Brotthvarf að verða frá Starbucks-menningu Ingvar Haraldsson skrifar 24. ágúst 2016 10:00 Kristbjörg segir tækifæri fólgin í að auka sérstöðu Kaffitárs. Vísir/Hanna „Það er náttúrulega miklu meira framboð í dag og hraðinn alveg gríðarlegur,“ segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, nýr forstjóri Kaffitárs, um breytingar sem orðið hafa á kaffivenjum Íslendinga síðustu ár. „Starbucks-menningin hefur svolítið rutt sér til rúms í dag og gæðin ekki endilega í fyrirrúmi. En ég held að þetta sé að koma svolítið til baka. Fólk er farið að leggja meiri áherslu á gæði umfram magn og það er verða til þessi „slow brew“ menning því það er svo margt annað í boði en bara latté til að taka með.“ Kristbjörg tekur við starfinu af Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda Kaffitárs, sem sinnt hefur starfinu frá árinu 1990. Kristbjörg segir Aðalheiði ætla að hverfa frá daglegum rekstri en einbeita sér að kaffinu sjálfu. „Hún er örugglega sá Íslendingur sem mesta þekkingu hefur á kaffi og hefur getið sér gott orð erlendis,“ segir Kristbjörg um forvera sinn. „Þannig að ég tek við rekstrinum og ekki síst markaðsmálunum. Þetta er náttúrulega frábært vörumerki, Kaffitár er orðið 26 ára,“ segir Kristbjörg. Hún vill leggja meiri áherslu á sérstöðu vörumerkisins Kaffitárs í starfinu. „Þessari sérstöðu hefur kannski ekki verið komið nægjanlega vel á framfæri. Það hefur kannski týnst undanfarin ár með auknu framboði af kaffi,“ segir Kristbjörg en bakgrunnur hennar er í vörumerkjastjórnun og markaðsmálum. Hún starfaði sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Men and Mice ehf. síðustu tvö ár. Áður var hún forstöðumaður markaðssviðs Símans og þar áður starfaði hún hjá Össuri í ellefu ár, meðal annars sem framkvæmdastjóri markaðssviðs fyrir Evrópu og framkvæmdastjóri vörustjórnunar. Kristbjörg segir mikil tækifæri fylgja hinum aukna ferðamannastraumi til Íslands. Hingað til hafi starfsemi Kaffitárs að stærstum hluta verið í sölu á kaffi til Íslendinga í gegnum sölu til fyrirtækja, matvöruverslana og kaffihúsa. Ferðamennirnir komi fyrst og fremst á þau kaffihús sem eru nærri vinsælum ferðamannastöðum en Kaffitár rekur sjö kaffihús undir merkjum Kaffitárs og eitt undir merkjum Kruðerí Kaffitárs sem er einnig bakarí. Nýtt Kruðerí verður opnað innan skamms á Stórhöfða. Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
„Það er náttúrulega miklu meira framboð í dag og hraðinn alveg gríðarlegur,“ segir Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, nýr forstjóri Kaffitárs, um breytingar sem orðið hafa á kaffivenjum Íslendinga síðustu ár. „Starbucks-menningin hefur svolítið rutt sér til rúms í dag og gæðin ekki endilega í fyrirrúmi. En ég held að þetta sé að koma svolítið til baka. Fólk er farið að leggja meiri áherslu á gæði umfram magn og það er verða til þessi „slow brew“ menning því það er svo margt annað í boði en bara latté til að taka með.“ Kristbjörg tekur við starfinu af Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda Kaffitárs, sem sinnt hefur starfinu frá árinu 1990. Kristbjörg segir Aðalheiði ætla að hverfa frá daglegum rekstri en einbeita sér að kaffinu sjálfu. „Hún er örugglega sá Íslendingur sem mesta þekkingu hefur á kaffi og hefur getið sér gott orð erlendis,“ segir Kristbjörg um forvera sinn. „Þannig að ég tek við rekstrinum og ekki síst markaðsmálunum. Þetta er náttúrulega frábært vörumerki, Kaffitár er orðið 26 ára,“ segir Kristbjörg. Hún vill leggja meiri áherslu á sérstöðu vörumerkisins Kaffitárs í starfinu. „Þessari sérstöðu hefur kannski ekki verið komið nægjanlega vel á framfæri. Það hefur kannski týnst undanfarin ár með auknu framboði af kaffi,“ segir Kristbjörg en bakgrunnur hennar er í vörumerkjastjórnun og markaðsmálum. Hún starfaði sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Men and Mice ehf. síðustu tvö ár. Áður var hún forstöðumaður markaðssviðs Símans og þar áður starfaði hún hjá Össuri í ellefu ár, meðal annars sem framkvæmdastjóri markaðssviðs fyrir Evrópu og framkvæmdastjóri vörustjórnunar. Kristbjörg segir mikil tækifæri fylgja hinum aukna ferðamannastraumi til Íslands. Hingað til hafi starfsemi Kaffitárs að stærstum hluta verið í sölu á kaffi til Íslendinga í gegnum sölu til fyrirtækja, matvöruverslana og kaffihúsa. Ferðamennirnir komi fyrst og fremst á þau kaffihús sem eru nærri vinsælum ferðamannastöðum en Kaffitár rekur sjö kaffihús undir merkjum Kaffitárs og eitt undir merkjum Kruðerí Kaffitárs sem er einnig bakarí. Nýtt Kruðerí verður opnað innan skamms á Stórhöfða.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira