Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2016 15:54 Þórir Hergeirsson fagnar bronsinu. Vísir/Anton Norska kvennalandsliðið í handbolta kemur heim með verðlaun frá Ólympíuleikunum í Ríó en liðið tryggði sér bronsverðlaun með sannfærandi tíu marka sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið. Þetta eru áttu verðlaun liðsins undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar. Þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð sem Noregur vinnur verðlaun en liðið hafði tekið gullið á tveimur síðustu ólympíuleikum. Bæði liðin höfðu tapað með minnsta mun í undanúrslitaleikjum sínum fyrir Frakklandi og Rússlandi sem spila um gullið á eftir. Noregur vann leikinn 36-26 eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13, og ná níu marka forystu í báðum hálfleikjunum. Sigurinn var því mjög sannfærandi og öruggur. Nora Mörk var enn á ný markahæst hjá norska liðinu en hún skoraði 7 mörk í þessum leik. Amanda Kurtovic og Stine Bredal Oftedal skoruðu báðar sex mörk og Veronica Kristiansen var með fimm mörk þar af þrjú þeirra í byrjun seinni hálfleiks. Camilla Herrem sem klúðraði dauðafærin í lok framlengingarinnar í undanúrslitunum var með 4 mörk og 6 stolna bolta í leiknum. Heidi Löke skoraði líka fjögur mörk. Norska liðið hafði unnið þrjá örugga sigra á hollenska liðinu á undanförnum stórmótum þar á meðal átta marka sigur í úrslitaleik HM í fyrra. Það var eiginlega greinilegt frá byrjun að trúin á sigur var ekki mikil innan hollenska liðsins. Norska liðið ætlaði aftur á móti að bæta fyrir sárt tap í framlengdum undanúrslitaleik á móti Rússum. Norska liðið byrjaði leikinn líka á full gasi, komst í 7-2, 10-3 og náði mest níu marka forystu (14-5, 16-7 og 17-8) um miðjan hálfleikinn. Hollenska liðið náði að minnka muninn niður í sex mörk fyrir hálfleik en Noregur leiddi þá 19-13. Norsku stelpurnar unnu fyrstu sex mínútur seinni hálfleiksins 4-1 og náðu þar með aftur níu marka forystu, 23-14. Hollenska minnkaði muninn reyndar fljótlega niður í sex mörk en þær norsku hleyptu þeim ekki lengra í bili. Munurinn fór reyndar niður í fimm mörk á síðustu tíu mínútunum en sigurinn var aldrei í hættu hjá norsku stelpunum sem komu muninum aftur upp í tíu mörk fyrir lokaflautið. Þórir Hergeirsson hefur nú stýrt norska liðinu á níu stórmótum og unnið verðlaun á átta þeirra eða fimm gull, eitt silfur og tvö brons. Liðið er ríkjandi heims og Evrópumeistari og framundan er titilvörn á EM í Svíþjóð í desember. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Þórir Hergeirsson segir að það sé ekki einhver taktík að tapa fyrsta leik á stórmóti því norsku stelpurnar hafa svo oft byrjað illa en endað mjög vel á þessum stóru mótum kvennahandboltans. Það gerðist á leiðinni að Ólympíugullinu fyrir fjórum árum og aftur um helgina í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 07:00 Þórir eftir tapið: Mótlætið gerir okkur bara sterkari Þórir Hergeirsson tapaði sínum fyrsta undanúrslitaleik í sjö ár þegar norska kvennalandsliðið tapaði í nótt í framlengdum leik á móti Rússlandi í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 19. ágúst 2016 03:47 Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. 19. ágúst 2016 01:27 Lið Þóris komið á sigurbraut Noregur vann góðan sigur á Spáni, 27-24, í handbolta kvenna á Ólympíuleikunum í Peking. 8. ágúst 2016 19:43 Stelpurnar hans Þóris sýndu enga miskunn Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Ríó með risasigri, 33-20, á Svíum í kvöld. 16. ágúst 2016 21:46 Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið leikur undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar eins og undanfarin sjö ár. Fréttablaðið fékk að vita meira um þjálfarann Þóri hjá tveimur lykilleikmönnum norska liðsins, þeim Heidi Löke og Stine Oftedal. 18. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í handbolta kemur heim með verðlaun frá Ólympíuleikunum í Ríó en liðið tryggði sér bronsverðlaun með sannfærandi tíu marka sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið. Þetta eru áttu verðlaun liðsins undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar. Þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð sem Noregur vinnur verðlaun en liðið hafði tekið gullið á tveimur síðustu ólympíuleikum. Bæði liðin höfðu tapað með minnsta mun í undanúrslitaleikjum sínum fyrir Frakklandi og Rússlandi sem spila um gullið á eftir. Noregur vann leikinn 36-26 eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13, og ná níu marka forystu í báðum hálfleikjunum. Sigurinn var því mjög sannfærandi og öruggur. Nora Mörk var enn á ný markahæst hjá norska liðinu en hún skoraði 7 mörk í þessum leik. Amanda Kurtovic og Stine Bredal Oftedal skoruðu báðar sex mörk og Veronica Kristiansen var með fimm mörk þar af þrjú þeirra í byrjun seinni hálfleiks. Camilla Herrem sem klúðraði dauðafærin í lok framlengingarinnar í undanúrslitunum var með 4 mörk og 6 stolna bolta í leiknum. Heidi Löke skoraði líka fjögur mörk. Norska liðið hafði unnið þrjá örugga sigra á hollenska liðinu á undanförnum stórmótum þar á meðal átta marka sigur í úrslitaleik HM í fyrra. Það var eiginlega greinilegt frá byrjun að trúin á sigur var ekki mikil innan hollenska liðsins. Norska liðið ætlaði aftur á móti að bæta fyrir sárt tap í framlengdum undanúrslitaleik á móti Rússum. Norska liðið byrjaði leikinn líka á full gasi, komst í 7-2, 10-3 og náði mest níu marka forystu (14-5, 16-7 og 17-8) um miðjan hálfleikinn. Hollenska liðið náði að minnka muninn niður í sex mörk fyrir hálfleik en Noregur leiddi þá 19-13. Norsku stelpurnar unnu fyrstu sex mínútur seinni hálfleiksins 4-1 og náðu þar með aftur níu marka forystu, 23-14. Hollenska minnkaði muninn reyndar fljótlega niður í sex mörk en þær norsku hleyptu þeim ekki lengra í bili. Munurinn fór reyndar niður í fimm mörk á síðustu tíu mínútunum en sigurinn var aldrei í hættu hjá norsku stelpunum sem komu muninum aftur upp í tíu mörk fyrir lokaflautið. Þórir Hergeirsson hefur nú stýrt norska liðinu á níu stórmótum og unnið verðlaun á átta þeirra eða fimm gull, eitt silfur og tvö brons. Liðið er ríkjandi heims og Evrópumeistari og framundan er titilvörn á EM í Svíþjóð í desember.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Þórir Hergeirsson segir að það sé ekki einhver taktík að tapa fyrsta leik á stórmóti því norsku stelpurnar hafa svo oft byrjað illa en endað mjög vel á þessum stóru mótum kvennahandboltans. Það gerðist á leiðinni að Ólympíugullinu fyrir fjórum árum og aftur um helgina í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 07:00 Þórir eftir tapið: Mótlætið gerir okkur bara sterkari Þórir Hergeirsson tapaði sínum fyrsta undanúrslitaleik í sjö ár þegar norska kvennalandsliðið tapaði í nótt í framlengdum leik á móti Rússlandi í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 19. ágúst 2016 03:47 Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. 19. ágúst 2016 01:27 Lið Þóris komið á sigurbraut Noregur vann góðan sigur á Spáni, 27-24, í handbolta kvenna á Ólympíuleikunum í Peking. 8. ágúst 2016 19:43 Stelpurnar hans Þóris sýndu enga miskunn Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Ríó með risasigri, 33-20, á Svíum í kvöld. 16. ágúst 2016 21:46 Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið leikur undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar eins og undanfarin sjö ár. Fréttablaðið fékk að vita meira um þjálfarann Þóri hjá tveimur lykilleikmönnum norska liðsins, þeim Heidi Löke og Stine Oftedal. 18. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Þórir Hergeirsson segir að það sé ekki einhver taktík að tapa fyrsta leik á stórmóti því norsku stelpurnar hafa svo oft byrjað illa en endað mjög vel á þessum stóru mótum kvennahandboltans. Það gerðist á leiðinni að Ólympíugullinu fyrir fjórum árum og aftur um helgina í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 07:00
Þórir eftir tapið: Mótlætið gerir okkur bara sterkari Þórir Hergeirsson tapaði sínum fyrsta undanúrslitaleik í sjö ár þegar norska kvennalandsliðið tapaði í nótt í framlengdum leik á móti Rússlandi í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 19. ágúst 2016 03:47
Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. 19. ágúst 2016 01:27
Lið Þóris komið á sigurbraut Noregur vann góðan sigur á Spáni, 27-24, í handbolta kvenna á Ólympíuleikunum í Peking. 8. ágúst 2016 19:43
Stelpurnar hans Þóris sýndu enga miskunn Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Ríó með risasigri, 33-20, á Svíum í kvöld. 16. ágúst 2016 21:46
Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið leikur undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar eins og undanfarin sjö ár. Fréttablaðið fékk að vita meira um þjálfarann Þóri hjá tveimur lykilleikmönnum norska liðsins, þeim Heidi Löke og Stine Oftedal. 18. ágúst 2016 08:00