Rektor HA segir skólann með allar nauðsynlegar undirstöður fyrir lögreglunámið Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2016 08:44 Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. Vísir/Daníel Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segist fagna mjög ákvörðun menntamálaráðherra að fela háskólanum nám í lögreglufræði á háskólastigi. Hann segir skólann vera með allar nauðsynlegar undirstöður fyrir námið á háskólastigi, svo sem afbrotafræði, sálfræði og lögfræði. „Við fögnum því trausti sem Háskólanum á Akureyri er sýndur með þessari ákvörðun.“ Í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri segir að skólinn sé með áratuga reynslu í að byggja upp starfsnám á háskólastigi. Rektor áréttar að ekki sé verið að flytja Lögregluskólann til Akureyrar heldur sé háskólanum falin sú vinna að byggja upp lögreglufræði, eða police science, sem alþjóðlega fræðigrein á háskólastigi. „Þungamiðja starfsþjálfunar til dæmis forgangsakstur og meðferð skotvopna verður í höndum Mennta- og starfsþróunarseturs við embætti ríkislögreglustjóra,“ er haft eftir Eyjólfi.Þurfa ekki að flytjast búferlumSkólinn segir mikinn metnað lagðan í skipulag námsins sem unnið hafi verið í nánu samráði við fagaðila innan sem utan skólans. Áhersla sé lögð á sveigjanlegt nám sem þýði að nemendur í lögreglufræði þurfi ekki að flytjast búferlum til að stunda námið. „Mikil áhersla var lögð á þetta fyrirkomulag í tveimur skýrslum undirbúningsnefnda og í umsögn Landssambands lögreglumanna. Við erum vel í stakk búin til að uppfylla þessar þarfir,“ er haft eftur Þóroddi Bjarnasyni, prófessor sem verður í forsvari fyrir nýju brautina.120 eininga nám „Nám í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri verður 120 eininga tveggja ára starfstengt diplómanám en einnig verður hægt að ljúka bakkalárnámi í lögreglufræði til 180 eininga. Jafnframt verður í boði sérsniðið námskeið fyrir lögreglumenn sem taka að sér verklega þjálfun nemenda. Í tillögum HA er gert ráð fyrir nýju fræðasetri þar sem rannsóknir í lögreglufræði verða byggðar upp en rannsóknir á því sviði hafa hingað til verið af skornum skammti hér á landi. Rektor er einstaklega stoltur af þeirri faglegu og miklu vinnu sem starfsfólk HA hefur lagt á sig til þess að undirbúa flutning lögreglunáms á háskólastig – breyting sem er nauðsynleg til að styðja faglega við bakið á einni mikilvægustu stétt landsins. Háskólann á Akureyri mun vinna að þessu verkefni í nánu samstarfi við stjórnvöld, fagfélög og innlenda og erlenda háskóla,“ segir í tilkynningunni frá skólanum. Tengdar fréttir Nám lögreglumanna verður á Akureyri Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. 23. ágúst 2016 20:44 Flytur námið norður þvert á mat nefndar Samið verður við Háskólann á Akureyri um að kenna lögreglunám á háskólastigi. Mikilvægt að styrkja stoðir fjölbreytts náms við HA að mati menntamálaráðherra. Háskóli Íslands var talinn hæfastur af matsnefnd sem sá um flutning n 24. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segist fagna mjög ákvörðun menntamálaráðherra að fela háskólanum nám í lögreglufræði á háskólastigi. Hann segir skólann vera með allar nauðsynlegar undirstöður fyrir námið á háskólastigi, svo sem afbrotafræði, sálfræði og lögfræði. „Við fögnum því trausti sem Háskólanum á Akureyri er sýndur með þessari ákvörðun.“ Í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri segir að skólinn sé með áratuga reynslu í að byggja upp starfsnám á háskólastigi. Rektor áréttar að ekki sé verið að flytja Lögregluskólann til Akureyrar heldur sé háskólanum falin sú vinna að byggja upp lögreglufræði, eða police science, sem alþjóðlega fræðigrein á háskólastigi. „Þungamiðja starfsþjálfunar til dæmis forgangsakstur og meðferð skotvopna verður í höndum Mennta- og starfsþróunarseturs við embætti ríkislögreglustjóra,“ er haft eftir Eyjólfi.Þurfa ekki að flytjast búferlumSkólinn segir mikinn metnað lagðan í skipulag námsins sem unnið hafi verið í nánu samráði við fagaðila innan sem utan skólans. Áhersla sé lögð á sveigjanlegt nám sem þýði að nemendur í lögreglufræði þurfi ekki að flytjast búferlum til að stunda námið. „Mikil áhersla var lögð á þetta fyrirkomulag í tveimur skýrslum undirbúningsnefnda og í umsögn Landssambands lögreglumanna. Við erum vel í stakk búin til að uppfylla þessar þarfir,“ er haft eftur Þóroddi Bjarnasyni, prófessor sem verður í forsvari fyrir nýju brautina.120 eininga nám „Nám í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri verður 120 eininga tveggja ára starfstengt diplómanám en einnig verður hægt að ljúka bakkalárnámi í lögreglufræði til 180 eininga. Jafnframt verður í boði sérsniðið námskeið fyrir lögreglumenn sem taka að sér verklega þjálfun nemenda. Í tillögum HA er gert ráð fyrir nýju fræðasetri þar sem rannsóknir í lögreglufræði verða byggðar upp en rannsóknir á því sviði hafa hingað til verið af skornum skammti hér á landi. Rektor er einstaklega stoltur af þeirri faglegu og miklu vinnu sem starfsfólk HA hefur lagt á sig til þess að undirbúa flutning lögreglunáms á háskólastig – breyting sem er nauðsynleg til að styðja faglega við bakið á einni mikilvægustu stétt landsins. Háskólann á Akureyri mun vinna að þessu verkefni í nánu samstarfi við stjórnvöld, fagfélög og innlenda og erlenda háskóla,“ segir í tilkynningunni frá skólanum.
Tengdar fréttir Nám lögreglumanna verður á Akureyri Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. 23. ágúst 2016 20:44 Flytur námið norður þvert á mat nefndar Samið verður við Háskólann á Akureyri um að kenna lögreglunám á háskólastigi. Mikilvægt að styrkja stoðir fjölbreytts náms við HA að mati menntamálaráðherra. Háskóli Íslands var talinn hæfastur af matsnefnd sem sá um flutning n 24. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Nám lögreglumanna verður á Akureyri Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. 23. ágúst 2016 20:44
Flytur námið norður þvert á mat nefndar Samið verður við Háskólann á Akureyri um að kenna lögreglunám á háskólastigi. Mikilvægt að styrkja stoðir fjölbreytts náms við HA að mati menntamálaráðherra. Háskóli Íslands var talinn hæfastur af matsnefnd sem sá um flutning n 24. ágúst 2016 10:00