Erlent

Rouseff vikið úr embætti forseta

Samúel Karl Ólason skrifar
Dilma Rousseff.
Dilma Rousseff. Vísir/EPA
Öldungadeild brasilíska þingsins hefur kosið að víkja Dilmu Rousseff, forseta landsins, úr embætti. Henni var vikið tímabundið úr embætti í maí og var sökum um að hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins.

Tveir þriðju þingmanna þurftu að kjósa gegn forsetanum en atkvæðagreiðslan fór 61-20.

Sjá einnig: Segir samvisku sína vera hreina

Michel Temer, starfandi forseti, mun gegna embættinu út skipunartíma Rousseff, eða fram í desember 2018.

Þingmennirnir eiga einnig að kjósa um hvort að Rousseff vort bannað að koma að stjórnmálum í Brasilíu í átta ár. Sú kosning stendur nú yfir og verður þeim niðurstöðum bætt við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×