Guðmundur: Nú er það gull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 10:00 Guðmundur Guðmundsson og Danir fagna hér sigri í undanúrslitaleiknum. Vísir/Anton Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. „Það er eitthvað með þessa Frakka. Sagan endurtekur sig en nú skulum við vona að við komum inn í þennan leik og viljum endilega verða Ólympíumeistarar," sagði Guðmundur. Danska landsliðið hefur aldrei komist í úrslit á Ólympíuleikum og besti árangur liðsins fyrir þessa leika var fjórða sætið á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Danir hafa tapað þremur úrslitaleikjum á HM (2011, 2013) eða EM (2014) á undanförnum árum en þetta er sá fyrsti í þjálfaratíð Guðmundar. „Nú þurfum við að þjappa okkur saman og læra af þessum úrslitaleikjum og koma grimmir inn í þennan leik. Það er það sem gildir núna," sagði Guðmundur. Frakkar hafa unnið Ólympíugullið á síðustu tveimur leikjum, fyrst í Peking 2008 og svo í London 2012. Þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar. „Þetta franska lið er alls ekki ósigrandi. Þeir eru búnir að sýna það. Þeir voru næstum því búnir að tapa þessu niður á móti Þjóðverjum og í nokkrum leikjum öðrum. Töpuðu síðan á móti Króötum," sagði Guðmundur. Frakkar unnu Katar og Evrópumeistara Frakka á leið sinni í úrslit en Danir enduðu Ólympíudrauminn hjá Slóvenum og Pólverjum. Liðin mættust í riðlakeppninni þar sem Frakkar unnu 33-30 en þetta var leikur í síðustu umferðinni. „Við vorum fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik á móti þeim en spiluðum illa út úr okkar. Það er allt mögulegt," sagði Guðmundur. Hann er á því að það komi danska liðinu vel að hafa spilað við Frakka áður á þessum Ólympíuleikum. „Mér finnst það hjálpa okkur. Ég held að við höfum grætt á því," sagði Guðmundur. Guðmundur er nú kominn með lið í úrslitaleik á Ólympíuleikum í annað skiptið en hann fór með íslenska landsliðið í gullleikinn í Peking 2008. Þá tapaði Ísland einmitt á móti Frökkum og varð að sætta sig við silfrið. „Nú er það gull," sagði Guðmundur staðráðinn í því að vinna úrslitaleikinn á móti Frökkum. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Guðmundur: Okkar langbesti leikur á leikunum til þessa Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. 17. ágúst 2016 22:56 Fáum við íslenskan úrslitaleik? Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eru komnir með lið sín í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó og vinni Þýskaland og Danmörk leiki sína í dag mætast þeir í úrslitaleiknum á sunnudaginn. 19. ágúst 2016 07:00 Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09 Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23 Guðmundur minnugur ÓL 2012: Ég hálfvorkenni Slóvenunum Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, gat auðveldlega sett sig í fótspor slóvenska landsliðsins sem datt í kvöld út úr átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 17. ágúst 2016 23:06 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson er kominn með danska handboltalandsliðið alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið spilar um gullið við Frakka í dag. „Það er eitthvað með þessa Frakka. Sagan endurtekur sig en nú skulum við vona að við komum inn í þennan leik og viljum endilega verða Ólympíumeistarar," sagði Guðmundur. Danska landsliðið hefur aldrei komist í úrslit á Ólympíuleikum og besti árangur liðsins fyrir þessa leika var fjórða sætið á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Danir hafa tapað þremur úrslitaleikjum á HM (2011, 2013) eða EM (2014) á undanförnum árum en þetta er sá fyrsti í þjálfaratíð Guðmundar. „Nú þurfum við að þjappa okkur saman og læra af þessum úrslitaleikjum og koma grimmir inn í þennan leik. Það er það sem gildir núna," sagði Guðmundur. Frakkar hafa unnið Ólympíugullið á síðustu tveimur leikjum, fyrst í Peking 2008 og svo í London 2012. Þeir eru einnig ríkjandi heimsmeistarar. „Þetta franska lið er alls ekki ósigrandi. Þeir eru búnir að sýna það. Þeir voru næstum því búnir að tapa þessu niður á móti Þjóðverjum og í nokkrum leikjum öðrum. Töpuðu síðan á móti Króötum," sagði Guðmundur. Frakkar unnu Katar og Evrópumeistara Frakka á leið sinni í úrslit en Danir enduðu Ólympíudrauminn hjá Slóvenum og Pólverjum. Liðin mættust í riðlakeppninni þar sem Frakkar unnu 33-30 en þetta var leikur í síðustu umferðinni. „Við vorum fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik á móti þeim en spiluðum illa út úr okkar. Það er allt mögulegt," sagði Guðmundur. Hann er á því að það komi danska liðinu vel að hafa spilað við Frakka áður á þessum Ólympíuleikum. „Mér finnst það hjálpa okkur. Ég held að við höfum grætt á því," sagði Guðmundur. Guðmundur er nú kominn með lið í úrslitaleik á Ólympíuleikum í annað skiptið en hann fór með íslenska landsliðið í gullleikinn í Peking 2008. Þá tapaði Ísland einmitt á móti Frökkum og varð að sætta sig við silfrið. „Nú er það gull," sagði Guðmundur staðráðinn í því að vinna úrslitaleikinn á móti Frökkum.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Guðmundur: Okkar langbesti leikur á leikunum til þessa Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. 17. ágúst 2016 22:56 Fáum við íslenskan úrslitaleik? Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eru komnir með lið sín í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó og vinni Þýskaland og Danmörk leiki sína í dag mætast þeir í úrslitaleiknum á sunnudaginn. 19. ágúst 2016 07:00 Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09 Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23 Guðmundur minnugur ÓL 2012: Ég hálfvorkenni Slóvenunum Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, gat auðveldlega sett sig í fótspor slóvenska landsliðsins sem datt í kvöld út úr átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 17. ágúst 2016 23:06 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Guðmundur: Okkar langbesti leikur á leikunum til þessa Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. 17. ágúst 2016 22:56
Fáum við íslenskan úrslitaleik? Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eru komnir með lið sín í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó og vinni Þýskaland og Danmörk leiki sína í dag mætast þeir í úrslitaleiknum á sunnudaginn. 19. ágúst 2016 07:00
Guðmundur: Ofboðslega stoltur, glaður og hrærður Guðmundur Guðmundsson stýrði danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó en Danir unnu þá Pólverja eftir framlengdan undanúrslitaleik. 20. ágúst 2016 03:09
Guðmundur spilar aftur við Frakka um gullið | Danir unnu í framlengingu Guðmundur Guðmundsson kom danska landsliðinu í nótt í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó. 20. ágúst 2016 01:23
Guðmundur minnugur ÓL 2012: Ég hálfvorkenni Slóvenunum Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, gat auðveldlega sett sig í fótspor slóvenska landsliðsins sem datt í kvöld út úr átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 17. ágúst 2016 23:06