Bandarísk yfirvöld hafa varað eigendur Samsung Galaxy Note 7 síma við því að kveikja á eða hlaða símann sinn um borð í flugvél í háloftunum. Ástæðan er að fregnir hafa borist að því að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni.
Flugmálayfirvöld hafa einnig varað við því að pakka símanum niður í farangur en Samsung ákvað að stöðva sölu á símanum, sem er flaggskip fyrirtækisins á símamarkaði, eftir að upp komst um hleðsluvandamálið.
Með þessu vilja yfirvöld koma í veg fyrir að hætta geti skapast um borð í flugvélum vegna sprengihættu símans.
Samsung hefur sagt að það muni taka um tvær vikur fyrir fyrirtækið að komast fyrir vandamálið. Þeir sem keypt hafi eintak af símanum muni geta skipt því út fyrir eintak sem sé laust við sprengihættuna.
Galaxy Note 7 var settur á markað þann 19. ágúst síðastliðinn en alls hafa selst um 2,5 milljón eintaka.
Galaxy Note 7 eigendur varaðir við því að nota símann í háloftunum

Tengdar fréttir

Innköllun Samsung hefur lítil áhrif hér á Íslandi
Tímasetningin á innköllun afar óheppileg því í næstu kynna Apple nýjustu útgáfuna af iPhone

Leituðu til Íslands til að auka sölu Samsung síma í Hollandi
Sjómaðurinn Rúnar Jónsson elskar að taka myndir á símann sinn en útkoman er einatt skelfileg.

Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7
Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni.