Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2016 14:49 Uppreisnarmenn studdir af Tyrkjum taka mynd af sér við jaðar þorps sem þeir tóku af SDF. Vísir/GETTY Uppfært 15:30 Þvert á áróður allra aðila hefur vopnahlé í kringum Manbij verið tilkynnt. Um er að ræða vopnahlé á milli SDF og tyrkneska hersins. Ekkert hefur verið gefið upp hvort að uppreisnarmennirnir, sem Tyrkir styðja, komi að vopnahléinu. Bandaríkin komu að samkomulaginu sem felur í sér að báðir aðilar einblýni á baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Sýrlenskir Kúrdar hafa staðfest fréttirnar en Kúrdar hafa ekki tjáð sig.Upprunalega fréttin Tyrkir ætla ekki að hætta árásum sínum gegn sveitum Kúrda í Sýrlandi. Tyrkneskir skriðdrekar, flugvélar og sérsveitarmenn voru sendir til Sýrlands í síðustu viku til að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Sýrlands og Tyrklands og stöðva sókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra vesur fyrir Efratána. Bandaríkin, sem styðja við Kúrdana og bandamenn þeirra, gagnrýndu Tyrki í gær og sögðu árásir þeirra ekki beinast gegn ISIS. Þess í stað einblíndu þeir á Kúrdana. Francois Hollande, forseti Frakklands, tók undir þessa gagnrýni í morgun og sagði að inngrip Tyrkja væri líklegt til að auka við óöldina sem ríkir í Sýrlandi. Bandaríkin segja aðgerðir þeirra ógna baráttunni gegn ISIS, en Tyrkir hafa brugðist reiðir við allri gagnrýni á aðgerðirnar sem kallast Efrat skjöldurinn. Tyrkir hafa farið fram á það að Kúrdar hörfi aftur austur fyrir Efratána.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja sögðu í myndbandi sem tekið var á dögunum að þeir myndu þó ekki hætta sókn sinni fyrr en þeir myndu ná bænum Ayn al-Islam. Ayn al-Islam er nafnið sem vígamenn ISIS gáfu Kobane, sem var mikið í fréttum í fyrra og árið áður. Kobane er hins vegar töluvert austur af Efratáni. Bandaríkin og aðrar þjóðir hafa stutt dyggilega við bakið á sýrlenskum Kúrdum og öðrum sveitum Araba undanfarna mánuði og hefur þeim gengið vel í baráttunni gegn ISIS undir regnhlífarsamtökunum SDF. Þeir hafa náð tökum á stórum svæðum í norðausturhluta Sýrlands og ógna nú jafnvel Raqqa, höfuðvígi ISIS. Sýrlenskir Kúrdar segja að þeir hafi hörfað austur fyrir Efrat, eftir að Bandaríkin fóru fram á það, en Tyrkir og uppreisnarmenn þeirra hafa tekið nokkur þorp suður af landamærabænum Jarablus á undanförnum dögum. Til bardaga hefur komið á milli bandamanna Kúrda í SDF og Tyrkja og þeirra bandamanna. Ástæða þess að Tyrkir eru svo andsnúnir velgengni Kúrda í Sýrlandi er að Kúrdar í Tyrklandi hafa staðið í vopnaðri baráttu um sjálfstæði í Tyrklandi í um þrjá áratugi. Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkasamtök hliðholl PKK í Tyrklandi. Þeir óttast að velgengni þeirra gæti ýtt undir uppreisn Kúrda í Tyrklandi.#BREAKING: Temporary truce reached between Jarablus Military Council and Turkish army, under supervision of global coalition: YPG spokesman— Rudaw English (@RudawEnglish) August 30, 2016 Mið-Austurlönd Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Uppfært 15:30 Þvert á áróður allra aðila hefur vopnahlé í kringum Manbij verið tilkynnt. Um er að ræða vopnahlé á milli SDF og tyrkneska hersins. Ekkert hefur verið gefið upp hvort að uppreisnarmennirnir, sem Tyrkir styðja, komi að vopnahléinu. Bandaríkin komu að samkomulaginu sem felur í sér að báðir aðilar einblýni á baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Sýrlenskir Kúrdar hafa staðfest fréttirnar en Kúrdar hafa ekki tjáð sig.Upprunalega fréttin Tyrkir ætla ekki að hætta árásum sínum gegn sveitum Kúrda í Sýrlandi. Tyrkneskir skriðdrekar, flugvélar og sérsveitarmenn voru sendir til Sýrlands í síðustu viku til að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Sýrlands og Tyrklands og stöðva sókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra vesur fyrir Efratána. Bandaríkin, sem styðja við Kúrdana og bandamenn þeirra, gagnrýndu Tyrki í gær og sögðu árásir þeirra ekki beinast gegn ISIS. Þess í stað einblíndu þeir á Kúrdana. Francois Hollande, forseti Frakklands, tók undir þessa gagnrýni í morgun og sagði að inngrip Tyrkja væri líklegt til að auka við óöldina sem ríkir í Sýrlandi. Bandaríkin segja aðgerðir þeirra ógna baráttunni gegn ISIS, en Tyrkir hafa brugðist reiðir við allri gagnrýni á aðgerðirnar sem kallast Efrat skjöldurinn. Tyrkir hafa farið fram á það að Kúrdar hörfi aftur austur fyrir Efratána.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja sögðu í myndbandi sem tekið var á dögunum að þeir myndu þó ekki hætta sókn sinni fyrr en þeir myndu ná bænum Ayn al-Islam. Ayn al-Islam er nafnið sem vígamenn ISIS gáfu Kobane, sem var mikið í fréttum í fyrra og árið áður. Kobane er hins vegar töluvert austur af Efratáni. Bandaríkin og aðrar þjóðir hafa stutt dyggilega við bakið á sýrlenskum Kúrdum og öðrum sveitum Araba undanfarna mánuði og hefur þeim gengið vel í baráttunni gegn ISIS undir regnhlífarsamtökunum SDF. Þeir hafa náð tökum á stórum svæðum í norðausturhluta Sýrlands og ógna nú jafnvel Raqqa, höfuðvígi ISIS. Sýrlenskir Kúrdar segja að þeir hafi hörfað austur fyrir Efrat, eftir að Bandaríkin fóru fram á það, en Tyrkir og uppreisnarmenn þeirra hafa tekið nokkur þorp suður af landamærabænum Jarablus á undanförnum dögum. Til bardaga hefur komið á milli bandamanna Kúrda í SDF og Tyrkja og þeirra bandamanna. Ástæða þess að Tyrkir eru svo andsnúnir velgengni Kúrda í Sýrlandi er að Kúrdar í Tyrklandi hafa staðið í vopnaðri baráttu um sjálfstæði í Tyrklandi í um þrjá áratugi. Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkasamtök hliðholl PKK í Tyrklandi. Þeir óttast að velgengni þeirra gæti ýtt undir uppreisn Kúrda í Tyrklandi.#BREAKING: Temporary truce reached between Jarablus Military Council and Turkish army, under supervision of global coalition: YPG spokesman— Rudaw English (@RudawEnglish) August 30, 2016
Mið-Austurlönd Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira