Mygluskemmdir kosta Íslandsbanka 1,2 milljarða jón hákon halldórsson skrifar 24. ágúst 2016 11:00 Húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi er illa farið vegna myglusvepps. Fréttablaðið/Pjetur Íslandsbanki lækkaði virði á húsnæði sínu, sem hýsir höfuðstöðvarnar að Kirkjusandi, um 1,2 milljarða vegna skemmda á húsinu. Þetta kemur fram í árshlutareikningi bankans. Eins og fram hefur komið er húsnæðið mikið skemmt af völdum myglu. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir þó ekki hafa verið gefið upp hvert bókfært virði höfuðstöðvanna er eða hvað það verður eftir niðurfærsluna. „Við tókum þessa lækkun á það núna af því að við vitum ekkert hvað verður um húsið,“ segir Birna og bætir við að það myndi kosta stórar fjárhæðir að gera við húsið. Þá sé möguleiki að húsið verði einfaldlega rifið. Þótt bankinn eigi lóðina sem húsnæðið stendur á leggur Birna mikla áherslu á það að Reykjavíkurborg fari með skipulagsvaldið og húsið yrði ekki rifið án samráðs við borgaryfirvöld.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ekki búið að ákveða hvað gert verður við húsnæðið á Kirkjusandi.Eins og fram hefur komið mun Íslandsbanki opna nýjar höfuðstöðvar í Norðurturninum í Kópavogi. Nú hefur verið ákveðið að fyrstu starfsmenn flytji um mánaðamótin október/nóvember. Eins og Markaðurinn hefur áður greint frá verða breytingar gerðar á vinnuumhverfi höfuðstöðva Íslandsbanka þegar þær flytjast. Þar verður tekið upp svokallað verkefnamiðað vinnuumhverfi í stað hefðbundins opins vinnuumhverfis. Hver starfsmaður mun ekki eiga fasta vinnuaðstöðu en velur sér þess í stað vinnuaðstöðu sem hentar þeim verkefnum sem unnin eru hverju sinni. Þetta er gert til að nýta betur rými, en einungis 55 prósent starfsmanna eru við sæti sín að meðaltali. Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Íslandsbanki lækkaði virði á húsnæði sínu, sem hýsir höfuðstöðvarnar að Kirkjusandi, um 1,2 milljarða vegna skemmda á húsinu. Þetta kemur fram í árshlutareikningi bankans. Eins og fram hefur komið er húsnæðið mikið skemmt af völdum myglu. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir þó ekki hafa verið gefið upp hvert bókfært virði höfuðstöðvanna er eða hvað það verður eftir niðurfærsluna. „Við tókum þessa lækkun á það núna af því að við vitum ekkert hvað verður um húsið,“ segir Birna og bætir við að það myndi kosta stórar fjárhæðir að gera við húsið. Þá sé möguleiki að húsið verði einfaldlega rifið. Þótt bankinn eigi lóðina sem húsnæðið stendur á leggur Birna mikla áherslu á það að Reykjavíkurborg fari með skipulagsvaldið og húsið yrði ekki rifið án samráðs við borgaryfirvöld.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ekki búið að ákveða hvað gert verður við húsnæðið á Kirkjusandi.Eins og fram hefur komið mun Íslandsbanki opna nýjar höfuðstöðvar í Norðurturninum í Kópavogi. Nú hefur verið ákveðið að fyrstu starfsmenn flytji um mánaðamótin október/nóvember. Eins og Markaðurinn hefur áður greint frá verða breytingar gerðar á vinnuumhverfi höfuðstöðva Íslandsbanka þegar þær flytjast. Þar verður tekið upp svokallað verkefnamiðað vinnuumhverfi í stað hefðbundins opins vinnuumhverfis. Hver starfsmaður mun ekki eiga fasta vinnuaðstöðu en velur sér þess í stað vinnuaðstöðu sem hentar þeim verkefnum sem unnin eru hverju sinni. Þetta er gert til að nýta betur rými, en einungis 55 prósent starfsmanna eru við sæti sín að meðaltali.
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira