„Lágmark að Ísland láti í sér heyra“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2016 19:15 Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér í málefnum 1.700 tyrkneskra dómara sem hnepptir voru í gæsluvarðhald í tengslum við hreinsanir Erdogans forseta. Margir þeirra dómara sem nú sitja í fangelsi í Tyrklandi eru vinir íslenskra starfsbræðra þeirra. Í Tyrklandi hafa 3.500 dómarar verið leystir frá störfum í tengslum við hreinsanir Erdogan Tyrklandsforseta eftir valdaránstilraunina 15. júlí. Þar af hafa 1700 dómarar verið handteknir og eignir þeirra kyrrsettar. Á fundi formanna norrænu dómarafélaganna í Bergen á föstudag var samþykkt harðorð ályktun um aðgerðir stjórnvalda í Tyrklandi gegn dómurum. Í ályktuninni er þessum aðgerðum lýst sem hreinsunum. Tyrkland er samstarfsþjóð Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Evrópuráðinu. Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér með einhverjum hætti í málefnum dómara í Tyrklandi sem hafa verið fangelsaðir að ósekju. Dómarafélagið hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra til að fara yfir málið. „Orð eru til alls fyrst og við teljum það lágmark að Ísland láti í sér heyra og að þau sjónarmið komi fram af hálfu Íslands að það sem er að gerast í Tyrklandi núna sé grafalvarlegt mál og í raun og veru ekki líðandi,“ segir Skúli Magnússon formaður Dómarafélags Íslands.Meinuð för úr landi með stuttum fyrirvara Skúli þekkir suma þessa tyrknesku dómara persónulega. „Á síðasta fundi Evrópusamtaka dómara var tyrkneska fulltrúanum, sem ég þekki persónulega, meinuð þátttaka og það var með nokkurra klukkustunda fyrirvara sem tyrkneska dómstólaráðið meinaði honum för úr landi. Þetta var fyrir valdaránstilraunina,“ segir Skúli. Áður en handtökur dómara áttu sér stað eftir tilraun til valdaráns höfðu skipaðir dómarar svo hundruðum skiptir verði færðir á milli starfsstöðva gegn vilja sínum til að tryggja hlýðni við stefnumál. Þá var fjöldi nýrra dómara skipaður í þeim tilgangi að endurnýja dómarastéttina hratt. Norrænu dómararnir voeru hvattir til þess að setja sig ekki í samband við tyrkneska starfsbræður sína því ella gætu þeir tyrknesku lent í enn verri málum. Staðan er í því viðkvæm, erfið og flókin. „Við erum ekki með gyllivonir um að Ísland geti breytt stöðu þessara mála í höfuðatriðum en nú viljum við að íslensk stjórnvöld láti Tyrkland og umheiminn vita að þetta séu grafalvarlegir hlutir sem þarna séu að gerast og í raun og veru ólíðandi.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér í málefnum 1.700 tyrkneskra dómara sem hnepptir voru í gæsluvarðhald í tengslum við hreinsanir Erdogans forseta. Margir þeirra dómara sem nú sitja í fangelsi í Tyrklandi eru vinir íslenskra starfsbræðra þeirra. Í Tyrklandi hafa 3.500 dómarar verið leystir frá störfum í tengslum við hreinsanir Erdogan Tyrklandsforseta eftir valdaránstilraunina 15. júlí. Þar af hafa 1700 dómarar verið handteknir og eignir þeirra kyrrsettar. Á fundi formanna norrænu dómarafélaganna í Bergen á föstudag var samþykkt harðorð ályktun um aðgerðir stjórnvalda í Tyrklandi gegn dómurum. Í ályktuninni er þessum aðgerðum lýst sem hreinsunum. Tyrkland er samstarfsþjóð Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Evrópuráðinu. Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér með einhverjum hætti í málefnum dómara í Tyrklandi sem hafa verið fangelsaðir að ósekju. Dómarafélagið hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra til að fara yfir málið. „Orð eru til alls fyrst og við teljum það lágmark að Ísland láti í sér heyra og að þau sjónarmið komi fram af hálfu Íslands að það sem er að gerast í Tyrklandi núna sé grafalvarlegt mál og í raun og veru ekki líðandi,“ segir Skúli Magnússon formaður Dómarafélags Íslands.Meinuð för úr landi með stuttum fyrirvara Skúli þekkir suma þessa tyrknesku dómara persónulega. „Á síðasta fundi Evrópusamtaka dómara var tyrkneska fulltrúanum, sem ég þekki persónulega, meinuð þátttaka og það var með nokkurra klukkustunda fyrirvara sem tyrkneska dómstólaráðið meinaði honum för úr landi. Þetta var fyrir valdaránstilraunina,“ segir Skúli. Áður en handtökur dómara áttu sér stað eftir tilraun til valdaráns höfðu skipaðir dómarar svo hundruðum skiptir verði færðir á milli starfsstöðva gegn vilja sínum til að tryggja hlýðni við stefnumál. Þá var fjöldi nýrra dómara skipaður í þeim tilgangi að endurnýja dómarastéttina hratt. Norrænu dómararnir voeru hvattir til þess að setja sig ekki í samband við tyrkneska starfsbræður sína því ella gætu þeir tyrknesku lent í enn verri málum. Staðan er í því viðkvæm, erfið og flókin. „Við erum ekki með gyllivonir um að Ísland geti breytt stöðu þessara mála í höfuðatriðum en nú viljum við að íslensk stjórnvöld láti Tyrkland og umheiminn vita að þetta séu grafalvarlegir hlutir sem þarna séu að gerast og í raun og veru ólíðandi.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira