Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Fimm forsvarsmenn félaga sem halda úti sjónvarpsstöðvum og efnisveitum skrifuðu undir áskorun til ráðherra og þingmanna sem birt var í Fréttablaðinu í gær. Þar var farið fram á „nauðsynlegar og tímabærar breytingar“ á löggjöf, sem ætlað væri að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Undir áskorunina skrifuðu þau Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps Sögu, Ingvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNN, Orri Hauksson, fyrir hönd Símans, Rakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla Hringbrautar, og Sævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla. Nokkrar tillögur voru nefndar í greininni sem yrðu umræddum fjölmiðlafyrirtækjum til hagsbóta. Þar á meðal var að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði um næstu áramót og mögulega hækka útvarpsgjald til að vega upp á móti tekjumissi. Að virðisaukaskattur yrði ekki tekinn af starfsemi fjölmiðla. Að jafnræði yrði tryggt milli innlendra félaga og erlendra varðandi kvaðir og skilyrði um meðferð á myndefni. Að sömu reglur giltu um innlendar og erlendar efnisveitur svo innlendar veitur sætu við sama borð og alþjóðlegir fjölmiðlarisar. Að skilgreiningar á hugtökum í fjölmiðlalögum verði uppfærðar og að stjórnvöld grípi til úrræða til að styðja við talsetningu á erlendu myndefni fyrir börn og textun fyrir heyrnarskerta. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist almennt hafa áhuga á að efla frjálsa fjölmiðlun. Hún sagði tillögurnar í greininni vera áhugaverðar og hægt væri að skoða þær frekar. Margar þeirra hafi verið ræddar áður. „Það þarf auðvitað að fylgjast vel með, því eins og fram kemur í greininni, þegar Netflix kemur þá breytist allt. Það var ekki til þegar við vorum að vinna í fjölmiðlalögunum,“ segir Unnur. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segist vera hollvinur Ríkisútvarpsins og að hún sé stuðningsmaður þess „að við eigum hér fjölmiðil í almannaþágu og eigu“. Hins vegar hefði það verið stefna Samfylkingarinnar að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði en núverandi ríkisstjórn hafi hins vegar bætt við. „Það að draga úr þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði þýðir um leið að ríkið verði að vera tilbúið að bæta Ríkisútvarpinu það upp og reyna að tryggja rekstrarforsendur þess. Ég tel að ríkisfjölmiðill eigi ekki að vera umsvifamikill á auglýsingamarkaði í samkeppni við aðra en miðað við núverandi aðstæður þarf að huga að því með hvaða hætti rekstrarumhverfi Ríkisútvarpsins er best tryggt.“ Sem dæmi þurfi eitt skref í því að vera að aflétta þungum lífeyrisskuldbindingum sem RÚV beri. Þá segir hún að íbúar landsbyggðarinnar hafi áhyggjur af upplýsingaveitunni af landsbyggðinni ef þjónusta RÚV yrði skert. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, hafði ekki kynnt sér tillögurnar til hlítar en sagði það „sjálfsagt að skoða alvarlega að taka RÚV af auglýsingamarkaði eða setja einhverjar hindranir þar á“, þar sem RÚV væri með forskot á markaði. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa talað um þetta árum saman. Markaðurinn væri mjög skakkur. Ómögulegt væri að vera með eðlilegt fjölmiðlaumhverfi á meðan Ríkisútvarpið væri með fjóra milljarða króna í forgjöf. „Ef menn hafa áhyggjur af einhverju ójafnvægi í mjólkuriðnaðinum út af MS, þá er þetta ekkert öðruvísi. Þarna er RÚV tekið út úr samhengi við samkeppnislögin og mér finnst óeðlilegt að, ef menn ætla á annað borð að halda út ríkissjónvarpi, að það hafi forgjöf og sé síðan í samkeppni við aðra fjölmiðla. Þetta er í eðli sínu fráleitt.“ Brynjar sagði spurninguna vera hve stórt RÚV ætti að vera og hvaða þjónustu það ætti að veita. Það væri hins vegar önnur umræða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áskorun um gerð lagabreytinga Undirrituð félög skora á ráðherra og Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. 23. ágúst 2016 08:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Fimm forsvarsmenn félaga sem halda úti sjónvarpsstöðvum og efnisveitum skrifuðu undir áskorun til ráðherra og þingmanna sem birt var í Fréttablaðinu í gær. Þar var farið fram á „nauðsynlegar og tímabærar breytingar“ á löggjöf, sem ætlað væri að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Undir áskorunina skrifuðu þau Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps Sögu, Ingvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNN, Orri Hauksson, fyrir hönd Símans, Rakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla Hringbrautar, og Sævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla. Nokkrar tillögur voru nefndar í greininni sem yrðu umræddum fjölmiðlafyrirtækjum til hagsbóta. Þar á meðal var að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði um næstu áramót og mögulega hækka útvarpsgjald til að vega upp á móti tekjumissi. Að virðisaukaskattur yrði ekki tekinn af starfsemi fjölmiðla. Að jafnræði yrði tryggt milli innlendra félaga og erlendra varðandi kvaðir og skilyrði um meðferð á myndefni. Að sömu reglur giltu um innlendar og erlendar efnisveitur svo innlendar veitur sætu við sama borð og alþjóðlegir fjölmiðlarisar. Að skilgreiningar á hugtökum í fjölmiðlalögum verði uppfærðar og að stjórnvöld grípi til úrræða til að styðja við talsetningu á erlendu myndefni fyrir börn og textun fyrir heyrnarskerta. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist almennt hafa áhuga á að efla frjálsa fjölmiðlun. Hún sagði tillögurnar í greininni vera áhugaverðar og hægt væri að skoða þær frekar. Margar þeirra hafi verið ræddar áður. „Það þarf auðvitað að fylgjast vel með, því eins og fram kemur í greininni, þegar Netflix kemur þá breytist allt. Það var ekki til þegar við vorum að vinna í fjölmiðlalögunum,“ segir Unnur. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segist vera hollvinur Ríkisútvarpsins og að hún sé stuðningsmaður þess „að við eigum hér fjölmiðil í almannaþágu og eigu“. Hins vegar hefði það verið stefna Samfylkingarinnar að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði en núverandi ríkisstjórn hafi hins vegar bætt við. „Það að draga úr þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði þýðir um leið að ríkið verði að vera tilbúið að bæta Ríkisútvarpinu það upp og reyna að tryggja rekstrarforsendur þess. Ég tel að ríkisfjölmiðill eigi ekki að vera umsvifamikill á auglýsingamarkaði í samkeppni við aðra en miðað við núverandi aðstæður þarf að huga að því með hvaða hætti rekstrarumhverfi Ríkisútvarpsins er best tryggt.“ Sem dæmi þurfi eitt skref í því að vera að aflétta þungum lífeyrisskuldbindingum sem RÚV beri. Þá segir hún að íbúar landsbyggðarinnar hafi áhyggjur af upplýsingaveitunni af landsbyggðinni ef þjónusta RÚV yrði skert. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, hafði ekki kynnt sér tillögurnar til hlítar en sagði það „sjálfsagt að skoða alvarlega að taka RÚV af auglýsingamarkaði eða setja einhverjar hindranir þar á“, þar sem RÚV væri með forskot á markaði. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa talað um þetta árum saman. Markaðurinn væri mjög skakkur. Ómögulegt væri að vera með eðlilegt fjölmiðlaumhverfi á meðan Ríkisútvarpið væri með fjóra milljarða króna í forgjöf. „Ef menn hafa áhyggjur af einhverju ójafnvægi í mjólkuriðnaðinum út af MS, þá er þetta ekkert öðruvísi. Þarna er RÚV tekið út úr samhengi við samkeppnislögin og mér finnst óeðlilegt að, ef menn ætla á annað borð að halda út ríkissjónvarpi, að það hafi forgjöf og sé síðan í samkeppni við aðra fjölmiðla. Þetta er í eðli sínu fráleitt.“ Brynjar sagði spurninguna vera hve stórt RÚV ætti að vera og hvaða þjónustu það ætti að veita. Það væri hins vegar önnur umræða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áskorun um gerð lagabreytinga Undirrituð félög skora á ráðherra og Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. 23. ágúst 2016 08:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Áskorun um gerð lagabreytinga Undirrituð félög skora á ráðherra og Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. 23. ágúst 2016 08:30