Sterkari vegna upprunans Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 20. ágúst 2016 10:30 María Thelma hefur mörg járn í eldinum Vísir/Stefán Þegar María Thelma Smáradóttir útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands 17. júní síðastliðinn valdi hún að vera í taílenskum þjóðbúningi. Hún er stolt af uppruna sínum. „Mamma heitir Vala Rún Tuankrathok og kemur frá Nakhon Ratchasima í Taílandi. Pabbi heitir Smári Þrastar Sigurðsson og er ættaður að austan.“ Hún segist hafa sterkar rætur í taílenskri menningu. Hún þakkar það móður sinni sem gætti þess að kenna henni tungumálið og að rækja búddíska trú. „Mamma fluttist hingað til lands fyrir tuttugu og sex árum. Hún hefur alltaf verið þakklát fyrir að búa hér og eiga gott líf. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig það var fyrir hana að venjast íslensku samfélagi. Nýkomin til Íslands frá Taílandi með eldri systur mína nýfædda. Ég fæðist þremur árum seinna.“Þrjár kynslóðir, amma, móðir og María sjálf. María vinnur mikið með uppruna sinn í listinni.Hefur önnur viðhorf „Mamma ól mig upp að taílenskum sið, hún talaði við mig á taílensku og lagði áherslu á búddismann og þær hefðir sem tengjast honum,“ segir María. „Mamma er líka frábær kokkur, matur skiptir miklu máli í menningu okkar. Mamma gaf mér hugrekki, dugnað, sjálfstæði, víðsýni, nægjusemi og ekki síst tungumálið. Margt af því góða sem hún kenndi mér er innrætt í trú og menningu í Taílandi, ekki síst nægjusemin sem er nátengd búddisma,“ segir María og bætir við að búddísk trúarbrögð hafi haft mikil áhrif á hana. „Ég tek eftir því að ég hef stundum önnur viðhorf til hlutanna,“ segir hún. „Ég er auðvitað mjög blönduð af báðum menningarheimum. Ég fór í leikskóla og þar talaði ég íslensku og er alin upp í íslensku samfélagi. Við höfum oft farið í heimsóknir til Taílands, þá höfum við oftast farið til Pattaya sem er vinsæll ferðamannastaður. Ég hef farið á heimaslóðir með mömmu, en ég man ekki mikið eftir því. Pattaya er erilsöm borg og þar er mikið í gangi en fólkið er nægjusamt og glatt. Ég held að gleðin spretti af nægjuseminni. Það þarf mjög mikið til þess að þetta fólk upplifi skort og vanlíðan miðað við okkur Íslendinga. Stundum má ekki síminn verða batteríslaus hjá okkur, þá fer allt á hliðina,“ segir hún og hlær.„Mamma ól mig upp að taílenskum sið, hún talaði við mig á taílensku og lagði áherslu á búddismann og þær hefðir sem tengjast honum,“ segir María.Fer með hlutverk í Föngum Eftir útskriftina úr Listaháskólanum tóku við tökur á þáttaröðinni Fangar. „Mér finnst ég heppin að hafa fengið hlutverk í þáttaröðinni, tökum lauk í júní. Ég fór beint í þetta verkefni og það var stórkostlegt.“ Hún segir Íslendinga af erlendum uppruna fá sífellt fleiri tækifæri. Líka í leiklistinni. „Ég hef fengið góðar móttökur eftir útskrift, ég fæ bæði verkefni vegna þess að ég er dökk á hörund og líka alveg ótengt húðlitnum. Auðvitað má opna enn frekar á það að fólk af erlendum uppruna fái meira vægi í íslenskri leiklist, við erum stór hluti af samfélaginu. Það er eðlilegt og það mætti opna meira á það. Við lifum í margbreytilegu samfélagi,“ segir María.Vinnur með upprunann Hún vann með uppruna sinn í leiklistarnáminu. „Eitt verkefna minna í skólanum var skáldverk sem er byggt á heimildum um móður mína, líf hennar í Taílandi og hvernig það var að flytjast hingað. Ég talaði við hana um þetta og bætti svo spuna við. Verkið byggir á hugtakinu heima, hvað það þýðir. Í dag eru margir sem búa ekki þar sem þeir fæddust, og þeim mun fjölga,“ segir María sem ætlar að vinna frekar með verkefnið nú eftir útskrift.María heldur hér á Skúmaskoti, sinni fyrstu bók.María hefur einnig gaman af því að setja saman texta. Hún segist áhugaskúffuskáld og hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók. „Ég var að ganga frá samningi en bók mín Skúmaskot er fáanleg bæði í verslunum Eymundsson og í Máli og menningu,“ segir hún frá en hún undirbýr útgáfupartí sem hún ætlar að halda á Vínyl á Hverfisgötu klukkan átta á sunnudag. „Ég skrifa prósa og ljóð. Ég hef verið að dunda mér við skrifin í um eitt ár. Ég ákvað í sumar að senda hana frá mér, út í kosmósið. Af hverju ekki?“ segir hún. María er ein sjö ungskálda sem taka þátt í viðburðinum Ljóðað við slippinn í dag. Það er viðburður á vegum Kaffislipps og Bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur. Í forsvari fyrir hópnum er ljóðskáldið og rapparinn Vigdís Ósk Howser Harðardóttir.Nær tengingu með hlaupum „Ég hef mjög gaman af því að tjá mig í orðum, leiklistin og ljóðaskrifin eru tengd. Ég vil fást við hvort tveggja í framtíðinni,“ segir María sem hefur knappan tíma til viðtals því hún býr sig einnig undir að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Í því ætlar hún að hlaupa 21 km. „Ég er ekki að styrkja neitt sérstakt. Mig langaði bara til þess að sýna samstöðu og taka þátt. Ég er vanur hlaupari og hef stundað hlaup frá því að ég var unglingur. Í dag get ég varla án útihlaups verið. Morgnarnir eru mér heilagir. Það er ekki til betri leið til að byrja daginn en að ná tengingu við sjálfan sig og það geri ég með hlaupinu. Ég byrja morgnana á því að taka góðan sprett áður en ég mæti í vinnu, skóla eða þangað sem ég þarf að mæta,“ segir María. Hún segist hafa þörf til þess að framkvæma. „Ég er mjög virk og ég hef mikla þörf fyrir að fylgja eftir því sem mér dettur í hug, hvort sem það er í tengslum við listsköpun eða eitthvað annað. Mér þykir verra að vera ólétt af hugmyndum og fæða þær aldrei út í heiminn heldur en að deila þeim með kosmósinu. Ég trúi því að heimurinn væri ögn drapplitaðri ef okkar besta hæfileikafólk myndi ekki deila verkum sínum með almenningi,“ segir María. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þegar María Thelma Smáradóttir útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands 17. júní síðastliðinn valdi hún að vera í taílenskum þjóðbúningi. Hún er stolt af uppruna sínum. „Mamma heitir Vala Rún Tuankrathok og kemur frá Nakhon Ratchasima í Taílandi. Pabbi heitir Smári Þrastar Sigurðsson og er ættaður að austan.“ Hún segist hafa sterkar rætur í taílenskri menningu. Hún þakkar það móður sinni sem gætti þess að kenna henni tungumálið og að rækja búddíska trú. „Mamma fluttist hingað til lands fyrir tuttugu og sex árum. Hún hefur alltaf verið þakklát fyrir að búa hér og eiga gott líf. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig það var fyrir hana að venjast íslensku samfélagi. Nýkomin til Íslands frá Taílandi með eldri systur mína nýfædda. Ég fæðist þremur árum seinna.“Þrjár kynslóðir, amma, móðir og María sjálf. María vinnur mikið með uppruna sinn í listinni.Hefur önnur viðhorf „Mamma ól mig upp að taílenskum sið, hún talaði við mig á taílensku og lagði áherslu á búddismann og þær hefðir sem tengjast honum,“ segir María. „Mamma er líka frábær kokkur, matur skiptir miklu máli í menningu okkar. Mamma gaf mér hugrekki, dugnað, sjálfstæði, víðsýni, nægjusemi og ekki síst tungumálið. Margt af því góða sem hún kenndi mér er innrætt í trú og menningu í Taílandi, ekki síst nægjusemin sem er nátengd búddisma,“ segir María og bætir við að búddísk trúarbrögð hafi haft mikil áhrif á hana. „Ég tek eftir því að ég hef stundum önnur viðhorf til hlutanna,“ segir hún. „Ég er auðvitað mjög blönduð af báðum menningarheimum. Ég fór í leikskóla og þar talaði ég íslensku og er alin upp í íslensku samfélagi. Við höfum oft farið í heimsóknir til Taílands, þá höfum við oftast farið til Pattaya sem er vinsæll ferðamannastaður. Ég hef farið á heimaslóðir með mömmu, en ég man ekki mikið eftir því. Pattaya er erilsöm borg og þar er mikið í gangi en fólkið er nægjusamt og glatt. Ég held að gleðin spretti af nægjuseminni. Það þarf mjög mikið til þess að þetta fólk upplifi skort og vanlíðan miðað við okkur Íslendinga. Stundum má ekki síminn verða batteríslaus hjá okkur, þá fer allt á hliðina,“ segir hún og hlær.„Mamma ól mig upp að taílenskum sið, hún talaði við mig á taílensku og lagði áherslu á búddismann og þær hefðir sem tengjast honum,“ segir María.Fer með hlutverk í Föngum Eftir útskriftina úr Listaháskólanum tóku við tökur á þáttaröðinni Fangar. „Mér finnst ég heppin að hafa fengið hlutverk í þáttaröðinni, tökum lauk í júní. Ég fór beint í þetta verkefni og það var stórkostlegt.“ Hún segir Íslendinga af erlendum uppruna fá sífellt fleiri tækifæri. Líka í leiklistinni. „Ég hef fengið góðar móttökur eftir útskrift, ég fæ bæði verkefni vegna þess að ég er dökk á hörund og líka alveg ótengt húðlitnum. Auðvitað má opna enn frekar á það að fólk af erlendum uppruna fái meira vægi í íslenskri leiklist, við erum stór hluti af samfélaginu. Það er eðlilegt og það mætti opna meira á það. Við lifum í margbreytilegu samfélagi,“ segir María.Vinnur með upprunann Hún vann með uppruna sinn í leiklistarnáminu. „Eitt verkefna minna í skólanum var skáldverk sem er byggt á heimildum um móður mína, líf hennar í Taílandi og hvernig það var að flytjast hingað. Ég talaði við hana um þetta og bætti svo spuna við. Verkið byggir á hugtakinu heima, hvað það þýðir. Í dag eru margir sem búa ekki þar sem þeir fæddust, og þeim mun fjölga,“ segir María sem ætlar að vinna frekar með verkefnið nú eftir útskrift.María heldur hér á Skúmaskoti, sinni fyrstu bók.María hefur einnig gaman af því að setja saman texta. Hún segist áhugaskúffuskáld og hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók. „Ég var að ganga frá samningi en bók mín Skúmaskot er fáanleg bæði í verslunum Eymundsson og í Máli og menningu,“ segir hún frá en hún undirbýr útgáfupartí sem hún ætlar að halda á Vínyl á Hverfisgötu klukkan átta á sunnudag. „Ég skrifa prósa og ljóð. Ég hef verið að dunda mér við skrifin í um eitt ár. Ég ákvað í sumar að senda hana frá mér, út í kosmósið. Af hverju ekki?“ segir hún. María er ein sjö ungskálda sem taka þátt í viðburðinum Ljóðað við slippinn í dag. Það er viðburður á vegum Kaffislipps og Bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur. Í forsvari fyrir hópnum er ljóðskáldið og rapparinn Vigdís Ósk Howser Harðardóttir.Nær tengingu með hlaupum „Ég hef mjög gaman af því að tjá mig í orðum, leiklistin og ljóðaskrifin eru tengd. Ég vil fást við hvort tveggja í framtíðinni,“ segir María sem hefur knappan tíma til viðtals því hún býr sig einnig undir að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Í því ætlar hún að hlaupa 21 km. „Ég er ekki að styrkja neitt sérstakt. Mig langaði bara til þess að sýna samstöðu og taka þátt. Ég er vanur hlaupari og hef stundað hlaup frá því að ég var unglingur. Í dag get ég varla án útihlaups verið. Morgnarnir eru mér heilagir. Það er ekki til betri leið til að byrja daginn en að ná tengingu við sjálfan sig og það geri ég með hlaupinu. Ég byrja morgnana á því að taka góðan sprett áður en ég mæti í vinnu, skóla eða þangað sem ég þarf að mæta,“ segir María. Hún segist hafa þörf til þess að framkvæma. „Ég er mjög virk og ég hef mikla þörf fyrir að fylgja eftir því sem mér dettur í hug, hvort sem það er í tengslum við listsköpun eða eitthvað annað. Mér þykir verra að vera ólétt af hugmyndum og fæða þær aldrei út í heiminn heldur en að deila þeim með kosmósinu. Ég trúi því að heimurinn væri ögn drapplitaðri ef okkar besta hæfileikafólk myndi ekki deila verkum sínum með almenningi,“ segir María.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira