Fleiri í framhaldsnámi en grunnnámi Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. ágúst 2016 10:45 Ingi Rúnar Eðvarðsson bendir á að hagvöxtur sé drifinn áfram af byggingaframkvæmdum og ferðaþjónustu. Hann spyr hvað eigi að verða um háskólaborgarana. Vísir/GVA Ingi Rúnar Eðvarðsson tók í sumar við stöðu deildarforseta viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Enginn háskóli hefur á að skipa stærri viðskiptafræðideild en rúmlega 1.400 manns voru við nám í deildinni síðastliðinn vetur. Nú í haust hefja rösklega 400 manns þar nám. Þar af eru 222 nemar í meistaranámi en 210 í grunnámi. Ingi Rúnar settist niður með blaðamanni Markaðarins og sagði frá starfsemi deildarinnar, möguleikum viðskiptafræðinga á atvinnumarkaði og sýn sinni á íslenskt viðskiptalíf eins og það er í dag.Tækifæri eftir meistaraprófIngi Rúnar segir þá sem ljúka meistaraprófi í viðskiptafræði í dag eiga ágæta möguleika á vinnumarkaði. En að B.Sc. próf sé fyrst og fremst góður grunnur. „Það er grunnur sem ekki veitir vinnu eftir námið en það er meira svona undanfari,“ segir Ingi Rúnar. Hann segir að atvinnumöguleikarnir fari bæði eftir stöðunni á vinnumarkaði hverju sinni en líka því á hvaða sviði nemendur hafi menntað sig. „Við verðum vör við að þeir sem hafa lokið hjá okkur mannauðsstjórnunarnámi og markaðsfræði fá ágætis störf hjá ýmsum fyrirtækjum.“ Ingi Rúnar segir að þeir sem fara í meistaranám í fjármálum sæki helst í fjármálafyrirtækin en þeir sem fara í stjórnun og stefnumótun geti verið með mjög víðan grunn. Þeir geti farið í fyrirtæki um land allt og gerst millistjórnendur, verkefnastjórar, gæðastjórar og síðan tekið að sér að stjórna fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. „Þannig að það fer svolítið mikið eftir því á hvaða sviði þú ert búinn að mennta þig hvaða atvinnutækifæri bíða þín,“ segir Ingi Rúnar. „Almennt finnst manni eins og vinnumarkaðurinn sé að taka við sér,“ segir Ingi Rúnar. Þetta megi sjá í því að nemendur eigi auðveldara með að finna vinnu en áður og að aðsókn í viðskiptafræðinám og annað háskólanám sé að minnka. Fyrst eftir hrunið, þegar efnahagslífið var í lægð, hafi aftur á móti margir sótt í háskólanám til að bæta stöðu sína. Þú ert í rauninni að segja að staða efnahagslífsins hafi áhrif á aðsókn að viðskiptafræðinámi? „Hún gerir það og hefur gert mjög lengi. Þegar kreppir að þá eru margir sem fara inn í námið og inn í háskólana til að bæta stöðu sína. Þegar hún batnar þá dregur aftur úr aðsókninni. Ég held að það sé þannig með alla viðskiptaháskólana. Ég er ekki búinn að kynna mér tölurnar en mig grunar að það sé niðurstaðan,“ segir Ingi Rúnar. Í tengslum við bankahrunið var mikið rætt um siðferði í viðskiptum. Hefur það haft áhrif ánámið? „Já, bæði hafa verið stofnuð ný námskeið, en síðan er þetta líka komið miklu meira inn í allar kennslubækur,“ segir Ingi Rúnar. Í öllum kennslubókum séu nú kaflar um viðskiptasiðferði og um stjórnarhætti. „Það er orðið miklu meira um þetta fjallað og þetta er orðið hluti af náminu. Sem var alls ekki áður,“ segir hann. En bætir við að einnig sé fjallað meira um umhverfisábyrgð og samfélagslega ábyrgð. Ingi Rúnar segir að eftir bankahrunið sé fólk orðið gagnrýnna á viðskiptalífið og viðteknar venjur og hefðir. Fólk sé ekki eins blint á það sem er að gerast í atvinnulífinu og það var áður. „Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var kvartað yfir því að fjölmiðlar og háskólar hefðu svolítið sofnað á verðinum og ég held að núna sé meiri gagnrýni.“Forseti viðskiptadeildarinnar segir að áherslan á siðferði í viðskiptum, umhverfisábyrgð og samfélagslega ábyrgð hafi aukist eftir hrun.Vísir/GVAHvernig horfir þú sjálfur á viðskiptalífið í dag? „Ég held að það sé mjög margt jákvætt að gerast. Skuldir ríkisins lækka eftir uppgjörið. Það er hagvöxtur, það eru miklar breytingar, atvinnuleysið er að minnka. Og við sjáum að það eru ákveðin þáttaskil sem eru að eiga sér stað,“ segir Ingi Rúnar. Undirstöðuatvinnuvegirnir séu nú þrír; sjávarútvegur, áliðnaður og ferðaþjónusta og síðasta greinin hafi vaxið mjög hratt.Þurfum að horfa fram veginnIngi Rúnar telur þó að Íslendingar verði að skoða betur hvert þeir ætli að stefna í atvinnulífinu. „Við erum að mennta mjög mikið af fólki í íslenskum háskólum en er það að nýtast í atvinnulífinu? Það er eitt af því sem ég held að við þyrftum að skoða betur.“ Hann bendir á að núna sé meginvöxturinn í byggingageiranum og ferðaþjónustu. „Hvað eigum við þá að gera við alla þessa háskólaborgara sem virðast ekki nýtast þarna? Þarna virðist mér vera ástæða til að skoða frekar,“ segir Ingi Rúnar. Og bætir við að í framhaldinu þurfi Hagstofan og aðrir aðilar að skoða fólksflutninga úr landi, hverjir það eru sem yfirgefa land. „Er þetta bara unga fólkið sem fer til þess að sækja sér menntun, eða eru fleiri að fara sem við viljum ekki missa úr landi?“ Ingi Rúnar segir þó jákvæð teikn á lofti þar sem leikjaiðnaðurinn og tölvubransinn í heild vaxi mikið. Íslenskir háskólar hafi verið að mennta mikið af tölvunarfræðingum. „Og svo er vissulega eitthvað að gerast í nýsköpun. En maður veltir fyrir sér á hverju við ætlum að byggja varðandi framtíðar atvinnuuppbyggingu á Íslandi. Ætlum við að byggja á ódýrri orku og hráefni og lítt menntuðu vinnuafli? Eða ætlum við að fara þá leið að reyna að nýta það menntaða vinnuafl sem við erum með og reyna að auka afkastagetu og framleiðni í fyrirtækjum. Þarna finnst mér við standa á tímamótum og þurfum að huga að því á næstu árum að vera með nýja atvinnustefnu og ný sóknarfæri þar sem við nýtum hið háskólamenntaða fólk í ríkari mæli en við höfum gert á síðustu árum.“Æskilegt að sameina og vinna meira samanIngi Rúnar telur að það hafi verið til góðs þegar Háskólinn í Reykjavík hóf starfsemi. Þá hafi orðið til samkeppni og fólk hafi getað valið milli tveggja menntastofnana. Í dag eru fjórir skólar sem bjóða upp á viðskiptafræðinám. Það er Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri. „Ég var að kenna lengi við Háskólann á Akureyri og ég held að það megi fækka þessum stofnunum. Reyna að sameina meira og hafa aukna samvinnu með það að markmiði að nýta féð betur til rannsókna og hins vegar að bjóða upp á góða þjónustu fyrir nemendur,“ segir Ingi Rúnar. Markmiðið yrði ekki að spara heldur að efla stofnanirnar sem kennslu- og rannsóknarstofnanir. Hann leggur þó áherslu á að við sameiningu og samstarf yrði staðinn vörður um jafnt aðgengi að námi. „Enn er það þannig að það munar miklu á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni hvað það er miklu hærra hlutfall á höfuðborgarsvæðinu sem er með háskólamenntun. Þannig að aðgengi að menntun skiptir gríðarlega miklu máli.“ Ingi Rúnar segir það þó ekki vera stefnu viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands að auka aðgengi fólks í dreifðari byggðum að námi. „Meðal annars út af því að Háskólinn á Akureyri er að gera það sem ríkisháskóli. Og við höfum ekki viljað fara út á þann markað,“ segir Ingi Rúnar og bendir á að Háskólinn á Bifröst bjóði líka upp á fjarnám. Hver er þá sérstaða viðskiptadeildarinnar í HÍ? „Ég held að okkar sérstaða felist í því að við erum búin að útskrifa stjórnendur í viðskiptalífinu síðan 1938. Einnig erum við með mikið úrval af meistaranámi. Það er okkar sérstaða,“ segir Ingi Rúnar og bætir við að enginn annar skóli geti boðið upp á jafn mörg námskeið á meistarastigi. Sérstaðan tengist því bæði þessari löngu sögu, fjölda nemenda og miklu námsúrvali. „Þetta tengist því að við erum hluti af Háskóla Íslands sem á sér gott orðspor og langa sögu. Við njótum þess.“ Er námið hér á Íslandi samkeppnishæft við það sem er erlendis? „Maður getur svarað þessu með ýmsum hætti. Okkar nám byggir upphaflega á norrænni fyrirmynd,“ segir Ingi Rúnar og nefnir Copenhagen Business School í Danmörku sem eina fyrirmynd. „Og yfirleitt er það þannig að þegar okkar nemendur ljúka B.Sc. námi eiga þeir tiltölulega greiðan aðgang að framhaldsnámi víðast hvar erlendis,“ bætir Ingi Rúnar við. Þetta bendi til þess að námið í HÍ og flestum íslenskum háskólum sé nokkuð gott. Ingi Rúnar segir að erlendir nemar sæki í vaxandi mæli í nám við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Áhuginn á náminu vaxi með vaxandi vinsældum Íslands. „Já, það er vinsælt og gerist æ vinsælla í grunnnámi að það komi skiptinemar hingað. Ísland er inn. Ég hef nú ekki alveg töluna hvað þeir eru margir. En þeir skipta tugum, þeir erlendu nemar sem vilja koma hingað í eitt misseri eða svo.“ Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Ingi Rúnar Eðvarðsson tók í sumar við stöðu deildarforseta viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Enginn háskóli hefur á að skipa stærri viðskiptafræðideild en rúmlega 1.400 manns voru við nám í deildinni síðastliðinn vetur. Nú í haust hefja rösklega 400 manns þar nám. Þar af eru 222 nemar í meistaranámi en 210 í grunnámi. Ingi Rúnar settist niður með blaðamanni Markaðarins og sagði frá starfsemi deildarinnar, möguleikum viðskiptafræðinga á atvinnumarkaði og sýn sinni á íslenskt viðskiptalíf eins og það er í dag.Tækifæri eftir meistaraprófIngi Rúnar segir þá sem ljúka meistaraprófi í viðskiptafræði í dag eiga ágæta möguleika á vinnumarkaði. En að B.Sc. próf sé fyrst og fremst góður grunnur. „Það er grunnur sem ekki veitir vinnu eftir námið en það er meira svona undanfari,“ segir Ingi Rúnar. Hann segir að atvinnumöguleikarnir fari bæði eftir stöðunni á vinnumarkaði hverju sinni en líka því á hvaða sviði nemendur hafi menntað sig. „Við verðum vör við að þeir sem hafa lokið hjá okkur mannauðsstjórnunarnámi og markaðsfræði fá ágætis störf hjá ýmsum fyrirtækjum.“ Ingi Rúnar segir að þeir sem fara í meistaranám í fjármálum sæki helst í fjármálafyrirtækin en þeir sem fara í stjórnun og stefnumótun geti verið með mjög víðan grunn. Þeir geti farið í fyrirtæki um land allt og gerst millistjórnendur, verkefnastjórar, gæðastjórar og síðan tekið að sér að stjórna fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. „Þannig að það fer svolítið mikið eftir því á hvaða sviði þú ert búinn að mennta þig hvaða atvinnutækifæri bíða þín,“ segir Ingi Rúnar. „Almennt finnst manni eins og vinnumarkaðurinn sé að taka við sér,“ segir Ingi Rúnar. Þetta megi sjá í því að nemendur eigi auðveldara með að finna vinnu en áður og að aðsókn í viðskiptafræðinám og annað háskólanám sé að minnka. Fyrst eftir hrunið, þegar efnahagslífið var í lægð, hafi aftur á móti margir sótt í háskólanám til að bæta stöðu sína. Þú ert í rauninni að segja að staða efnahagslífsins hafi áhrif á aðsókn að viðskiptafræðinámi? „Hún gerir það og hefur gert mjög lengi. Þegar kreppir að þá eru margir sem fara inn í námið og inn í háskólana til að bæta stöðu sína. Þegar hún batnar þá dregur aftur úr aðsókninni. Ég held að það sé þannig með alla viðskiptaháskólana. Ég er ekki búinn að kynna mér tölurnar en mig grunar að það sé niðurstaðan,“ segir Ingi Rúnar. Í tengslum við bankahrunið var mikið rætt um siðferði í viðskiptum. Hefur það haft áhrif ánámið? „Já, bæði hafa verið stofnuð ný námskeið, en síðan er þetta líka komið miklu meira inn í allar kennslubækur,“ segir Ingi Rúnar. Í öllum kennslubókum séu nú kaflar um viðskiptasiðferði og um stjórnarhætti. „Það er orðið miklu meira um þetta fjallað og þetta er orðið hluti af náminu. Sem var alls ekki áður,“ segir hann. En bætir við að einnig sé fjallað meira um umhverfisábyrgð og samfélagslega ábyrgð. Ingi Rúnar segir að eftir bankahrunið sé fólk orðið gagnrýnna á viðskiptalífið og viðteknar venjur og hefðir. Fólk sé ekki eins blint á það sem er að gerast í atvinnulífinu og það var áður. „Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var kvartað yfir því að fjölmiðlar og háskólar hefðu svolítið sofnað á verðinum og ég held að núna sé meiri gagnrýni.“Forseti viðskiptadeildarinnar segir að áherslan á siðferði í viðskiptum, umhverfisábyrgð og samfélagslega ábyrgð hafi aukist eftir hrun.Vísir/GVAHvernig horfir þú sjálfur á viðskiptalífið í dag? „Ég held að það sé mjög margt jákvætt að gerast. Skuldir ríkisins lækka eftir uppgjörið. Það er hagvöxtur, það eru miklar breytingar, atvinnuleysið er að minnka. Og við sjáum að það eru ákveðin þáttaskil sem eru að eiga sér stað,“ segir Ingi Rúnar. Undirstöðuatvinnuvegirnir séu nú þrír; sjávarútvegur, áliðnaður og ferðaþjónusta og síðasta greinin hafi vaxið mjög hratt.Þurfum að horfa fram veginnIngi Rúnar telur þó að Íslendingar verði að skoða betur hvert þeir ætli að stefna í atvinnulífinu. „Við erum að mennta mjög mikið af fólki í íslenskum háskólum en er það að nýtast í atvinnulífinu? Það er eitt af því sem ég held að við þyrftum að skoða betur.“ Hann bendir á að núna sé meginvöxturinn í byggingageiranum og ferðaþjónustu. „Hvað eigum við þá að gera við alla þessa háskólaborgara sem virðast ekki nýtast þarna? Þarna virðist mér vera ástæða til að skoða frekar,“ segir Ingi Rúnar. Og bætir við að í framhaldinu þurfi Hagstofan og aðrir aðilar að skoða fólksflutninga úr landi, hverjir það eru sem yfirgefa land. „Er þetta bara unga fólkið sem fer til þess að sækja sér menntun, eða eru fleiri að fara sem við viljum ekki missa úr landi?“ Ingi Rúnar segir þó jákvæð teikn á lofti þar sem leikjaiðnaðurinn og tölvubransinn í heild vaxi mikið. Íslenskir háskólar hafi verið að mennta mikið af tölvunarfræðingum. „Og svo er vissulega eitthvað að gerast í nýsköpun. En maður veltir fyrir sér á hverju við ætlum að byggja varðandi framtíðar atvinnuuppbyggingu á Íslandi. Ætlum við að byggja á ódýrri orku og hráefni og lítt menntuðu vinnuafli? Eða ætlum við að fara þá leið að reyna að nýta það menntaða vinnuafl sem við erum með og reyna að auka afkastagetu og framleiðni í fyrirtækjum. Þarna finnst mér við standa á tímamótum og þurfum að huga að því á næstu árum að vera með nýja atvinnustefnu og ný sóknarfæri þar sem við nýtum hið háskólamenntaða fólk í ríkari mæli en við höfum gert á síðustu árum.“Æskilegt að sameina og vinna meira samanIngi Rúnar telur að það hafi verið til góðs þegar Háskólinn í Reykjavík hóf starfsemi. Þá hafi orðið til samkeppni og fólk hafi getað valið milli tveggja menntastofnana. Í dag eru fjórir skólar sem bjóða upp á viðskiptafræðinám. Það er Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri. „Ég var að kenna lengi við Háskólann á Akureyri og ég held að það megi fækka þessum stofnunum. Reyna að sameina meira og hafa aukna samvinnu með það að markmiði að nýta féð betur til rannsókna og hins vegar að bjóða upp á góða þjónustu fyrir nemendur,“ segir Ingi Rúnar. Markmiðið yrði ekki að spara heldur að efla stofnanirnar sem kennslu- og rannsóknarstofnanir. Hann leggur þó áherslu á að við sameiningu og samstarf yrði staðinn vörður um jafnt aðgengi að námi. „Enn er það þannig að það munar miklu á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni hvað það er miklu hærra hlutfall á höfuðborgarsvæðinu sem er með háskólamenntun. Þannig að aðgengi að menntun skiptir gríðarlega miklu máli.“ Ingi Rúnar segir það þó ekki vera stefnu viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands að auka aðgengi fólks í dreifðari byggðum að námi. „Meðal annars út af því að Háskólinn á Akureyri er að gera það sem ríkisháskóli. Og við höfum ekki viljað fara út á þann markað,“ segir Ingi Rúnar og bendir á að Háskólinn á Bifröst bjóði líka upp á fjarnám. Hver er þá sérstaða viðskiptadeildarinnar í HÍ? „Ég held að okkar sérstaða felist í því að við erum búin að útskrifa stjórnendur í viðskiptalífinu síðan 1938. Einnig erum við með mikið úrval af meistaranámi. Það er okkar sérstaða,“ segir Ingi Rúnar og bætir við að enginn annar skóli geti boðið upp á jafn mörg námskeið á meistarastigi. Sérstaðan tengist því bæði þessari löngu sögu, fjölda nemenda og miklu námsúrvali. „Þetta tengist því að við erum hluti af Háskóla Íslands sem á sér gott orðspor og langa sögu. Við njótum þess.“ Er námið hér á Íslandi samkeppnishæft við það sem er erlendis? „Maður getur svarað þessu með ýmsum hætti. Okkar nám byggir upphaflega á norrænni fyrirmynd,“ segir Ingi Rúnar og nefnir Copenhagen Business School í Danmörku sem eina fyrirmynd. „Og yfirleitt er það þannig að þegar okkar nemendur ljúka B.Sc. námi eiga þeir tiltölulega greiðan aðgang að framhaldsnámi víðast hvar erlendis,“ bætir Ingi Rúnar við. Þetta bendi til þess að námið í HÍ og flestum íslenskum háskólum sé nokkuð gott. Ingi Rúnar segir að erlendir nemar sæki í vaxandi mæli í nám við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Áhuginn á náminu vaxi með vaxandi vinsældum Íslands. „Já, það er vinsælt og gerist æ vinsælla í grunnnámi að það komi skiptinemar hingað. Ísland er inn. Ég hef nú ekki alveg töluna hvað þeir eru margir. En þeir skipta tugum, þeir erlendu nemar sem vilja koma hingað í eitt misseri eða svo.“
Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira