Viðskipti innlent

Óli Kristján til liðs við KOM

Atli Ísleifsson skrifar
Óli Kristján Ármannsson hefur starfað á Fréttablaðinu síðastliðin tólf ár.
Óli Kristján Ármannsson hefur starfað á Fréttablaðinu síðastliðin tólf ár. Mynd/KOM
Óli Kristján Ármannsson hefur hafið störf sem ráðgjafi í almannatengslum og útgáfu hjá KOM ráðgjöf.

Óli Kristján hefur starfað sem blaðamaður á Fréttablaðinu síðastliðin tólf ár þar sem hann sinnti meðal annars vaktstjórn, var í hópi leiðarahöfunda, auk þess að sinna fréttaskrifum.

Hann hefur einnig starfað á Morgunblaðinu og ritstýrt tímaritinu Tölvuheimi – PC World á Íslandi frá 2002 til 2004. Þá hefur Óli Kristján setið í stjórn Blaðamannafélags Íslands síðustu átta ár, þar af sem varaformaður frá 2013.

Í tilkynningu frá KOM segir að Óli Kristján hafi lokið námi í Hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands 2001 og setið árin 2006 og 2007 námskeið í rannsóknarblaðamennsku og ritstjórn í Háskólanum í Reykjavík. Þá lauk hann BA-námi í ensku frá Háskóla Íslands árið 1994.

Óli Kristján býr á Selfossi með eiginkonu sinni Guðfinnu Gunnarsdóttur framhaldsskólakennara og börnum þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×