Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina.
Firminho kom heimamönnum yfir með góðri afgreiðslu á 13. mínútu og á 31. mínútu bætti Mane við öðru marki Liverpool í fyrsta heimaleik sínum fyrir félagið.
Jamie Vardy sem náði sér ekki á strik í dag minnkaði muninn á 38. mínútu eftir hroðaleg mistök hjá Lucas Leiva en lengra komust meistararnir ekki.
Adam Lallana bætti við þriðja marki Liverpool á 56. mínútu og á lokamínútunum gulltryggði Firminho sigurinn eftir góðan undirbúning Mané.
Með sigrinum lyfti Liverpool sér alla leið upp í fimmta sætið með sjö stig eftir fjórar umferðir en ensku meistararnir eru í 15. sæti með aðeins fjögur stig.

