Stjórnir lagi kynjahalla hjá Kauphallarfélögum Ingvar Haraldsson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, og Sigrún Ragna Ólafsdóttir Vísir/Valli Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að það sé stjórna fyrirtækja að marka stefnu og jafna kynjahlutföll meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja á Íslandi. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, eina konan sem gegndi stöðu forstjóra félags í Kauphöllinni, lét af störfum sem forstjóri VÍS í gær. Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens, tekur við starfinu. „Boltinn er hjá stjórnum fyrirtækjanna. Án þess að vera að tjá mig um einstaka fyrirtæki geta, almennt séð, ekki verið nein vandkvæði að finna hæft fólk af hvoru kyninu sem er í þessar stjórnunarstöður,“ segir Páll. Páll bendir á að átak hafi verið gert til að jafna kynjahlutföllin í stjórnum fyrirtækja, meðal annars með lagasetningu, en atvinnulífið hafi tekið þátt í því af miklum þunga og nú sé stjórna að taka við. „Ég sé í fljótu bragði ekkert sérlega flókið við að leysa þetta mál. Það er ekkert vandamál að ráða hæfar konur. En það þarf líka að skapa umhverfi þar sem bæði kynin og mismunandi karakterar með mismunandi styrkleika geti blómstrað.“ Stjórn félags kvenna í atvinnulífinu gagnrýndi það sem þær kalla núll prósent kynjafjölbreytileika meðal forstjóra Kauphallarfyrirtækja. „FKA vill beina þeim tilmælum til eigenda hlutabréfa á hlutabréfamarkaði svo sem lífeyrissjóða og annarra á markaði að varðveita markmið atvinnulífsins að byggja upp fjölbreyttan stjórnendahóp,“ sagði í tilkynningu frá félaginu. „Auðvitað myndi ég vilja sjá fleiri konur í skráðum félögum á markaði á Íslandi. En staðan er auðvitað þessi að við skoðum einstaklinga og ráðum þann sem við teljum hæfastan í það verkefni,“ segir Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður VÍS. Afkoma VÍS hefur valdið vonbrigðum að undanförnu. Herdís segir það ekki einu ástæðuna fyrir mannabreytingunni. Stjórn fyrirtækisins hafa talið þetta góðan tímapunkt til að skipta um forstjóra og mikill fengur sé að því að fá Jakob í starfið.Hildur Petersen, fyrverandi forstjóri Hans PetersenLöturhæg þróun í átt að jafnréttiHildur Petersen, fyrrverandi forstjóri Hans Petersen, varð fyrsta konan til að gegna starfi forstjóra félags sem skráð var í Kauphöll Íslands. Hildur, sem nú er framkvæmdastjóri Hundahólma, segir erfitt að henda reiður á hvers vegna svo fáar konur komist í forstjórastól fyrirtækja á Íslandi. „Konur eru með menntunina en það er einhvern veginn eitthvert glerþak sem stöðvar þær,“ segir Hildur. Þó kveður Hildur átak Félags kvenna í atvinnulífinu til að auka hlut kvenna meðal stjórnenda í atvinnulífinu hafa skilað einhverjum árangri. „Þetta hefur allt mjakast upp á við en auðvitað afskaplega löturhægt,“ segir Hildur Petersen.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að það sé stjórna fyrirtækja að marka stefnu og jafna kynjahlutföll meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja á Íslandi. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, eina konan sem gegndi stöðu forstjóra félags í Kauphöllinni, lét af störfum sem forstjóri VÍS í gær. Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens, tekur við starfinu. „Boltinn er hjá stjórnum fyrirtækjanna. Án þess að vera að tjá mig um einstaka fyrirtæki geta, almennt séð, ekki verið nein vandkvæði að finna hæft fólk af hvoru kyninu sem er í þessar stjórnunarstöður,“ segir Páll. Páll bendir á að átak hafi verið gert til að jafna kynjahlutföllin í stjórnum fyrirtækja, meðal annars með lagasetningu, en atvinnulífið hafi tekið þátt í því af miklum þunga og nú sé stjórna að taka við. „Ég sé í fljótu bragði ekkert sérlega flókið við að leysa þetta mál. Það er ekkert vandamál að ráða hæfar konur. En það þarf líka að skapa umhverfi þar sem bæði kynin og mismunandi karakterar með mismunandi styrkleika geti blómstrað.“ Stjórn félags kvenna í atvinnulífinu gagnrýndi það sem þær kalla núll prósent kynjafjölbreytileika meðal forstjóra Kauphallarfyrirtækja. „FKA vill beina þeim tilmælum til eigenda hlutabréfa á hlutabréfamarkaði svo sem lífeyrissjóða og annarra á markaði að varðveita markmið atvinnulífsins að byggja upp fjölbreyttan stjórnendahóp,“ sagði í tilkynningu frá félaginu. „Auðvitað myndi ég vilja sjá fleiri konur í skráðum félögum á markaði á Íslandi. En staðan er auðvitað þessi að við skoðum einstaklinga og ráðum þann sem við teljum hæfastan í það verkefni,“ segir Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður VÍS. Afkoma VÍS hefur valdið vonbrigðum að undanförnu. Herdís segir það ekki einu ástæðuna fyrir mannabreytingunni. Stjórn fyrirtækisins hafa talið þetta góðan tímapunkt til að skipta um forstjóra og mikill fengur sé að því að fá Jakob í starfið.Hildur Petersen, fyrverandi forstjóri Hans PetersenLöturhæg þróun í átt að jafnréttiHildur Petersen, fyrrverandi forstjóri Hans Petersen, varð fyrsta konan til að gegna starfi forstjóra félags sem skráð var í Kauphöll Íslands. Hildur, sem nú er framkvæmdastjóri Hundahólma, segir erfitt að henda reiður á hvers vegna svo fáar konur komist í forstjórastól fyrirtækja á Íslandi. „Konur eru með menntunina en það er einhvern veginn eitthvert glerþak sem stöðvar þær,“ segir Hildur. Þó kveður Hildur átak Félags kvenna í atvinnulífinu til að auka hlut kvenna meðal stjórnenda í atvinnulífinu hafa skilað einhverjum árangri. „Þetta hefur allt mjakast upp á við en auðvitað afskaplega löturhægt,“ segir Hildur Petersen.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira