Fótbolti

Viðar Örn aftur í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Getty
Viðar Örn Kjartansson var í dag aftur valinn i íslenska landsliðið en hann kemur inn í hópinn á ný eftir að hafa misst af Evrópumótinu í Frakklandi í sumar.

Viðar Örn hefur spilað vel með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í sumar og kemur inn í liðið í stað Eiðs Smára Guðjohnsen, sem er sem stendur án félags.

Ein önnur breyting er á íslenska landsliðshópnum frá þeim hópi sem fór til Frakklands í sumar. Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmaður Rosenborg, kemur inn fyrir Hjört Hermannsson.

Ísland mætir Úkraínu í Kænugarði þann 5. september en það verður fyrsti landsleikurinn í undankeppni HM 2018 og fyrsti eftir að Heimir Hallgrímsson tók einn við þjálfun íslenska liðsins.

Hópurinn:

Hannes Þór Halldórsson, Randers

Ögmundur Kristinsson, Hammarby

Ingvar Jónssno, Sandefjord

Varnarmenn:

Birkir Már Sævarsson, Hammarby

Ragnar Sigurðsson, Krasnodar

Kári Árnason, Malmö

Ari Freyr Skúlason, Lokeren

Sverrir Ingi Ingason, Lokeren

Haukur Heiðar Hauksson, AIK

Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City

Hólmar Örn Eyjólfsson, Rosenborg

Miðjumenn:

Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City

Emil Hallfreðsson, Udinese

Birkir Bjarnason, Basel

Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley

Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea

Theodór Elmar Bjarnason, AGF

Rúnar Már Sigurjónsson, Grashopper

Arnór Ingvi Traustason, Rapíd Vín

Sóknarmenn:

Kolbeinn Sigþórsson, Nantes

Alfreð Finnbogason, Augsburg

Jón Daði Böðvarsson, Wolves

Viðar Örn Kjartansson, Malmö

Blaðamannafundurinn var í beinni textalýsingu á Vísi og má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×