Hlynur: Vó þungt að spila með Shouse Kjartan Atli Kjartansson skrifar 31. ágúst 2016 23:48 Hlynur skrifaði undir í Mathúsi Garðabæjar í gærkvöldi. Hér er hann með Skarphéðni Eiríkssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Mynd/Karl West Karlsson Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði Íslands í körfubolta, segir það hafa vegið þungt að fá að leika aftur með vini sínum Justin Shouse hjá Stjörnunni. Eins og sagt var frá kvöldfréttum Stöðvar 2 er Hlynur á leið í Garðabæinn, snúinn heim úr atvinnumennsku í Svíþjóð þar sem hann hefur verið síðan 2010. Hjá Stjörnunni hittir Hlynur sinn gamla vin, en hann og Shouse léku fyrst saman hjá Snæfelli tímabilið 2006 til 2007. „Ég man vel eftir okkar tíma saman. Með réttu hefði kannski átt að reka hann eftir þrjá leiki,“ rifjar Hlynur upp og heldur áfram: „En svo fór hann batnandi og stóð sig frábærlega. Það verður ótrúlega gaman að leika með honum. Hann er frábær leikmaður og bara frábær gaur, virkilega góður liðsfélagi.“ Hlynur bætir því við að hjá Stjörnunni séu margir góðir leikmenn, en Stjarnan er með reynslumikið lið; Hlynur, Justin, Marvin Valdimarsson og Ágúst Angatýsson eru allir yfir þrítugt. Hann telur að liðið eigi góða möguleika á því að vera sterkt. „Ég ætla að vona að við náum að keppa um eitthvað. Vissulega er virkilega sterkt lið vestur í bæ sem er búið að vinna þrjú ár í röð og er nú komið með Jón [Arnór Stefánsson] líka, það lið verður erfitt viðureignar. En maður veit auðvitað aldrei hvað gerist í þessu, hvað verður. Hvernig lið standa sig, hvernig kana þau fá og svo framvegis."Þú varst einnig orðaður við KR, áður en þú komst í Stjörnuna. Margir ræddu um hvort að þetta myndi eyðileggja deildina, ef þú færir þangað. Hafði það áhrif á ákvörðun þína - heildin - að KR-liði hefði jafnvel orðið of gott og tekið alla spennu úr deildinni? „Ég viðurkenni það alveg, að hluta af mér langaði að spila með Jóni Arnóri, Pavel [Ermolinski], Sigga [Sigurði Þorvaldssyni], en við Siggi spiluðum auðvitað lengi saman. Finnur Freyr [Stefánsson] er auðvitað flottur þjálfari, hefur staðið sig mjög vel með landsliðinu. Ég held að það hefði verið ótrúlega erfitt að gera vel, því væntingarnar hefðu orðið svo miklar. Allir hefðu búist við rústi í hverjum leik, en það verður aldrei svoleiðis. Pressan verður allt öðruvísi við svona aðstæður og það getur hreinlega legið þungt á mönnum að spila körfubolta við þannig aðstæður að þú verðir að vinna með að minnsta kosti tuttugu stiga mun. Ég hugsaði mig alveg vel um og veit að það hefði verið gaman að spila með þessum strákum. En ég er mjög sáttur með ákvörðunina mína. Mér líður mjög vel með þetta allt og líst ákaflega vel á Stjörnuna og Garðabæinn.“ Hlynur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem leikur nú þrjá útileiki í röð í undankeppni Eurobasket, Evrópukeppninnar í körfubolta. Leikirnir eru gegn Kýpur, Belgíu og Sviss. Liðið hefur unnið einn leik, fyrsta leikinn gegn Sviss í gærkvöldi. Dominos-deild karla Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði Íslands í körfubolta, segir það hafa vegið þungt að fá að leika aftur með vini sínum Justin Shouse hjá Stjörnunni. Eins og sagt var frá kvöldfréttum Stöðvar 2 er Hlynur á leið í Garðabæinn, snúinn heim úr atvinnumennsku í Svíþjóð þar sem hann hefur verið síðan 2010. Hjá Stjörnunni hittir Hlynur sinn gamla vin, en hann og Shouse léku fyrst saman hjá Snæfelli tímabilið 2006 til 2007. „Ég man vel eftir okkar tíma saman. Með réttu hefði kannski átt að reka hann eftir þrjá leiki,“ rifjar Hlynur upp og heldur áfram: „En svo fór hann batnandi og stóð sig frábærlega. Það verður ótrúlega gaman að leika með honum. Hann er frábær leikmaður og bara frábær gaur, virkilega góður liðsfélagi.“ Hlynur bætir því við að hjá Stjörnunni séu margir góðir leikmenn, en Stjarnan er með reynslumikið lið; Hlynur, Justin, Marvin Valdimarsson og Ágúst Angatýsson eru allir yfir þrítugt. Hann telur að liðið eigi góða möguleika á því að vera sterkt. „Ég ætla að vona að við náum að keppa um eitthvað. Vissulega er virkilega sterkt lið vestur í bæ sem er búið að vinna þrjú ár í röð og er nú komið með Jón [Arnór Stefánsson] líka, það lið verður erfitt viðureignar. En maður veit auðvitað aldrei hvað gerist í þessu, hvað verður. Hvernig lið standa sig, hvernig kana þau fá og svo framvegis."Þú varst einnig orðaður við KR, áður en þú komst í Stjörnuna. Margir ræddu um hvort að þetta myndi eyðileggja deildina, ef þú færir þangað. Hafði það áhrif á ákvörðun þína - heildin - að KR-liði hefði jafnvel orðið of gott og tekið alla spennu úr deildinni? „Ég viðurkenni það alveg, að hluta af mér langaði að spila með Jóni Arnóri, Pavel [Ermolinski], Sigga [Sigurði Þorvaldssyni], en við Siggi spiluðum auðvitað lengi saman. Finnur Freyr [Stefánsson] er auðvitað flottur þjálfari, hefur staðið sig mjög vel með landsliðinu. Ég held að það hefði verið ótrúlega erfitt að gera vel, því væntingarnar hefðu orðið svo miklar. Allir hefðu búist við rústi í hverjum leik, en það verður aldrei svoleiðis. Pressan verður allt öðruvísi við svona aðstæður og það getur hreinlega legið þungt á mönnum að spila körfubolta við þannig aðstæður að þú verðir að vinna með að minnsta kosti tuttugu stiga mun. Ég hugsaði mig alveg vel um og veit að það hefði verið gaman að spila með þessum strákum. En ég er mjög sáttur með ákvörðunina mína. Mér líður mjög vel með þetta allt og líst ákaflega vel á Stjörnuna og Garðabæinn.“ Hlynur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem leikur nú þrjá útileiki í röð í undankeppni Eurobasket, Evrópukeppninnar í körfubolta. Leikirnir eru gegn Kýpur, Belgíu og Sviss. Liðið hefur unnið einn leik, fyrsta leikinn gegn Sviss í gærkvöldi.
Dominos-deild karla Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum