Viðskipti innlent

Orkuveitan hagnast um fimm milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Rekstrartekjur OR námu 20,96 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins.
Rekstrartekjur OR námu 20,96 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Vísir/Róbert
Á fyrri helmingi ársins 2016 skilaði rekstur Orkuveitu Reykjavíkur fimm milljarða króna hagnaði, samanborið við 2,3 milljarða hagnað á sama tíma árið 2015. Fram kemur í tilkynningu að viðvarandi sparnaður í rekstri og hagstæð gengisþróun eigi þátt í bættri afkomu.

Rekstrartekjur námu 20,96 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins og hækkuðu milli ára. Rekstrarkostnaður nam 8,2 milljörðum króna og hækkaði einnig milli ára. Rekstrarhagnaður EBIT nam 7,4 milljörðum króna á tímabilinu og dróst saman milli ára.

Launakostnaður hefur hækkað í samræmi við nýlega kjarsamninga. Nettó vaxtaberandi skuldir OR lækkuðu um níu milljarða króna á fyrri hluta ársins.

Um næstu áramót sjá Veitur, dótturfyrirtæki OR sem sér um veiturekstur samstæðunnar, fram á að lækka gjaldskrár fyrir rafmagnsdreifingu og kalt vatn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×