. Viðskipti með bréf N1 hafa numið 363 milljónum króna það sem af er degi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×