Pendúllinn er nýr hlaðvarpsþáttur hér á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar.
Þátturinn verður vikulegur og fer í loftið á hverjum föstudegi fram að þingkosningnum 29. október.
Í fyrsta þætti Pendúlsins leikur innganga Þorsteins Pálssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í Viðreisn stóra rullu sem og útspil Bjarna Bendiktssonar í kjölfarið. Sjónum er einnig beint að pirringi Pírata sem að mati þáttastjórnanda hafa oft virkað heldur hörundsárir.
Þá er Norðvesturkjördæmi veitt sérstök athygli enda hafa stjórnmálaflokkar átt í töluverðum vandræðum með prófkjör sín í kjördæminu.
Með umsjón þáttarins að þessu sinni fara blaðamennirnir Snærós Sindradóttir, Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Stefán Óli Jónsson.
Þáttinn má heyra í spilaranum hér að ofan.
Innlent