Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 21:28 Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. Greint hefur verið frá því að félagið hafi gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur fyrirtækið meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Axel ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og benti á að vinnuumhverfið í fluginu væri sérstakt þar sem loftið í vélunum sé öðruvísi en loftið á jörðu niðri. Þannig megi líkja súrefnisþrýstingi í flugvélum við að maður sé í 8000 feta hæð. „Þannig að súrefnismettun verður lægri hjá okkur og þess vegna geta til dæmis hjarta-og lungnasjúklingar orðið alvarlega veikir og átt erfitt með að fara í flug. Svo er til flugveiki sem er ekki ósvipað sjóveiki maður verður veikur vegna hreyfinganna sem tilheyra fluginu,“ segir Axel. Þau sjúkdómseinkenni sem komið hafa upp hjá flugliðum Icelandair undanfarið eru meðal annars svimi, máttleysi, almenn vanlíðan og ógleði. Axel segir ekki vitað hvað valdi þessu en fyrirtækið taki þessu mjög alvarlega. „Það þarf auðvitað að reyna að ganga úr skugga um að þetta sé ekki á einhvern hátt tengt vinnuaðstæðum og vinnuumhverfi. Ég hef svolítið komið að þessu sem trúnaðarlæknir félagsins til að reyna að átta okkur á því hvað er að gerast. Okkur sýnist að það sé í raun og veru enginn samnefnari; þetta eru mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður þannig að það er voðalega erfitt að setja þetta undir einn hatt.“ Axel segir að margt geti spilað inn í veikindin. Þannig hafi margir nýliðar hafið störf hjá Icelandair í sumar en hann vill ekki fullyrða að það hafi verið meira um veikindi hjá þeim heldur en þeim sem reyndari eru þó að svo hafi virst þegar tölfræði hafi verið tekin saman um tilvikin að þeir yngri hefðu frekar verið að veikjast en þeir eldri.Viðtalið við Axel í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni hér að ofan. Tengdar fréttir Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. 23. ágúst 2016 11:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. Greint hefur verið frá því að félagið hafi gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur fyrirtækið meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Axel ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og benti á að vinnuumhverfið í fluginu væri sérstakt þar sem loftið í vélunum sé öðruvísi en loftið á jörðu niðri. Þannig megi líkja súrefnisþrýstingi í flugvélum við að maður sé í 8000 feta hæð. „Þannig að súrefnismettun verður lægri hjá okkur og þess vegna geta til dæmis hjarta-og lungnasjúklingar orðið alvarlega veikir og átt erfitt með að fara í flug. Svo er til flugveiki sem er ekki ósvipað sjóveiki maður verður veikur vegna hreyfinganna sem tilheyra fluginu,“ segir Axel. Þau sjúkdómseinkenni sem komið hafa upp hjá flugliðum Icelandair undanfarið eru meðal annars svimi, máttleysi, almenn vanlíðan og ógleði. Axel segir ekki vitað hvað valdi þessu en fyrirtækið taki þessu mjög alvarlega. „Það þarf auðvitað að reyna að ganga úr skugga um að þetta sé ekki á einhvern hátt tengt vinnuaðstæðum og vinnuumhverfi. Ég hef svolítið komið að þessu sem trúnaðarlæknir félagsins til að reyna að átta okkur á því hvað er að gerast. Okkur sýnist að það sé í raun og veru enginn samnefnari; þetta eru mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður þannig að það er voðalega erfitt að setja þetta undir einn hatt.“ Axel segir að margt geti spilað inn í veikindin. Þannig hafi margir nýliðar hafið störf hjá Icelandair í sumar en hann vill ekki fullyrða að það hafi verið meira um veikindi hjá þeim heldur en þeim sem reyndari eru þó að svo hafi virst þegar tölfræði hafi verið tekin saman um tilvikin að þeir yngri hefðu frekar verið að veikjast en þeir eldri.Viðtalið við Axel í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. 23. ágúst 2016 11:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. 23. ágúst 2016 11:15