Fótbolti

Neymar var nálægt því að fara til Man. Utd eða PSG

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neymar í landsleik með Brasilíu á dögunum.
Neymar í landsleik með Brasilíu á dögunum. vísir/getty
Umboðsmaður Neymar segir að leikmaðurinn hafi verið nálægt því að yfirgefa herbúðir Barcelona í sumar.

Á endanum skrifaði Neymar þó undir nýjan samning við Börsunga og er nú samningsbundinn félaginu til ársins 2021.

„Hann var mjög nálægt því að fara til PSG. Þar hefði hann fengið rúma fimm milljarða króna í árslaun,“ sagði umbinn Wagner Ribeiro.

„Hann var líka nálægt því fara til Man. Utd en hann ákvað að vera áfram hjá Barcelona þó svo hann fái ekki sömu laun þar. Neymar vildi vera áfram hjá Barcelona.“

PSG var sagt vera til í að borga heimsmetsfé fyrir Neymar en af því varð ekki þar sem leikmaðurinn vildi ekki flytja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×