Telja ríkið fengið viðunandi verð við söluna á hlut í Reitum ingvar haraldsson skrifar 24. ágúst 2016 13:45 Reitir hafa gefið út að fyrirtækið hyggist opna matarmarkað í Holtagörðum. fréttablaðið/hanna Sérfræðingar á markaði telja ríkið hafa fengið ásættanlegt verð fyrir hlut sinn í Reitum fasteignafélagi. Ríkið seldi 6,38 prósenta hlut í Reitum á 3,9 milljarða króna á mánudaginn í opnu útboði. Verðið samsvarar 83,3 krónum á hlut. Hlutabréfaverð í fasteignafélaginu fór hæst í 88 krónur á hlut þann 11. maí og er því 5,6 prósentum lægra en þegar verðið var hæst. „Mér finnst ekki hægt að spá fyrir um áframhaldandi hækkun á hlutabréfaverði með það góðum líkum að það sé hægt að gagnrýna ríkið fyrir að selja þessar eignir,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu. Hann bendir á að alls óvíst sé hvort hlutabréfaverð í Reitum nái aftur sama toppi og í maí. Þá hafi verð í Reitum lækkað minna en markaðurinn í heild en úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur fallið um 8,8 prósent frá lokum apríl. Þar vegi þyngst lækkun á gengi Icelandair en hlutabréf í flugfélaginu hafa fallið um 31 prósent frá apríllokum. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu. Ríkið eignaðist hlut í Reitum og fleiri félögum með stöðugleikaframlögum slitabúa föllnu bankanna í byrjun ársins. „Ríkið vill ekki og kannski á ekki að vera í hlutabréfafjárfestingum þannig að það er ákveðin pressa á ríkinu að losa um þessar eignir og búa til peninga til að greiða niður skuldir,“ segir Jóhann. Þau sjónarmið vegi þyngra en að tímasetja sölu nákvæmlega enda viti enginn hvort það myndi takast. Kristján Markús Bragason, sérfræðingur hjá Greiningardeild Íslandsbanka, bendir á að Reitir hafi nýlega skilað prýðisgóðu uppgjöri og rekstur félagsins sé í góðu horfi. Það sé vart tilgangur ríkisins að eiga hlutabréfin til lengri tíma. „Það er mjög erfitt að finna einhvern réttan tíma. Þetta er ekki verri tími til að selja félagið en hver annar,“ segir Kristján. Félagið Lindarhvoll var stofnað í vor til að halda utan um sölu stöðugleikaeignanna. Meðal hluta sem ríkinu féllu í skaut var hlutur í Reitum, Símanum, Eimskipum, Sjóvá, Lyfju, Dohop og Lýsingu. Ríkið er nú stærsti hluthafi Sjóvár með 13,93 prósenta hlut en hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um 11,2 prósent frá því það var hæst um miðjan apríl. Í Eimskipum hefur hlutabréfaverðið hins vegar hækkað um ríflega 15 prósent. Hlutabréfaverð í Símanum er nú um einu prósenti lægra en það var um miðjan apríl. Leiða má að því líkur að hlutur í þeim félögum verði einnig seldur á næstunni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði við Fréttablaðið þann 30. apríl að mikill áhugi væri á mörgum þeirra eigna sem Lindarhvoll héldi á og tiltölulega auðvelt ætti að vera að koma þeim í verð. Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að fjármálaráðuneytið áætlaði að félagið myndi fullnusta áttatíu prósent af verðmætum eignanna innan átján mánaða. Fyrr í sumar réð Lindarhvoll Landsbankann til að sjá um sölu á hlutum í skráðu félögunum Reitum, Símanum, Eimskipum og Sjóvá. Virðing var ráðin ráðgjafi við sölu á hlut í Lyfju en ríkið á nú allt hlutafé í Lyfju. Starfsemi Lindarhvols Reitir fasteignafélag Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Sérfræðingar á markaði telja ríkið hafa fengið ásættanlegt verð fyrir hlut sinn í Reitum fasteignafélagi. Ríkið seldi 6,38 prósenta hlut í Reitum á 3,9 milljarða króna á mánudaginn í opnu útboði. Verðið samsvarar 83,3 krónum á hlut. Hlutabréfaverð í fasteignafélaginu fór hæst í 88 krónur á hlut þann 11. maí og er því 5,6 prósentum lægra en þegar verðið var hæst. „Mér finnst ekki hægt að spá fyrir um áframhaldandi hækkun á hlutabréfaverði með það góðum líkum að það sé hægt að gagnrýna ríkið fyrir að selja þessar eignir,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu. Hann bendir á að alls óvíst sé hvort hlutabréfaverð í Reitum nái aftur sama toppi og í maí. Þá hafi verð í Reitum lækkað minna en markaðurinn í heild en úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur fallið um 8,8 prósent frá lokum apríl. Þar vegi þyngst lækkun á gengi Icelandair en hlutabréf í flugfélaginu hafa fallið um 31 prósent frá apríllokum. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu. Ríkið eignaðist hlut í Reitum og fleiri félögum með stöðugleikaframlögum slitabúa föllnu bankanna í byrjun ársins. „Ríkið vill ekki og kannski á ekki að vera í hlutabréfafjárfestingum þannig að það er ákveðin pressa á ríkinu að losa um þessar eignir og búa til peninga til að greiða niður skuldir,“ segir Jóhann. Þau sjónarmið vegi þyngra en að tímasetja sölu nákvæmlega enda viti enginn hvort það myndi takast. Kristján Markús Bragason, sérfræðingur hjá Greiningardeild Íslandsbanka, bendir á að Reitir hafi nýlega skilað prýðisgóðu uppgjöri og rekstur félagsins sé í góðu horfi. Það sé vart tilgangur ríkisins að eiga hlutabréfin til lengri tíma. „Það er mjög erfitt að finna einhvern réttan tíma. Þetta er ekki verri tími til að selja félagið en hver annar,“ segir Kristján. Félagið Lindarhvoll var stofnað í vor til að halda utan um sölu stöðugleikaeignanna. Meðal hluta sem ríkinu féllu í skaut var hlutur í Reitum, Símanum, Eimskipum, Sjóvá, Lyfju, Dohop og Lýsingu. Ríkið er nú stærsti hluthafi Sjóvár með 13,93 prósenta hlut en hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið um 11,2 prósent frá því það var hæst um miðjan apríl. Í Eimskipum hefur hlutabréfaverðið hins vegar hækkað um ríflega 15 prósent. Hlutabréfaverð í Símanum er nú um einu prósenti lægra en það var um miðjan apríl. Leiða má að því líkur að hlutur í þeim félögum verði einnig seldur á næstunni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði við Fréttablaðið þann 30. apríl að mikill áhugi væri á mörgum þeirra eigna sem Lindarhvoll héldi á og tiltölulega auðvelt ætti að vera að koma þeim í verð. Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpi um stofnun félagsins kom fram að fjármálaráðuneytið áætlaði að félagið myndi fullnusta áttatíu prósent af verðmætum eignanna innan átján mánaða. Fyrr í sumar réð Lindarhvoll Landsbankann til að sjá um sölu á hlutum í skráðu félögunum Reitum, Símanum, Eimskipum og Sjóvá. Virðing var ráðin ráðgjafi við sölu á hlut í Lyfju en ríkið á nú allt hlutafé í Lyfju.
Starfsemi Lindarhvols Reitir fasteignafélag Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira