Mannsæmandi eftirlaun Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Við Íslendingar erum rík þjóð. Svo rík að allir ættu að búa við þokkaleg kjör á öllum stigum lífsins. Þrátt fyrir það horfum við á fólkið okkar nálgast efri ár vitandi að sumra bíður að lifa á eftirlaunagreiðslum sem ekki nægja fyrir nauðsynjum eða mannsæmandi lífi. Þessu ætlum við að breyta. Í sumar hef ég átt bæði áhugaverða og góða fundi með baráttufólki fyrir betri stöðu eldri borgara. Við töluðum um vandamálin og tækifærin framundan. Annars vegar þarf að laga slæma stöðu þeirra sem eiga í fjárhagserfiðleikum, en það þarf líka að huga að þeim sem komnir eru á eftirlaunaaldur en búa við góða heilsu og kost. Báðir hópar krefjast breytinga. Við ætlum að sjá til þess að eftirlaun hækki í skrefum upp í 300.000 kr. mánaðargreiðslur að lágmarki. En það er ekki nóg eitt og sér. Því til viðbótar ætlum við að koma á sveigjanlegum starfslokum svo að þeir sem hafa til þess löngun og getu megi vinna lengur en nú. Það þarf líka að einfalda kerfið sem ákvarðar greiðslurnar. Í dag er of flókið að skilja útreikningana og fólk á þar af leiðandi í erfiðleikum með að gæta réttar síns. Svokallaðar krónu á móti krónu skerðingar munum við afnema. Í stuttu máli ætlum við að gera þetta: Hækka lágmarksgreiðslur. Greiða út hækkun frá 1. maí í ár. Koma á sveigjanlegum starfslokum. Einfalda almannatryggingakerfið. Afnema krónu á móti krónu skerðingar. Við höfum efni á þessum breytingum og getum hafist handa strax. Nýtt og einfaldara kerfi, hækkun lágmarksgreiðslna í átt að 300.000 kr. lágmarki og afturvirkar greiðslur frá 1. maí í ár – líkt og lagt var til við síðustu fjárlagagerð en stjórnarliðar felldu – kostar ríkissjóð samtals um það bil 15 milljarða króna. Það er vel viðráðanlegt. Með réttlátari skiptingu þjóðarkökunnar er þetta allt mögulegt. Það er forgangsmál að sýna eldra fólki þá virðingu sem það á skilið eftir langa starfsævi og tryggja því betri kjör.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum rík þjóð. Svo rík að allir ættu að búa við þokkaleg kjör á öllum stigum lífsins. Þrátt fyrir það horfum við á fólkið okkar nálgast efri ár vitandi að sumra bíður að lifa á eftirlaunagreiðslum sem ekki nægja fyrir nauðsynjum eða mannsæmandi lífi. Þessu ætlum við að breyta. Í sumar hef ég átt bæði áhugaverða og góða fundi með baráttufólki fyrir betri stöðu eldri borgara. Við töluðum um vandamálin og tækifærin framundan. Annars vegar þarf að laga slæma stöðu þeirra sem eiga í fjárhagserfiðleikum, en það þarf líka að huga að þeim sem komnir eru á eftirlaunaaldur en búa við góða heilsu og kost. Báðir hópar krefjast breytinga. Við ætlum að sjá til þess að eftirlaun hækki í skrefum upp í 300.000 kr. mánaðargreiðslur að lágmarki. En það er ekki nóg eitt og sér. Því til viðbótar ætlum við að koma á sveigjanlegum starfslokum svo að þeir sem hafa til þess löngun og getu megi vinna lengur en nú. Það þarf líka að einfalda kerfið sem ákvarðar greiðslurnar. Í dag er of flókið að skilja útreikningana og fólk á þar af leiðandi í erfiðleikum með að gæta réttar síns. Svokallaðar krónu á móti krónu skerðingar munum við afnema. Í stuttu máli ætlum við að gera þetta: Hækka lágmarksgreiðslur. Greiða út hækkun frá 1. maí í ár. Koma á sveigjanlegum starfslokum. Einfalda almannatryggingakerfið. Afnema krónu á móti krónu skerðingar. Við höfum efni á þessum breytingum og getum hafist handa strax. Nýtt og einfaldara kerfi, hækkun lágmarksgreiðslna í átt að 300.000 kr. lágmarki og afturvirkar greiðslur frá 1. maí í ár – líkt og lagt var til við síðustu fjárlagagerð en stjórnarliðar felldu – kostar ríkissjóð samtals um það bil 15 milljarða króna. Það er vel viðráðanlegt. Með réttlátari skiptingu þjóðarkökunnar er þetta allt mögulegt. Það er forgangsmál að sýna eldra fólki þá virðingu sem það á skilið eftir langa starfsævi og tryggja því betri kjör.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun