Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2016 15:54 Þórir Hergeirsson fagnar bronsinu. Vísir/Anton Norska kvennalandsliðið í handbolta kemur heim með verðlaun frá Ólympíuleikunum í Ríó en liðið tryggði sér bronsverðlaun með sannfærandi tíu marka sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið. Þetta eru áttu verðlaun liðsins undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar. Þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð sem Noregur vinnur verðlaun en liðið hafði tekið gullið á tveimur síðustu ólympíuleikum. Bæði liðin höfðu tapað með minnsta mun í undanúrslitaleikjum sínum fyrir Frakklandi og Rússlandi sem spila um gullið á eftir. Noregur vann leikinn 36-26 eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13, og ná níu marka forystu í báðum hálfleikjunum. Sigurinn var því mjög sannfærandi og öruggur. Nora Mörk var enn á ný markahæst hjá norska liðinu en hún skoraði 7 mörk í þessum leik. Amanda Kurtovic og Stine Bredal Oftedal skoruðu báðar sex mörk og Veronica Kristiansen var með fimm mörk þar af þrjú þeirra í byrjun seinni hálfleiks. Camilla Herrem sem klúðraði dauðafærin í lok framlengingarinnar í undanúrslitunum var með 4 mörk og 6 stolna bolta í leiknum. Heidi Löke skoraði líka fjögur mörk. Norska liðið hafði unnið þrjá örugga sigra á hollenska liðinu á undanförnum stórmótum þar á meðal átta marka sigur í úrslitaleik HM í fyrra. Það var eiginlega greinilegt frá byrjun að trúin á sigur var ekki mikil innan hollenska liðsins. Norska liðið ætlaði aftur á móti að bæta fyrir sárt tap í framlengdum undanúrslitaleik á móti Rússum. Norska liðið byrjaði leikinn líka á full gasi, komst í 7-2, 10-3 og náði mest níu marka forystu (14-5, 16-7 og 17-8) um miðjan hálfleikinn. Hollenska liðið náði að minnka muninn niður í sex mörk fyrir hálfleik en Noregur leiddi þá 19-13. Norsku stelpurnar unnu fyrstu sex mínútur seinni hálfleiksins 4-1 og náðu þar með aftur níu marka forystu, 23-14. Hollenska minnkaði muninn reyndar fljótlega niður í sex mörk en þær norsku hleyptu þeim ekki lengra í bili. Munurinn fór reyndar niður í fimm mörk á síðustu tíu mínútunum en sigurinn var aldrei í hættu hjá norsku stelpunum sem komu muninum aftur upp í tíu mörk fyrir lokaflautið. Þórir Hergeirsson hefur nú stýrt norska liðinu á níu stórmótum og unnið verðlaun á átta þeirra eða fimm gull, eitt silfur og tvö brons. Liðið er ríkjandi heims og Evrópumeistari og framundan er titilvörn á EM í Svíþjóð í desember. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Þórir Hergeirsson segir að það sé ekki einhver taktík að tapa fyrsta leik á stórmóti því norsku stelpurnar hafa svo oft byrjað illa en endað mjög vel á þessum stóru mótum kvennahandboltans. Það gerðist á leiðinni að Ólympíugullinu fyrir fjórum árum og aftur um helgina í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 07:00 Þórir eftir tapið: Mótlætið gerir okkur bara sterkari Þórir Hergeirsson tapaði sínum fyrsta undanúrslitaleik í sjö ár þegar norska kvennalandsliðið tapaði í nótt í framlengdum leik á móti Rússlandi í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 19. ágúst 2016 03:47 Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. 19. ágúst 2016 01:27 Lið Þóris komið á sigurbraut Noregur vann góðan sigur á Spáni, 27-24, í handbolta kvenna á Ólympíuleikunum í Peking. 8. ágúst 2016 19:43 Stelpurnar hans Þóris sýndu enga miskunn Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Ríó með risasigri, 33-20, á Svíum í kvöld. 16. ágúst 2016 21:46 Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið leikur undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar eins og undanfarin sjö ár. Fréttablaðið fékk að vita meira um þjálfarann Þóri hjá tveimur lykilleikmönnum norska liðsins, þeim Heidi Löke og Stine Oftedal. 18. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í handbolta kemur heim með verðlaun frá Ólympíuleikunum í Ríó en liðið tryggði sér bronsverðlaun með sannfærandi tíu marka sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið. Þetta eru áttu verðlaun liðsins undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar. Þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð sem Noregur vinnur verðlaun en liðið hafði tekið gullið á tveimur síðustu ólympíuleikum. Bæði liðin höfðu tapað með minnsta mun í undanúrslitaleikjum sínum fyrir Frakklandi og Rússlandi sem spila um gullið á eftir. Noregur vann leikinn 36-26 eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13, og ná níu marka forystu í báðum hálfleikjunum. Sigurinn var því mjög sannfærandi og öruggur. Nora Mörk var enn á ný markahæst hjá norska liðinu en hún skoraði 7 mörk í þessum leik. Amanda Kurtovic og Stine Bredal Oftedal skoruðu báðar sex mörk og Veronica Kristiansen var með fimm mörk þar af þrjú þeirra í byrjun seinni hálfleiks. Camilla Herrem sem klúðraði dauðafærin í lok framlengingarinnar í undanúrslitunum var með 4 mörk og 6 stolna bolta í leiknum. Heidi Löke skoraði líka fjögur mörk. Norska liðið hafði unnið þrjá örugga sigra á hollenska liðinu á undanförnum stórmótum þar á meðal átta marka sigur í úrslitaleik HM í fyrra. Það var eiginlega greinilegt frá byrjun að trúin á sigur var ekki mikil innan hollenska liðsins. Norska liðið ætlaði aftur á móti að bæta fyrir sárt tap í framlengdum undanúrslitaleik á móti Rússum. Norska liðið byrjaði leikinn líka á full gasi, komst í 7-2, 10-3 og náði mest níu marka forystu (14-5, 16-7 og 17-8) um miðjan hálfleikinn. Hollenska liðið náði að minnka muninn niður í sex mörk fyrir hálfleik en Noregur leiddi þá 19-13. Norsku stelpurnar unnu fyrstu sex mínútur seinni hálfleiksins 4-1 og náðu þar með aftur níu marka forystu, 23-14. Hollenska minnkaði muninn reyndar fljótlega niður í sex mörk en þær norsku hleyptu þeim ekki lengra í bili. Munurinn fór reyndar niður í fimm mörk á síðustu tíu mínútunum en sigurinn var aldrei í hættu hjá norsku stelpunum sem komu muninum aftur upp í tíu mörk fyrir lokaflautið. Þórir Hergeirsson hefur nú stýrt norska liðinu á níu stórmótum og unnið verðlaun á átta þeirra eða fimm gull, eitt silfur og tvö brons. Liðið er ríkjandi heims og Evrópumeistari og framundan er titilvörn á EM í Svíþjóð í desember.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Þórir Hergeirsson segir að það sé ekki einhver taktík að tapa fyrsta leik á stórmóti því norsku stelpurnar hafa svo oft byrjað illa en endað mjög vel á þessum stóru mótum kvennahandboltans. Það gerðist á leiðinni að Ólympíugullinu fyrir fjórum árum og aftur um helgina í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 07:00 Þórir eftir tapið: Mótlætið gerir okkur bara sterkari Þórir Hergeirsson tapaði sínum fyrsta undanúrslitaleik í sjö ár þegar norska kvennalandsliðið tapaði í nótt í framlengdum leik á móti Rússlandi í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 19. ágúst 2016 03:47 Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. 19. ágúst 2016 01:27 Lið Þóris komið á sigurbraut Noregur vann góðan sigur á Spáni, 27-24, í handbolta kvenna á Ólympíuleikunum í Peking. 8. ágúst 2016 19:43 Stelpurnar hans Þóris sýndu enga miskunn Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Ríó með risasigri, 33-20, á Svíum í kvöld. 16. ágúst 2016 21:46 Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið leikur undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar eins og undanfarin sjö ár. Fréttablaðið fékk að vita meira um þjálfarann Þóri hjá tveimur lykilleikmönnum norska liðsins, þeim Heidi Löke og Stine Oftedal. 18. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Þórir Hergeirsson segir að það sé ekki einhver taktík að tapa fyrsta leik á stórmóti því norsku stelpurnar hafa svo oft byrjað illa en endað mjög vel á þessum stóru mótum kvennahandboltans. Það gerðist á leiðinni að Ólympíugullinu fyrir fjórum árum og aftur um helgina í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 07:00
Þórir eftir tapið: Mótlætið gerir okkur bara sterkari Þórir Hergeirsson tapaði sínum fyrsta undanúrslitaleik í sjö ár þegar norska kvennalandsliðið tapaði í nótt í framlengdum leik á móti Rússlandi í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 19. ágúst 2016 03:47
Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. 19. ágúst 2016 01:27
Lið Þóris komið á sigurbraut Noregur vann góðan sigur á Spáni, 27-24, í handbolta kvenna á Ólympíuleikunum í Peking. 8. ágúst 2016 19:43
Stelpurnar hans Þóris sýndu enga miskunn Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Ríó með risasigri, 33-20, á Svíum í kvöld. 16. ágúst 2016 21:46
Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið leikur undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar eins og undanfarin sjö ár. Fréttablaðið fékk að vita meira um þjálfarann Þóri hjá tveimur lykilleikmönnum norska liðsins, þeim Heidi Löke og Stine Oftedal. 18. ágúst 2016 08:00
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti